Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 43 Liv hóf starfsferil sinn að loknu námi í banka í London árið 1994 og þá var farsíma væð ingin að hefjast þar í landi. Þaðan lá leiðin í markaðsdeild Slátur ­ félags Suðurlands og síðan í starf markaðsstjóra hjá Íslenska farsíma fé­ laginu, Tali, sem þá var nýstofnað. „Við þetta verða auðvitað mikl- ar breytingar á fyrirtækinu, nýir eigendur ákváðu að leggja niður Tal-vörumerkið og við komumst í samband við Voda fone svo að úr verður Og Vodafone.“ Árið 2006, eftir að Liv hafði hætt störfum hjá Vodafone, farið í barneignarfrí og gert stuttan stans við að setja lággjalda símafyrirtækið Sko á markað, vann hún ásamt göml - um samstarfsmanni frá Tali, Jóakim Reynissyni, viðskipta - áætl un fyrir nýtt símafyrirtæki. „Við kynntumst árið 1998 hjá Tali þegar ég sá um markaðs - málin en hann um tæknimálin. Jóakim ákvað að taka ekki þátt í sameiningu Tals og Íslands síma heldur gerðist ráðgjafi og fór að vinna fyrir Novator í A-Evrópulöndunum við uppbyggingu á fjarskipta - þjónustu þar. Þar sá hann allt sem var að gerast á þess um erlendu mörkuðum; 3G-tækn - ina og hraða útbreiðslu hennar á sama tíma og símafyrirtækin tvö hér heima höfðu ekki fjárfest á því sviði og voru fyrir bragðið byrjuð að dragast aftur úr. Novator spurði eðlilega um tækifærin á íslenskum markaði. Viðskiptaáætlun okkar Jóakims svaraði þeirri spurningu og með hana í bakhöndinni var sótt um 3G-farsímaleyfið og Nova hleypt af stokkunum.“ Yfir 5 milljarða velta Framhaldið þekkja flestir. Nova er orðið annað stærsta farsímafyrirtæki landsins með heildarveltu upp á 5,3 milljarða og yfir hálfan milljarð í hagnað á árinu 2013. „Við komum inn á þennan markað til að taka þátt í breytingunni sem var að verða á farsímanum samhliða 3G-væðingunni – áhersla okkar hefur frá fyrsta degi verið á að opna fólki nýjar dyr að stærsta skemmtistað í heimi; net inu beint í farsímann. Til þess að taka þetta hlutverk okkar alvarlega og rækta þessa sérstöðu lögðum við mikla áherslu á að verða leiðandi í 4G-þjónustu hér á landi en Nova hóf fyrst fyrirtækja á Íslandi 4G-þjónustu í apríl í fyrra. Í dag á Nova og rekur eigið 3G+-farsímakerfi á lands - vísu og 4G-kerfi sem við vinnum jafnt og þétt að því að stækka.“ Liv segir að nú séu allir að verða komnir með snjall síma og þá megi segja að komið sé að nýju stigi í þróun inni. „Fyrirtæki eru nú að laga sig að því að nær allir við skipta vinir þeirra eru komnir með þessi tæki. Þar með er hægt að nálgast þá með allt öðrum hætti. Samhliða snjall símavæðingunni og því að afka stageta dreifikerfanna hefur margfaldast eins og raun ber vitni opnast algjörlega ný vídd fyrir fyrirtæki og stofnanir til að nýta þessi tæki í þjónustu sinni og í samskiptum við við - skiptavini. Það verður fróð legt að sjá hvernig snjó bolta áhrif þessi tækni mun hafa í för með sér á komandi miss erum og árum í stöðugt fleiri geirum atvinnulífsins.“ Víða spennandi tímar framundan Um framhald tækniþróunar inn - ar í farsímageir anum segir Liv ljóst að menn sem hafi starfað í þessum farsímakerfum um árabil hefðu aldrei ímyndað sér að þessi þráðlausu kerfi myndu ráða við þennan gífurlega gagna flutning og þennan hraða sem nú er raunin. „Þegar mað - ur sér hvað þessi kerfi eru orðin öflug og hvað þessi tæki sem neytendur fá í hendur eru orðin snjöll þá blasir við gífurleg breyt ing í allri þjónustu sem þessi tækni býður upp á og smit ar út frá sér inn í allar aðrar greinar. Til dæmis í heilsuþjónustu og heilbrigðisgeiranum verður þessi tækni tekin inn í alls konar tækjabúnað sem þeim tengist, þessi svokölluðu weara - bles eins og þau eru kölluð á ensku, sem þú berð á þér til dæmis í formi armbands sem er þá ekki aðeins sími eða úr heldur líka mælitæki sem birtir þér t.d. púlsinn, hjart slátt inn, blóðsykursgildin. Þetta á allt eftir að fara inn í svona búnað sem mun geta sent slíkar upplýsingar áfram þráð laust í tæki sem lesa af mæl unum og gera viðvart ef eitthvað er athugavert. Þetta eru allt upplýsingar sem munu fara í gegnum þessi kerfi og hafa í för með sér gífurlega framleiðniaukningu og hagræði í fjölda þjónustu- og atvinnugreina. Fluggeirinn hefur verið tiltölulega fljótur að tileinka sér þetta en núna getur þú hæglega farið á milli landa á farsímanum eingöngu. Farseðlar og í rauninni allt sem ferðamaðurinn þarfnast er einfaldlega í símanum – nema reyndar vegabréfið sem þó gæti alveg endað þar líka einn góðan veðurdag. Hvernig ætlum við að nýta þessa nýju möguleika og taka inn í menntakerfið til dæmis. Við sjáum bílana sem eru þegar komnir með sím- kort og hlaðnir tölvubúnaði. Fjarskiptafyrirtæki hafa eðli - lega mikinn áhuga á að að þjónusta alla þessa geira við að nýta sér þessi nýju tækifæri.“ Þegar komið er í höfuðstöðvar Nova í Lágmúla má greina að stór hluti viðskiptavinanna er ungt fólk enda ekki farið á milli mála að Nova hefur – að minnsta kosti framan af – stílað mjög inn á að ná athygli yngri kynslóða. „Já, það er að vissu leyti rétt,“ svarar Liv. „Þegar við gerðum markaðskannanir okkar í byrjun þurftum við að finna út til hverra þessi þjónusta okkar höfðaði. Þá er auðvitað unga fólkið móttæki - legast en síðan smitar þetta smám saman út frá sér og upp í eldri aldurshópa. Núna er viðskiptamannahópurinn orðinn mjög breiður enda værum við ekki komin með 30% markaðshlutdeild nema svo væri. Undanfarin misseri hef ur fyrirtækjum í viðskiptum við Nova fjölgað mikið og sífellt fleiri fyrirtæki valið að færa viðskipti sín til okkar. Þannig að viðskiptavinahópurinn er mjög breiður og telur yfir 130.000 virk símkort. Þá eru starfs menn Nova 140 talsins og meðalaldur starfsmanna í kring um þrjátíu ár. Yngsta fólkið er yfirleitt í framlínunni en á tæknisviðinu erum við með reynslubolta, stóran hóp sem hefur verið meira og minna við loðandi far - síma markaðinn lengi.“ En hvernig upplifir Liv að vera kona í þessum bransa? „Ég held að atvinnugeirinn sem slíkur skipti ekki máli. Þegar ég var yngri var ég oft eina konan í hópnum en það gerist sjaldnar í dag, þessi geiri var mjög karllægur eins og aðrir geirar atvinnulífsins, en þetta er að breytast eins og annað. Á Íslandi í dag, og þá sér staklega síðustu misseri, finn ur maður fyrir því hvaða jákvæðu áhrif umræðan um jafn ara kynjahlutfall hefur á við skiptalífið og víðar í samfélaginu.“ Hinn 1. janúar 1998 féll niður einkaréttur ríkisins til fjarskipta og samkeppni var heimiluð í fjarskiptum á Íslandi. Samkeppni í síma ­ þjónustu hófst því með komu Tals á markað í maí 1998. Nova hóf fyrst íslenskra fjar ­ skiptafyrirtækja 4G­ þjónustu hér á landi en nú er komið rúmt ár síðan fyrir tækið hóf þá þjónustu. Viðskiptavinir Nova notuðu yfir 50% alls gagnamagns í farsímum á Íslandi á árinu 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.