Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 114

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 114
114 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Sjálfræði starfsmanna og frelsi er lykillinn að stjórna og halda í starfs­ menn með afburða sköpunargáfu. skapandi greinar verða sífellt stærri hluti hagkerfa veraldar og því ekki að undra að athygli stjórnunarfræðanna beinist í auknum mæli að þeim vettvangi. skapandi hugsun er ekki sama hugtakið og það sem við höfum hingað til kallað nýsköpun. K annski má best útskýra hvað felst í skapandi hugsun á þann einfalda hátt að hún felist í einhverju sem byltir sýn okkar á viðtekin hugmyndakerfi – eitt hvað algjörlega nýtt, en nýsköpun felist í að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd. Thomas Chamorro­Premuzic er höfundur greinarinnar „Seven Rules for Managing Creative People“, sem birtist í Harvard Business Review í apríl 2013. Greinin vakti mikil viðbrögð og var m.a. gagnrýnd fyrir þá neikvæðu erkitýpu skapandi einstaklinga sem þar er lýst. Titli greinarinnar var síðar breytt í „Seven Rules for Managing Creative-But-Difficult People“. En Chamorro­Premuzic er síður en svo neikvæður í garð skap andi einstaklinga í skrifum sínum. Raunar heldur hann því fram að án starfsmanna með afburða sköpunargáfu nái fyrirtæki aldrei meira en í besta falli miðlungs árangri. Hann líkir jafnvel bældri sköpunargáfu við banvænt æxli í rekstrinum. Getum við ekki öll verið skapandi? En hvað er afburða sköpunar ­ gáfa og hvers vegna er hún svona einstök og dýrmæt? Get ­ um við ekki öll verið skapandi? Svarið er að öllum líkindum nei. Svo vitnað sé til skilgreiningar Franks Barrons, sálfræðings og frumkvöðuls á sviði sálfræði ­ sköpunar (e. Psychology of Creativity): Hinn skapandi einstaklingur getur jafnt verið barnslegur sem fróður og jafn­ vígur á frumstæða, táknræna tjáningu og stranga rökfræði. Hann er allt í senn frumstæðari, siðfágaðri, meira niðurríf­ andi, uppbyggilegri, stund­ um klikk aðri en á sama tíma óvefengjan lega heilbrigðari en meðalmaðurinn. Gordon Torr segir í bók sinni, „Managing Creative People“ (2008), að hægt sé að kenna fólki að hugsa á gagnrýnni hátt og virkja ímyndunaraflið betur. Hann grípur til kaldhæðninnar þegar hann heldur því fram að við getum látið fólk vera með græna hatta, kennt því að hugsa út fyrir kassann og koma með hugmyndir byggðar á tilviljanakenndum orðum sem það dregur upp úr fjólubláum tekatli – en afburða sköpunar ­ gáfa sé alltaf meðfædd og aldrei áunnin. Þjálfun sem ætlað er að efla sköpunargáfuna geri því nákvæmlega ekkert gagn til lengri tíma litið. Torr segir hættu legast af öllu að sjá sköpun sem ferli – eins og upp­ skrift. Skapandi hæfileikar innan fyrirtækja hafi þannig allt að gera með að starfsmenn hafi til að bera ákveðna eiginleika, en ekkert að gera með að reyna að kenna fólki það sem einfaldlega er meðfætt en ekki áunnið. Þau hugsa einfaldlega öðruvísi Gordon Torr heldur því fram að sannleikurinn sé sá að afburða skapandi fólk sé öðruvísi en annað fólk – og að flest bendi til það sé skapandi vegna þess að það er öðruvísi, en ekki öðruvísi vegna þess að það er skapandi. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. Torr færir fyrir þessu margvísleg rök og vitnar í ýmsar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Meðal annars talar hann um hvernig sálfræð ­ ingar skilja á milli tveggja hugsanaferla – hins frumstæða (primary process thought), sem felst m.a. í að eiga auðvelt með að nýta undirvitund sína við úrlausn margvíslegra við ­ fangs efna. Þá sem eiga greið an aðgang að þessu frum stæða ferli dreymir til að mynda gjarnan mikið og muna drauma sína. Þeir detta einnig auð veldlega inn í dagdrauma í vöku. Hinn hugsanaferillinn liggur ekki eins djúpt (secondary pro­ cess thought). Þá notum við vitsmunina á lógískan hátt til að taka daglegar ákvarðanir, t.d. að velja réttu leiðina á áfanga­ stað, rökréttustu aðferðina við að leysa tiltekið viðfangsefni o.s.frv. Sýnt hefur verið fram á að undirmeðvitundin er bæði öflugri og hraðvirkari hluti heilans en sá vitsmunalegi. Torr setur þessa hugsana­ ferla í samhengi við mismun­ andi aðferðir við að leysa mál, fá hugmyndir og kanna möguleika. Þeir sem teljast hafa afburða sköpunargáfu eiga greiðari aðgang að hinu frumstæða hugsanaferli og eiga auðvelt með að detta inn stjórnun Hvernig á að halda í starfsmenn með sköpunargáfu? Mynd: Geir ólafssonn áslaug Björt Guðmundardóttir, ráðgjafi hjá attentus – mannauður og ráðgjöf, Ma í Human resources leadership.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.