Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 73
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 54 Ensímlitanir á vefjasneiðum úr þorski Sigríður Guðniundsdóttiri, Díana Guðmundsdóttiri, Einar Jörundssoni, Slavko H. Bambiri, Agnar Steinarsson2, Bergljót Magnadóttir1 ^Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofn- unar í Grindavfk siggag@hi.is Inngangur: Vegna fyrirhugaðs þorskeldis er brýnt að efla rann- sóknir á líffræði þorsks. Rannsóknin beindist að þroskun ónæmis- kerfisins fyrstu vikurnar eftir klak, en þá verða mikil afföll. Líkur benda til að starfsemi átfrumna skipti afar mikiu máli við varnir þorsks gegn sýkingum. Þannig er óvenju hátt hlutfall frumna með átfrumuvirkni í blóði, en magn sérvirkra mótefna er lágt. I rann- sókninni var ensímvirkni, sem á að einkenna átfrumur, könnuð með litunum á vefjasneiðum. Efniviður og aöferðir: Sýni voru tekin á Tilraunaeldisslöð Haf- rannsóknastofnunar, við klak, tveimur dögum síðar og vikulega eftir það í átta vikur. Sýni voru fryst í fljótandi köfnunarefni og skorin í 4 p.m sneiðar. Litanir voru gerðar samkvæmt lýsingu framleiðanda (Sigma) til að greina alpha-naphtyl butyrate esterase (NBE), beta- glucuronidase (BG), alkaline phosphatase (Al-P) og acid phosphat- ase (AP). Niðurstöður og umræður: Öll ensímin greindust í meltingarvegi og þrjú þeirra (Al-P, AP og BG) einnig í lifur og húð, strax við klak eða tveimur dögum síðar. í nýrnavef var jákvæð Al-P litun sex vik- um eftir klak og jákvæð BG litun á áttundu viku. Erlendar rann- sóknir á blóðstroki úr þorski og sýnum úr tveimur öðrum fiskteg- undum benda til að kleyfkjarna átfrumur hafi Al-P og AP en hnatt- kjarna átfrumur AP og NBE. Niðurstöður hér benda til að báðar gerðir átfrumna séu virkar í meltingarvegi og lifur allt frá klaki. Al- P og AP sýndu sterka svörun allar átta vikurnar, en NBE dofnaði og var nær horfið á áttundu viku. Því breytist ef til vill samsetning hópsins. Nýrnavefur varð ekki jákvæður fyrr en á sjöttu viku. Þar sem vefurinn, sem er blóðmyndandi vefur í fiski, er til staðar allt frá klaki og vitað er að eitilfrumur finnast í honum á sjöttu viku, var bú- ist við jákvæðum átfrumulitunum þar fyrr á þroskaferlinu. Þakkin Styrkt af Evrópuverkefninu FISHAID og Rannsóknasjóði HÍ. V 55 Áhrif ónæmisörvandi efna á lifun og sjúkdómsþol þorskalirfa/seiða Bergljót Magnadóttir1, Sigrún Lange1, Slavko H. Bambiri, Sigurður Helga- son>, Bjarnheiður K. Guömundsdóttir1, Sigríður Guðmundsdóttirt, Agnar Steinarsson2 'niraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöö Hafrannsóknastofn- unar í Grindavík bergmagn@hi.is Inngangur: Mikil afföll á lirfustiginu háir eldi margra sjávarfiska, til dæmis þorsks. Ttlraunir hafa sýnt að efni sem örva ósérvirka ónæm- iskerfið geta bætt lifun og aukið sjúkdómsþol á fyrstu vikunt eftir klak, það er áður en sérvirka ónæmiskerfið hefur þroskast. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif þriggja efna á lifun þorskalirfa á fyrstu vikum eftir klak við þolrifsaðstæður, það er ekki var skipt um vatn, loftað eða fóðrað á tímabilinu. Þriggja daga gamlar lirfur voru baðaðar í 20 daga í 0,25,50,100 og 150 pg/ml af 1) lipopolysaccharide (LPS), sem unnið var úr bakt- eríunni kýlaveikibróður (Aeromonas salmonicida undirteg. achro- mogenes), 2) lichenan, sem unnið var úr fléttunni Cetraría islandica og 3) thamonlan, sem unnið var úr fléttunni Thamnolan vermicu- laris var. subuliformis. Niðurstöður: Allir styrkleikar af LPS (25-250 pg/ml) bættu mark- tækt lifun þorskalirfa en aðeins minnsti styrkur (25 pg/ml) af lichenan og thamnolan. I kjölfarið var kannað hvaða áhrif böðun finim daga gamalla lirfa í 100 pg/ml af LPS í 30 mínútur hefði á sjúkdómsþol þorsksins. Fimm mánuðum eftir böðun voru þorskaseiðin sýkt með mismun- andi styrkleika af kýlaveikibróður. í Ijós kom að LPS böðuð seiði sýndu marktækt betra sjúkdómsþol en viðmiðunarhópurinn. Nokkr- ir óvissuþættir drógu hins vegar úr gildi niðurstaðnanna eins og stærðarmunur, sem var á baðaða og viðmiðunarhópnum og sýking af völdum Vibrio tegundar, sem greindist í mestöllum fiskinum. Alyktanir: Niðurstöður gefa til kynna að bæta megi lifun og sjúk- dómsþol þorsks á fyrstu vikum eldis með meðhöndlun (böðun) með ónæmisörvandi efnum. Þakkin Verkefnið var styrkt af Evrópuverkefninu FISHAID og Rannsóknasjóði HÍ. V 56 Samanburður á ónæmisviðbrögðum hesta eftir bólu- setningu með human serum albumin (HSA) próteini og HSA-genaferju Vilhjálmiir Svansson', Freyja S. Eiríksdóttir1, Einar Jörundsson1, Viktor Mar Bonilla1, Agnes Helga Martin1, Alfons RameP, Helga ÁrnadóttirL Eliane Marti2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Division of Clinical Immunology, Dept of Clinical Veterinary Medicine, University of Berne vsvanss@hekla.rhi.hi.is Inngangur: Sumarexem er ofnæmishúðsjúkdómur í hestum sem bit mýflugna af ættkvísl Culicoides veldur. Ofnæmið er í flestum tilfell- um af týpu I sem einkennist af myndun IgE-mótefna og losun á histamíni og öðrum bólguhvötum frá basa- og mastfrumum. í sam- bærilegum sjúkdómum hjá mönnum hefur komið fram að ónæmis- svarið er á Th2-braut. DNA-bólusetningar beina ónæmissvarinu inn á Thl-braut og í nagdýrum hefur verið hægt að nota DNA-bólu- setningar bæði sem vörn gegn ofnæmi og eins hefur verið hægt að snúa Th2 ónæmissvari inn á Thl-braut. Við höfum sett upp DNA- tilraunabólusetningarverkefni í hrossum þar sem notað er human serum albumin (HSA) sem ofnæmisvaki. Rannsóknin beinist að því að finna genaferju sem virkar vel til DNA-bólusetninga í hrossum og ennfremur að rannsaka Thl og Th2 ónæmisviðbrögð hjá bólu- settum hestum. Efniviður og aöferðir: Tveir hestar hafa verið bólusettir undir húð með blöndu af HAS-próteini og alúmíníumhýdroxíði. Tvær pcDNA3.1 genaferjur (ferja A og B) hafa verið reyndar í hestum með geninu sem skráir fyrir HSA-próteininu. Ferjurnar eru ólíkar með tilliti til CpG ónæmisörvandi kirnisstefa. Bólusettir voru tveir hestar með ferju A og tveir hestar með ferju B. Hestarnir voru bólu- settir í húð og vöðva með 500pg af HSA-ferju-DNA í hvert sinn. Niðurstööur: Próteinbólusetlir hestar mynduðu öflugt IgE og IgG(T) HSA sértækt mótefnasvar og svöruðu á HSA-próteinið í húðprófi. Af ferjubólusettum hestum mynduðu einungis hestar bólu- settir með ferju-A lág IgG HSA sértæk mótefni. Þessir tveir hestar L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.