Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 8
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 Agrip erinda E-01 Gallblöðrutökur á Landspítala 2006-2007 Kristín María Tómasdóttir1,2, Sigurður Blöndal1'2, Guðjón Birgisson1-2, Páll Helgi Möller1-2 'Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands kml@hi.is Inngangur: Gallblöðrutaka er algeng aðgerð. Fyrri rannsóknir á Islandi sýna góðan árangur þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur af gallblöðrutökum á Landspítala árin 2006-2007 og bera saman við fyrri uppgjör. Efniviður og aðferðir: Farið var afturvirkt yfir sjúkraskrár sjúklinga sem fóru í gallblöðrutöku. Skráð var aldur, kyn, aðgerðartími, legudagar, bráð eða valaðgerð, opin aðgerð eða gegnum kviðsjá, tíðni breytinga yfir í opna aðgerð, ERCP, röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð og fylgikvillar. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 787 gallblöðrutökur en af þeim voru 27 tilfelli útilokuð frá rannsókninni. Meðalaldur sjúklinga var 51 ár og var meirihluti þeirra konur (70%). Aðgerðir gegnum kviðsjá voru 751 en 22 þeirra var breytt í opna aðgerð (3%). Níu aðgerðir voru opnar frá upphafi. Bráðaaðgerðir voru 355 (47%) og valaðgerð 405 (53%). Meðallegudagar voru tveir (bráða: 2,1; val: 1,8) en 166 sjúklingar útskrifuðust samdægurs. Meðalaðgerðartími var 65 mínútur (bráða: 67; val: 65). ERCP var framkvæmt hjá 134 sjúklingum (18%), röntgenmyndataka í aðgerð hjá 115 (15%) og 82 fengu kviðarholsdren í aðgerð (11%). Fylgikvilla fengu 72 sjúklingar (9%). Tíu fengu alvarlegar sýkingar í kviðarhol (1,3%), 4 margúl í kviðarhol (0,5%), 3 blæðingu (0,5%), 14 eftirlegusteina í gallrás (1,8%), 3 gallleka (1%), 5 alvarlega áverka á gallrás (0,6%), 4 áverka á líffæri í aðgerð (0,5%). Tveir sjúklingar létust í kjölfar aðgerðar (0,3%). Alyktun: Gallblöðrutaka er enn örugg aðgerð á Landspítala. Tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág og sambærileg við niðurstöður erlendra rannsókna. E-02 Er öruggt að fjarlægja eðlilega botnlanga í gegnum kviðsjá? Valentínus Þ. Valdimarsson1'2, Sigurður Blöndal1-2, Páll Helgi Möller12 ’Skurðlækningadeild Landspítala, Hæknadeild Háskóla íslands valentv@hi.is Inngangur: Botnlangabólga er algengur sjúkdómur en greining getur verið óljós. Fyrir tíma kviðsjár var botnlangi alltaf fjarlægður. Nýlega hefur komið í ljós að óhætt er að skilja eftir eðlilega útlítandi botnlanga sem finnast við kviðsjá. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða fylgikvilla í kjölfar brottnáms á eðlilegum botnlanga gegnum kviðsjá. Efniviður og aðferðir: Allar sjúkraskrár sjúklinga eldri en 18 ára sem fóru í bráða botnlangatöku með kviðsjá og vefjagreining sýndi eðlilegan botnlanga, voru skoðaðar afturvirkt fyrir tímabilið 1999 til 2009 (n=143). Skráð var aldur, kyn, mat skurðlæknis í aðgerð, greining, legutími eftir aðgerð og fylgikvillar aðgerðar. Niðurstöður: Meðalaldur var 28,8 ár (bil:18-69) og voru konur 70%. Skurðlæknir mat botnlanga óbólginn í 79% tilfella. Hjá 70 sjúklingum fundust við aðgerð aðrar greiningar en botn- langabólga. Algengustu greiningarnar voru sprungin blaðra á eggjastokk (n=16) og legpípubólga (n=10). Fylgikvillar komu fram hjá 26 sjúklingum (18,2%). Alls var fjöldi fylgikvilla 37 og voru 8 sjúklingar með tvo eða fleiri fylgikvilla. Fylgikvillar voru; sárasýkingar (n=7), þvagfærasýkingar (n=6), blæðing (n=6), djúp kviðarholssýking (n=6), margúll (n=5), garnalömun (n=3) lungnabólga (n=2), þvagtregða (n=l) og djúpbláæðasegi (n=l). Alyktanir: Tíðni fylgk\'illa er há við brottnám á eðlilegum botn- langa (18,2%) ef tekið er mið af því að fylgikvillar eftir greinandi kviðsjáraðgerð (diagnostic laparoscopy) er aðeins um 0-2% samkvæmt nýlegum rannsóknum. Ekki er hægt að mæla með brottnámi á eðlilega útlítandi botnlanga gegnum kviðsjá. E-03 Árangur flýtibataferils við ristilúrnám á Landspítala Unnur Guðjónsdóttir1, Elsa Björk Valsdóttir1,2, Tryggvi B. Stefánsson1, Páll Helgi Möller12 'Skurðlækningadeild Landspítaia, Hæknadeild Háskóla fslands unnurg@landspitali.is Inngangur: Aður var talið að sjúklingar sem færu í ristilúrnám þyrftu langan tíma til að gróa sára sinna og beðið var með fæði þar til að görnin væri komin í gang. Meðallegutími eftir valaðgerð var um 10 dagar og heildartíðni fylgikvilla í kringum 40%. Með auknum skilningi á þeim lífeðlisfræðilegu breytingum sem verða í kjölfar aðgerða hafa Kehlet og félagar sett saman flýtibataferli (fast track) við ristilúrnám sem náði til alls ferilsins frá innlögn til útskriftar. Ferlið hefur sýnt sig flýta fyrir bata, stytt sjúkrahúslegu og fækkað fylgikvillum. Flýtibataferill var innleiddur á skurðlækningadeild 2004 og er tilgangur rannsóknarinnar að kanna hvort hann hafi borið tilskilinn árangur. Efniviður og aðferðir: Farið var afturvirkt í gegnum sjúkraskrár allra sjúklinga sem undirgengust valristilnám á Landspítala á árunum 2002 og 2007. Safnað var saman lýðfræðilegum upplýsingum sem og upplýsingum um greiningu og tegund aðgerðar, gang meðferðar eftir aðgerð og lengd sjúkrahúslegu fyrir (2002) og eftir (2007) innleiðingu ferilsins. Niðurstöður voru bomar saman milli ára. Niðurstöður: Árið 2007 voru sjúklingar heldur eldri en þegar þeir voru teknir til aðgerðar á árinu 2002 auk þess sem aðgerðum vegna krabbameins fjölgaði hlutfallslega. Heildarlegudögum fækkaði úr 10 dögum í 6 milli áranna. Á sama tíma jukust endurinnlagnir úr 6 í 16%. Ályktun: Flýtibataferlið hefur þjónað sínum tilgangi hvað varðar fækkun heildarlegudaga þrátt fyrir að endurinnlögnum hafi fjölgað. 8 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.