Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2009, Blaðsíða 14
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 59 Ályktanir: Ábendingar skurðaðgerða hafa lítið breyst á þeim 18 árum sem rannsóknin náði til. Hins vegar hefur orðið veruleg fjölgun á brjóstholsspeglunaraðgerðum þar sem ertingu og hlutabrottnámi á fleiðru er bætt við fleyskurð. Því er áhyggjuefni að tíðni endurtekins loftbrjósts hefur ekki minnkað, en um er að ræða þekkt vandamál eftir speglunaraðgerðir sem mikilvægt er finna lausn á. E-19 Árangur lungnasmækkunaraðgerða við lungnaþembu á íslandi 1996-2008 Sverrir I. Gunnarsson'■*, Kristinn B. Jóhannsson', Marta Guðjónsdóttir2'', Hans J. Beck2, Björn Magnússon3, Tómas Guðbjartsson''4 'Hjarta- og lungmskurðdeild,2Hjnrtn- og lungnarannsókn Reykjalundi, 3Fjórðungssjúárnhúsið á Neskaupstað, Hæknadeild Háskóla íslands. sverrirguwwrsson@gmait.com Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung-volume reduction surgery) getur bætt lífsgæði og þrek sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Þar sem fylgikvillar eru tíðir hafa þessar aðgerðir þó verið umdeildar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framsæ rannsókn á 16 sjúklingum (meðalaldur 59 ár, 10 karlar) með alvarlega lungnaþembu sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á LSH frá 1996 til 2008.1 gegnum bringubeinsskurð var -20% af efri hluta beggja lungna fjarlægður með heftibyssu. Skráð voru afdrif sjúklinga, fylgikvillar, legutími og öndunarmælingar fyrir og eftir aðgerð. Meðaleftirfylgd var 8 ár. Niðurstöður: Aðgerðartími var 86 mín. (bil 55-135) og miðgildi legutíma 26 dagar (bil 9-85). Allir sjúklingamir lifðu af aðgerðina. Viðvarandi loftleki (n=7) var algengasti fylgikvillinn en 4 þurftu í enduraðgerð, 3 vegna bringubeinsloss og hinir vegna blæðingar, gallblöðrubólgu og rofs á smágirni. Einn sjúkling þurfti að endurlífga í enduraðgerð. FEV, fyrir aðgerð mældist 0,97 L (33% af áætluðu), TLC 7,8 L (132% af áætluðu), RV 4,5 L (205% af áætluðu) og þrek á áreynsluprófi 69 W. Einum mánuði frá aðgerð hafði FEV, aukist um 34% í 1,3 L (p=0.004) en breyting á öðrum gildum var ekki marktæk, m.a. á RV sem lækkaði um 18% í 3,7 L og þol sem aðeins jókst um 3%. í dag (febrúar 2009), em 10 af 16 sjúklingum á lífi og hrá meðallifun 96 mánuðir (bil 9-151). Ályktun: FEV, jókst marktækt eftir aðgerð og allir sjúklingarnir lifðu af aðgerðina. Hins vegar var tíðni alvarlegra fylgikvilla há og legutími langur. Þar sem um lítinn sjúklingahóp er að ræða og viðmiðunarhópur er ekki til staðar verður að túlka niðurstöður varlega. E-20 Árangur lungnabrottnámsaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi Húnbogi Þorsteinsson', Hörður Alfreðsson2, Helgi J. ísaksson3, Steinn Jónsson1'4, Tómas Guðbjartsson1'2 1Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta- og hmgnaskurðdeild, 3Rannsóknarstofu í meinafræði og Hungnadeild, Landspítala hthl4@hi.is Inngangur: Lungnabrottnám er aðgerð til að fjarlægja stór og miðlæg skurðtæk lungnakrabbamein sem ekki er unnt að lækna með blaðnámi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða, ábendingar og fylgikvilla þeirra hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins á íslandi 1988-2007. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru m.a. kannaðar ábendingar aðgerðar, TNM-stig, fylgikvillar, lífshorfur og forspárþættir lífshorfa (Cox fjölbreytugreining). Niðurstöður: Samtals gengust 77 sjúkl. (meðalaldur 62,3 ár, 64% karlar) undir lungnabrottnám, hæ. megin í 44% tilfella. Miðmætisspeglun var gerð í 31% tilfella fyrir lungnabrottnámið. Alls reyndust 41 sjúkl. (54%) á stigi I+II, 27 (38%) á stigi IIIA/ B og 6 á stigi IV. í 17% tilfella sást krabbamein í skurðbrún. Aðgerðartími var að meðaltali 161 mín. og blæðing í aðgerð 1100 ml. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru gáttatif/flökt (21%), lungnabólga (6,5%), fleiðruholssýking (5,2%) og öndunarbilun (5,2%). Miðgildi legutíma var 11 dagar. Þrír sjúklingar (3,9%) létust <30 daga frá aðgerð og voru lífshorfur eftir 1 og 5 ár 62,9% og 19,3%. Aldur, TNM-stig og vefjagerð reyndust sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa. Ályktun: Skammtímaárangur lungnabrottnámsaðgerða er góður hér á landi og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Langtíma lífshorfur eru hins vegar lakari en erlendis og aðeins 1 af 5 sjúkl. á lífi 5 árum frá aðgerð. Skýring á þessu er ekki þekkt en ófullnægjandi stigun fyrir skurðaðgerð gæti haft þýðingu, til dæmis var hluti sjúklinga með útbreiddan sjúkdóm þar sem skurðaðgerð er ekki talin koma að gagni. Ljóst er að bæta má stigun þessara sjúklinga hér á landi, til dæmis með því að fjölga miðmætisspeglunum. E-21 Miðmætisspeglanir á íslandi Þóra Sif Ólafsdóttir', Gunnar Guðmundsson2-4, Jóhannes Björnsson3-4, Tómas Guðbjartsson* 1'4 ’Hjarta- og lungnaskurðdcild, Hungnadeild og 3R.H. meinafræði, Hæknadeild HÍ thorasif&landspitali.is Inngangur: Speglun er kjörrannsókn við sýnatöku úr miðmæti, til dæmis við æxlisstigun. í svæfingu er gerður 2ja cm skurður neðst á hálsi, spegli tengdum Ijósgjafa rennt niður eftir utanverðum barka og sýni tekin úr framverðu miðmæti. Blæðingar eru hættulegasti fylgikvillinn og getur verið erfitt að stöðva. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ábendingar eða árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggð á öllum sjúklingum sem gengust undir miðmætisspeglun á íslandi tímabilið frá 1. janúar 1983 til 31. desember 2007. Listi og upplýsingar um sjúklinga fengust úr aðgerða- og meinafræðiskrá LSH og sjúkraskrám. Tímabilinu var skipt í fimm 5 ára tímabil. Niðurstöður: Alls voru gerðar 236 aðgerðir (61% karlar) og var meðalaldur 59,9 ár (bil 11-89 ár). Aðgerðum fjölgaði úr 16 á fyrsta tímabili í 83 síðasta tímabilið. Helstu ábendingar voru stigun lungnakrabbameins (64%), óþekkt fyrirferð í miðmæti (24%) og grunur um sarklíki (9%). Ábendingar héldust óbreyttar á milli tímabila. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 30 14 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.