Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 31
höfuðverki og þá einkum með mígreni og aðra króníska verki. Þessi verkjadeild var í samvinnu við sérfræðing í klínískri taugalífeðlisfræði, svæfingalækna spítalans, heilaskurðlækna og geðlækna.118 Arið 2002 var opnuð göngudeild taugalækn- ingadeildar og var hún staðsett fyrir framan taugalækningadeild B-2 og á endurkomu slysa- deildar G-3 í Fossvogi. Árið 2003 var tekin í notkun dagdeild taugalækninga á Landspítala í Fossvogi. Dagdeildin var fyrst til húsa í litlu vinnuherbergi á B-2 þar sem taugalækningadeild er staðsett, en flutti árið 2004 í stórt og lítið herbergi fyrir framan taugalækningadeild. Þann 30. nóvember 2005 flutti dagdeildin aftur og hefur síðan var staðsett á deild A-2, beint á móti taugalækningadeild. Þar starfa hjúkrunarfræðingar og eru þar sjúkrarúm fyrir sex sjúklinga sem þurfa á ýmiss konar meðferð að halda. Sjúklingar deildarinnar geta verið með MS- sjúkdóm, MSA (Multiple system atrophy), MND (hreyfitaugahrörnun), Parkinson, CIDP (Chronic Inflammatory Demyelinating Polyneuropathy), MG (Myasthenia gravis) ogeinnigTIA(skammvinn heilablóðþurrð). Verkefni deildarinnar felast einkum í lyfjagjöfum, sprautukennslu, fræðslu fyrir lyfjameðferð, fræðslu um taugasjúkdóma, skipulagningu rannsókna, niðurstöðuviðtölum, mænuholtsástungum, teymisvinnu, leiðsögn og stuðningi fyrir skjólstæðinga deildarinnar og fjölskyldur þeirra.122'123 Endurhæfingardeild Landspítalans hefur frá upphafi stofnunar taugalækningadeildar gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi hennar. Til grundvallar sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun liggja margs konar æfingar og kennsla fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma. Starfsfólk endurhæfingardeildar kom ýmist yfir á taugalækningadeild til að þjálfa sjúklinga og/eða sjúklingar lögðust seinna inn á endurhæfingardeild til frekari þjálfunar. Árið 1970 var yfirlæknir ráðinn á endurhæfingardeild Landspítalans og við þeirri stöðu tók Haukur Þórðarson (1928-2006) sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækningum frá 19623 84 Fjölgar í Taugalæknafélagi íslands Á fyrsta aðalfundi Taugalæknafélags íslands sem haldinn var á Landspítalanum 11. október 1971, ellefu árum eftir stofnun félagsins, gengu þrír taugalæknar í félagið. Eftir það urðu félagsmenn í Taugalæknafélaginu fimm að tölu.25 Einn hinna nýju félaga var John Benedikz MRCP (member of the Royal College of Physicians). John fékk sérfræðileyfi í taugalækningum 1969. Hinir tveir voru Ásgeir B. Ellertsson sem fékk sérfræðiviðurkervningu í taugalækningum 1970 og Sverrir Bergmann sem hafði fengið sérfræðileyfi í taugalækningum 1971.2S'124 John og Sverrir störfuðu báðir á þessum tíma sem sérfræðingar á taugalækningadeild Landspítalans. John var einnig ráðgefandi sérfræðingur í taugasjúkdómum á Landakots- spítala. Ásgeir starfaði sem aðstoðarlæknir við endurhæfingardeild Landspítalans og var jafnframt ráðgefandi sérfræðingur í taugalækn- ingum á Borgarspítalanum.28 Engin breyting varð á stjórn Taugalæknafélags íslands þegar þessir þrír læknar gengu í félagið.1 Könnun á þjónustu fyrir taugasjúklinga Á aðalfundi Taugalæknafélags íslands í október 1971 var ákveðið að skipa nefnd til að kanna þörf á þjónustu fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma. Taugalækningadeild Landspítalans hafði þá verið starfrækt í tæp fjögur ár. Ásgeir, John og Sverrir tóku að sér nefndarstörf til að kanna þörfina á aukinni þjónustu fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma og var Sverrir formaður nefndarinnar.25 Þegar farið var að kanna þörfina kom í ljós að biðtími eftir legurými var frá þremur til fjórum mánuðum. Á biðlista taugalækningadeildar voru að jafnaði 40 til 60 sjúklingar því að helmingur innlagna í hverjum mánuði var vegna bráðrar innlagnar. Aðeins 15 sjúklingar á biðlista komust inn á deildina í hverjum mánuði.25 Skoðanir taugalækna á sjúklingum á öðrum deildum Landspítalans voru að jafnaði 12 sjúklingar á viku eða 600 á ári. Helmingur þessara sjúklinga var með „primer sjúkdóma í taugakerfi" eins og kom fram í greinargerð þremenninganna. Niðurstaða nefndar Taugalæknafélagsins leit dagsins ljós 6. mars 1972 og var hún send lækna- ráði Landspítalans og Borgarspítalans, landlækni, heilbrigðisráðuneytinu, borgarlækni, stjórn Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur. Þar kom fram að sjúkrarúm á taugalækningadeild Landspítalans voru allt of fá, rannsóknaraðstaða fyrir taugalækna ófullnægjandi og skortur var á LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.