Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 60
Læknisfræðin tekur á sig nútímalega mynd6 8 í þekktri bók um sögu læknisfræðinnar skiptir læknirinn og sagnfræðingurinn Erwin Heinz Ackerknecht (1906-1988) þróun hennar frá miðöldum til okkar daga í fjögur tímabil. Það fyrsta náði yfir seinni hluta miðalda, og því gefur Ackerknecht nafnið bókasafnslæknisfræði (Library Medicine). Bókasafnslæknisfræði ein- kenndist af Galenskri fræði, sem numin var af latínubókum. Næsta tímabil nefnir hann sjúkrabeðslæknisfræði (Bedside Medicine). Hún hófst með Thomas Sydenham (1624-1689) í London og Herman Boerhaave (1668-1738) í Leyden í Hollandi. Klínísk kennsla Boerhaaves við sjúkrabeðið varð víðfræg, og til hans sóttu læknar hvaðanæva úr Evrópu. Klínísk skoðun tók þó ekki á sig nútímamynd fyrr en í byrjun 19. aldar eða á því skeiði, sem Ackerknecht kallar spítalalæknisfræði (Hospital Medicine). Spítalalæknisfræðin hófst í París eftir frönsku byltinguna. Sjúkrahús borgarinnar komust þá öll í hendur ríkisins og voru endurskipulögð ásamt læknakennslunni. Ákveðið var að sameina kennslu í innvortis og útvortis lækningum, en á 18. öld höfðu orðið miklar framfarir í handlækningum, og að sama skapi óx vald og virðing handlækna. Þeir voru vanir að skoða sjúklinga sína á „aktífan" hátt, það er með því að handfjalla þá, og komst sú hefð á í sjúkrahúsum Parísarborgar. Einnig var farið að kryfja sjúklinga, sem dóu, og á þann hátt fundust tengsl milli sjúkdómseinkenna (symptoms) og sjúkdómsteikna (signs) annars vegar og líffærabreytinga eða meinsemda hins vegar. Spítalalæknisfræðin í París leiddi til sérhæfingar. Ástæðan var sú, að ákveðið var að byggja upp spítalakerfi, þar sem konur voru aðskildar frá körlum, börn frá fullorðnum, fullorðnir frá gamalmennum og líkamlega sjúkir frá geðsjúkum o.s.frv. Sérhæfing sjúkrahúsanna leiddi til aukinnar sérhæfingar innan læknastéttarinnar, og þar eð þetta reyndist vel í París, tóku aðrir fyrirkomulagið upp um alla Evrópu. Fjórða skeið læknisfræðinnar, samkvæmt flokkun Ackerknechts, ríkir enn. Þetta er rann- sóknarstofulæknisfræðin (Laboratory Medicine). Hún hófst á seinni hluta 19. aldar, þegar vísindaleg aðferð náði að festa sig innan læknisfræðinnar. Læknar fóru að líta á sig sem vísindamenn með sjúkdóma að viðfangsefni. En hættan varð sú, að Thomas Willis. sjúklingurinn, sem hafði verið meginviðfangsefni lækna fram að þessu, félli í skugga sjúkdómsins í fleiri en einni merkingu þeirra orða. Taugafræðin - Frá heilahólfum til heilavefs9 Nútímavísindi eru sögð hefjast í byrjun 16. aldar, þegar Kópernikus (1473-1543) setti fram hugmyndina, um að jörðin væri ekki miðja alheimsins heldur að hún og reikistjörnurnar snerust um sólina.10 Þessi kenning hafði ekki aðeins áhrif á stjörnuvísindi heldur einnig á sjálfsímynd mannsins. Maðurinn missti stöðu sína sem miðdepill alheimsins umlukinn átta kristalhvelum, og eftir siðaskiptin varð Róm ekki lengur miðstöð trúarinnar. Ymsir hornsteinar Galenskrar læknisfræði voru alvarlega vefengdir í bók Andreas Vesalius (1514-1564) um mannsverkið,11 og brestir komu enn betur fram, þegar William Harvey (1578-1657) sýndi fram á hringrás blóðsins.12 I Grikklandi hinu foma var heilinn talinn kirtill, sem framleiddi slím, einn af vessunum fjórum. Annað hlutverk heilans var að kæla blóðið. Hippokrates (460-370 f. Kr.) gerði sér samt grein fyrir mikilvægi heilans í flogaveiki, og Galen (129-200 e. Kr.) áttaði sig á því, að skaði á heilahveli gat leitt til lömunar á gagnstæðum líkamshelmingi. Á miðöldum varð sú kenning ríkjandi, að í heilahólfunum byggju vitrænir og tilfinningalegir eiginleikar hugans. Heilavefurinn sjálfur skipti litlu máli.13 Þessi kenning fór að dala á 16. og 17. öld við framfarir í líffærafræði. Einn helsti höfundur nýrra hugmynda var enski læknirinn Thomas Willis (1621-1675). Hann gerði margvíslegar uppgötvanir í taugalíffærafræði, hafnaði heila- 60 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.