Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 61
Raförvun varð vinsæl læknismeðferð á 18. öld. hólfakenningurmi og taldi, að hugrænir eiginleikar tengdust hvítfyllu og gráfyllu heilans. Willis varð fyrstur til að nota orðið „neurologia" og er oft sagður faðir taugafræðinnar.14 Taugalíffærafræði og taugalífeðlisfræði — Rafmögnun líffæranna15 Um aldamótin 1800 voru líffærafræðilegar hug- myndir manna um taugakerfið að taka á sig núverandi mynd. Franz Joseph Gall (1758-1828) í París áttaði sig á mikilvægi heilabarkarins. Hann taldi, að svæði heilabarkarins byggju yfir ólíkum eiginleikum. Kenningin fékk stuðning við uppgötvun Paul Brocas (1824-1880). Broca sýndi á fundi Société d'Anthropologie í París 1861 heila sjúklings, sem hafði misst málið. Heilaskemmdin var í aftari hluta gyrus frontalis inferior (neðri ennisfellingu) vinstra megin, svæði, sem síðan hefur verið nefnt Brocasvæðið. Karl Wernicke (1848-1904) lýsti öðru málsvæði í aftari hluta gyrus temporalis superior (efri gagnaugafellingu) vinstra megin, hinu svokallaða Wernickesvæði. Ásamt kollegum sínum Hugo Karl Liepmann (1863-1925) og Ludwig Lichtheim (1845-1928) setti hann fram kenninguna um „Leitungsstörungen", sem Norman Geschwind (1926-1984) í Boston útfærði frekar og kallaði „dysconnection syndromes". Árið 1870 lýstu Theodor Fritsch (1838- 1927) og Eduard Hitzig (1838-1907) í Berlín, hvemig raförvun á vissum svæðum hundsheila framkallaði vöðvakippi í gagnstæðri hlið líkamans. Þessi uppgötvun var staðfest í Englandi með rannsóknum Skotans David Ferriers (1843-1928). Niðurstöðurnar komu einnig heim við hugmyndir samstarfsmanns hans, enska taugalæknisins Hughlings Jacksons (1835-1911), en Jackson athugaði klínískt útbreiðslu staðfloga hjá flogasjúklingum. Raffræði tengist taugalífeðlisfræði og tauga- læknisfræði náið. Raffræðin er sögð hefjast með rannsóknum enska læknisins William Gilberts (1544-1603). Þær birtust í bók hans um segulinn, De Magnete (1600). Á 17. og 18. öld voru smíðuð tæki, sem hlóðu upp rafmagni, og þeim var beitt í lækningaskyni. Straumi var hleypt á vöðva, taugar og heilann sjálfan. Áhrif rafmagns á taugar og vöðva voru augljós, og um 1822 notaði Frakkinn Franqois Magendie (1783-1855) í París rafertingu til að sýna, að kviðlæg rót mænutauga er hreyfirót, en sú baklæga skynrót. Skotinn Charles Bell (1774-1842) í London lýsti þessu um svipað leyti, og er þessi mikilvægi eiginleiki mænuróta kallaður Bell-Magendie lögmálið.16 Erfiðara gekk að sýna fram á, að eðlileg starfsemi tauga og vöðva tengdist rafbreytingum. Árið 1849 tókst Emil du Bois-Reymond (1818- 1896) að skrá rafbreytingar samfara vöðva- og taugavirkni. Ári seinna tókst Hermanni von Helmholtz (1821-1884) að mæla leiðsluhraða boða í frosktaug. Mældist hraðinn 30 m/s. Tveir nemendur du Bois-Reymonds, þeir Ludimar Hermann (1838-1914) og Julius Bernstein (1839- 1917), uppgötvuðu síðar, að rafbreytingar í örvaðri taug berast eftir tauginni með sama hraða og taugaboðin. Niðurstaðan varð sú, að taugaboð væru rafboð. Richard Caton (1842-1926) mældi rafbreytingar frá heila kanína og apa um 1875, og 1924 lýsti Hans Berger (1873-1941) rafbreytingum í mannsheilanum. Fritsch, Hitzig, du Bois-Reymond og Helmholtz voru lærisveinar Johannes Múllers (1801-1858), sem kallast gjarnan upphafsmaður tilraunalífeðlisfræðinnar. Múller starfaði í Berlín, og 1826 setti hann fram kenn- inguna um sértæka taugaorku (Die Lehre von einer Spezifischen Nervenenergie). Samkvæmt kenningunni einkennast taugar og taugabrautir af ólíkri taugaorku. Taugaorkan er sértæk fyrir þá skynjun, sem örvun taugarinnar eða brautarinnar framkallar. Skiptir engu máli á hvern hátt taugin eða brautin er örvuð, sama sértæka orkan og sömu skynhrifin leysast úr læðingi. Helmholtz á að hafa sagt, að mikilvægi þessarar kenningar væri á við kenninguna um viðhald orkunnar.17 Nú vitum við, að kenning Múllers er ekki rétt. Samskonar LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.