Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 74
C ^o/tifur CÍ ' tn.ttruif. Frederiks Hospital í Kaupmannahöfn. keypti Kaupmannahafnarborg Ladegárden af hernum, og fluttust þá allir 400 vistmenn Sankt Hans Hospital þangað. I umsátri Englendinga um Kaupmannahöfn árið 1807 varð að rýma Ladegárden, og eftir það var reist sjúkrahús við Bistrup nálægt Hróarskeldu fyrir sjúklinga Sankt Hans Hospitals. Sankt Hans Hospital í Hróarskeldu var opnaður árið 1816 og varð geðsjúkrahús Kaupmarvnahafnar.45 Ladegárden stóð ónotaður næstu árin, en 1833 var þar sett á stofn sjúkra- og vinnuhæli. Þangað var safnað saman 700 manns, aðallega bjargarlausu fólki, en einnig fyrrverandi tugthúslimum og þeim haldið að vinnu. Á Letigarðinum dvaldi Sölvi Helgason (1820-1895) veturinn 1857-1858, eftir að hafa afplánað fangelsisvist í tukthúsinu í Kristjánshöfn.46 Fyrsta almenna sjúkrahúsið í Danmörku, sem ekki var jafnframt fátæklingaheimili, var Frederiks Hospital. Það var á milli Bredgade og Amaliegade og var opnað sjúklingum árið 1757. Þetta var 300 rúma sjúkrahús ætlað fátæklingum. Vistmenn á Almindeligt Hospital. Þar mátti enginn leggjast inn með ólæknandi sjúkdóma, kynsjúkdóma, bólusótt, holdsveiki, kláðasótt eða geðveiki. Frederiks Hospital var lagður niður þegar Rigshospitalet tók til starfa árið 1910 á Blegdamsfælled. Árið 1769 var Almindeligt Hospital tekinn í notkun. Þessi spítali var reistur á milli Amaliegade nr. 26 og Ny Toldbodgade, á móts við Frederiks Hospital. Spítalinn var í upphafi einkum visthæli fyrir þurfalinga, og þangað var flutt fólk, sem áður hafði búið á yfirfullum minni þurfalingastofnunum vítt og breitt um borgina. Þegar Kommunehospitalet var opnaður árið 1863, fluttist mest af almennri spítalastarfsemi Almindeligt Hospital þangað. Árið 1892 voru gömlu byggingar Almindeligt Hospital tæmdar, en vistmenn höfðu þá verið fluttir til Skt. Johannesstiftelse í Ryesgade, sem kallaðist einnig Almindelig Hospital. Þarna voru saman komnir margir krónískir sjúklingar með tauga- og bæklunarsjúkdóma, og eirtnig var þar eitthvað um geðveika sjúklinga. Vistmenn Letigarðsins voru hins vegar sendir á vinnuhælið Sundholm úti á Amager, sem tók til starfa 1908. Kommunehospitalet var stórt sjúkrahús með 844 rúmum.47 Þar voru í upphafi 20 „cellur" ætlaðar bráðveikum geðsjúklingum, sem síðan voru sendir yfir á Sankti Hans. Með tímanum varð þarna fyrsta geðdeild á almennu sjúkrahúsi í Danmörku. Deildin kallaðist lengi „Sjette afdeling", og þar varð einnig til fyrsta taugadeildin í Danmörku. Fyrsti yfirlæknir geðdeildarinnar, frá 1875-1887, var Carl Georg Gædeken (1832-1900), en hann var einnig prófessor í heilbrigðis- og réttarlæknisfræði. Eftirmaður hans var Knud Pontoppidan (1853-1916). Hann endurbætti deildina mikið og byggði upp taugadeildina. 74 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.