Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 75
Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn 1863. Pontoppidan var skipaður dósent í geðlækningum 1892, og var það fyrsta akademíska staðan í þeirri grein í Danmörku. Hann hætti 1898, vann á geðveikrahæli í þrjú ár eftir það, en var þá skipaður prófessor í réttarlæknisfræði. Eftirmaður Pontoppidans var Alexander Friedenreich (1849- 1932). Hann tók einnig við dósentsstöðunni og varð síðan prófessor í geðlæknisfræði frá 1916 til 1919, þegar August Wimmer (1872-1937) tók við. Wimmer flutti 1933 yfir á nýja geðdeild á Rigshospitalet. Þeir Pontoppidan, Friedenreich og Wimmer voru geðlæknar, en þeir höfðu numið taugalæknisfræði í námsferðum til Parísar, London og Berlínar og voru allir vel að sér í taugalækningum. Þeir litu á sig sem tauga- og geðlækna og skrifuðu greinar og kennslubækur á því sviði. Pontoppidan viðurkenndi þó, að í raun ættu þetta að vera tvær aðskildar sérgreinar.48 Knud Haraldsen Krabbe (1885-1961) var sonur Harald Krabbes (1831-1917), læknis og prófessors við dýralæknaskólann í Kaupmannahöfn, og konu hans Kristínar Jónsdóttur (1841-1910) Guðmundssonar (1807-1885), ritstjóra Þjóðólfs og alþingismanns Skaftfellinga. Kristín var systir Þorvalds Jónssonar (1837-1916), héraðslæknis á ísafirði.49 Harald kom til íslands 1863 og rannsakaði sullaveiki og kynntist þá konuefni sínu, Kristínu. Þau áttu sex börn, og það yngsta var sonurinn Knud, sem talaði ávallt við móður sína á íslensku, þegar hann var barn. Hann lærði læknisfræði, fékk áhuga á tauga- og geðlæknisfræði og ákvað að gerast taugalæknir. Fljótlega eftir læknapróf 1909 fór hann í námsferð til London og dvaldi í hálft ár á National Hospital. Þaðan fór hann til Parísar og var þrjá mánuði hjá Pierre Marie á Bicétre. Knud lýsir dvölinni á Queen Square sem einum ánægjulegasta tíma ævi sinnar. Þar gekk hann vikulega stofugang Knud Haraldsen V'8g° Christiansen. Krabbe. með Gowers, og hann sá Hughlings Jackson bregða fyrir. 1 París hóf hann að rannsaka corpus pineale (köngul), hélt áfram þeim rannsóknum í Kaupmannahöfn, og byggðist doktorsritgerð hans 1915 á þessum athugunum. Eftir heimkomuna var hann eitt ár á Sankti Hans, en frá 1911 til 1914 var hann kandídat og aðstoðarlæknir á Kommunehospitalet og Rigshospitalet. Knud sérhæfði sig í taugalæknisfræði. Árið 1913 hóf hann stofurekstur í sérgreininni. Frá 1915 til 1921 var hann aðstoðarlæknir á Skt. Johannesstiftelse/ Almindelig Hospital, en 1922 réðst hann aftur á „Sjette afdeling" á Kommunehospitalet. Þar var hann aðstoðarlæknir fyrstu fimm árin, en næstu fimm ár var hann deildarlæknir á taugahluta deildarinnar. Árið 1933, þegar Wimmer flutti á Rigshospitalet, var deildinni skipt í geðdeild og sjálfstæða taugadeild, og varð Krabbe þá yfirlæknir taugadeildarinnar. Hann var yfirlæknir deildarinnar í 22 ár, eða þar til hann fór á eftirlaun sjötugur að aldri. Ásamt því að vera taugalæknir á Kommunehospitalet var Krabbe virkur rannsakandi. Hann fór reglulega til Lundar, en þar stundaði hann samanburðarrannsóknir á morphogenesis heila hryggdýra hjá vini sínum Ivar Broman (1868-1946), prófessor í anatómíu. Knud samdi nokkrar bækur um þessar rannsóknir og skrifaði einnig kennslubók í taugalæknisfræði. Hann var einn af stofnendum Acta neurologica et psychiatrica árið 1926 og fyrsti ritstjóri þess. Eftir honum er Krabbe sjúkdómurinn nefndur, en það er heilahrörnunarsjúkdómur í börnum. Árið 1948 var Knud Krabbe boðið til fyrirlestrahalds við Háskóla íslands. Segir hann boðið hafa verið að þakka gömlum vini, Jóhanni Sæmundssyni (1905-1955), sem hafði verið hjá honum á Kommunehospitalet í taugalæknisfræði. Þetta sama ár, 1948, varð Jóhann prófessor í LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.