Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 31.05.2007, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 20074 Staður til að seðja hugann jafnt og magann Helga Vala Helgadóttir, bæjarstjórafrú og lögfræði- nemi í Bolungarvík, hefur tek- ið að sér rekstur nýs veitinga- húss í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði. Í húsinu sem nú er verið að ljúka við að gera upp verður 100 sæta veitingasalur auk leiksals. Edinborgarhúsið var byggt árið 1907 og er eitt stær- sta timburgrindarhús sem byggt hefur verið á Íslandi. Unnið hefur verið að því und- anfarin ár að gera Edinborgar- húsið upp. Það var teiknað af Rögnvaldi Á. Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Fjölbreytt starfsemi hefur farið fram í Edinborgarhúsinu í gegnum tíðina m.a. saltfisk- verkun og rækjuvinnsla. Í rúman áratug hafa ýmis fé- lagasamtök unnið að upp- byggingu þess sem menning- armiðstöðvar og hefur þar far- ið fram blómleg starfsemi síð- ustu ár. Má þá nefna að þar er til húsa Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar auk þess sem Litli leikklúbburinn hefur þar að- setur. Að auki hefur þar farið fram fjöldi menningarvið- burða enda er Edinborgar- húsið eitt þriggja menningar- húsa á Vestfjörðum sam- kvæmt samningi mennta- málaráðuneytisins og Ísa- fjarðarbæjar. Veitingahúsið verður opnað á sjómannadag og af því tilefni sló Bæjarins besta á þráðinn hjá Helgu Völu til að forvitn- ast um það hvað væri í vænd- um á hinum nýja stað. „Þetta verður ekki búlla, við ætlum að hafa þetta fallegt hús sem gott er að koma inn í þar sem boðið verður upp á skemmtilega létta rétti, uppá- komur og veislur. Það verður einnig möguleiki á að panta sal undir veislur með veiting- um frá okkur. Við erum opin fyrir öllu. Þetta verður kaffihús og veitingahús í bland. Það verð- ur opið frá í kringum 11 á morgnana og fram yfir mið- nætti. Við ætlum að gera út á gott kaffi, ekki Bragakaffi, og spennandi exótíska rétti. Við erum að stíla inn á að þetta verði svolítið fullorðins, sem sagt fyrir fullorðið fólk sem vill dekra við sig. Staður þar sem maður getur horfst í augu við elskuna sína, notið þess að vera á trúnó með vinkonum sínum og líka haldið upp á afmælið sitt. Þetta verður ekki endilega kaffihús í venjuleg- um skilningi. Ég veit ekki alveg hvað væri rétta orðið yfir það, en þetta verður svona staður þar sem maður getur satt hugann sem og magann.“ Vel heppnað menningarhús – Þrátt fyrir að vera með elstu húsunum á Ísafirði verður að finna ýmis þægindi nútímans í Edinborgarhúsinu. „Það verður heitur reitur á staðnum og því geta gestir komið með fartölvurnar sínar og vafrað um á netinu á meðan það fær sér gott kaffi. Einnig verður þarna að finna nýjustu blöðin.“ – Nú eru þið staðsett í húsi með mikla sögu sem telst af mörgum vera eitt fallegasta húsi Ísafjarðar. „Já þetta er eitt fallegasta húsið í bænum, það er alveg rétt. Og það verður enn fallegra með hverjum deginum nú þegar úrbótunum er að ljúka. Ég hef heimsótt mörg hús af svipuðu tagi úti í heimi og Edinborgarhúsið minnir mig á afar vel heppnaða endur- byggingu sem er á Norður- bryggju, gríðarstórt pakkhús sem nú er kúltúrhús í Kaup- mannahöfn. Dásamlega fagurt hús sem svipar til Edinborg- arhússins, það hefur sömu bjálkana og hér er að finna. Mér finnst vel staðið að end- urbyggingunni í Edinborginni og allt er vel ígrundað. Til að mynda hefur verið hugað að hljóðeinangruninni og mörgu öðru sem þarf að hugsa um þegar verið er að byggja hús sem á að rúma leiksýningar og veitingahús undir einu þaki.“ Bjartsýn á sumarið Nú er stórt ferðamannasum- ar framundan, eru þið að stíla inn á það með opnun hússins? „Já við gerum það. Við erum mjög bjartsýn á sumarið. En við stólum líka á Vestfirð- ingana sem vilja standa upp frá hverdeginum og læðast út. Auðvitað verða ferðamenn- Unnið að lokafrágangi í Edinborgarhúsinu. irnir hérna líka. Það eru margir fínir staðir á Ísafirði, en þetta verður pínu- lítið öðruvísi staður og skem- mtileg viðbót við flóruna hérna. Við erum opin fyrir þeim möguleika að hafa lifandi tónlistarflutning á staðnum þegar ekki er eitthvað um að vera í sölunum. Einnig væri gaman að vera með myndlist- arsýningar og bara alls konar viðburði. Við erum því að leita að dúndrandi talentum í söng og leik til að koma og stíga á stokk hjá okkur“, segir Helga Vala og er blaðamaður kveður hana snýr hún sér aftur að því að undirbúa nýja veitingahús- ið. Helga Vala Helgadóttir fyrir fram Edinborgarhúsið. Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán T. Sigurðsson í síma 660 2665 og Þorleifur Einarsson í síma 660 2510. Umsóknir berist til starfsmannaþjónustu Vífilfells, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík eða rafrænt á stefant@vifilfell.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vífilfell auglýsir eftir svæðisstjóra á Vestfjörðum Vífilfell hf., er framsækið fyrirtæki á drykkjarvörumarkaði. Vífilfell hefur sterka stöðu á mörkuðum fyrir gosdrykki-, vatn, bjór- og safa, auk þess sem það hefur haslað sér völl á vínmarkaði. Vífilfell er rótgróið og traust fyrirtæki með metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn. Svæðis- stjóri á Vestfjörðum er mikilvægur hluti af öflugri liðsheild okkar. Starf svæðisstjóra á Vestfjörðum felst aðallega í sölu og þjónustu við viðskiptavini Vífilfells á svæðinu. Við leitum að einstaklingi sem á gott með að vinna sjálfstætt, getur unnið með fólki og hefur mikla þjónustulund. Viðkomandi þarf að hafa metnað, frumkvæði og vilja til að takast á við krefjandi starf.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.