Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 200710 „En nú eru blikur á lofti. Það er varla hægt að gera út eins og staðan er í dag. Kvótinn dreginn saman og verið að gera þetta þannig að enginn getur unnið við þetta. Sjávarútvegur í plássunum á Vestfjörðum er í hættu og gæti hreint út sagt lagst af.“ Engin kúnst að herða fisk keypti hjall sem stendur hér út á Eyrarhlíðinni af Sigurði Guðmundssyni frá Árbakka í Hnífsdal. Þetta var í mýflugu- mynd til að byrja með en svo þróast þetta út í að vera full vinna.“ –Finnbogi segir að það ekki vera flókið að herða fisk, og er ekki lengi að svara þegar hann er spurður hver sé listin við að herða góðan fisk. „Númer eitt er að flaka hann! Svo að pækla hann og koma flökunum á rána. Þetta er orðið miklu einfaldara í seinni tíð, eftir að við gátum fryst flökin. Við getum beðið eftir hag- stæðara veðurfari meðan fisk- urinn hangir á ránum í frysti- gámum og það er allt annað líf. Það er hægt að geyma fisk- inn í tvo til þrjá mánuði í frysti en það er aðallega stóri fisk- urinn sem við frystum, smærri fisk hengjum við upp þó að skilyrði séu ekki eins og best verður á kosið. Pæklunin er mjög mikilvæg og það er bara vatn og salt. Annars tókum við þátt í tilraun með Háskól- anum á Akureyri þar sem var verið að prófa mismunandi pækla. Það voru allir sammála að sá sem var með bæði salt og sykur væri bestur. Í gamla daga var bara notaður sjór og við reynum að stilla inn á að það sé svipað saltmagn og er í sjónum. Það er bannað að dýfa flökunum í sjó, hann á víst að vera mengaður.“ –Finnbogi hlær þegar sagt er að hans fiskur sé með þeim betri á landinu, ef ekki sá allra besti. „Það má lengi deila um það. En því er ekki að neita að þetta hefur gengið ágætlega hjá mér og verið nokkuð vinsælt. Selst vel og þarf lítið að auglýsa. Hann virðist auglýsa sig sjálf- ur. Eftirspurnin hefur heldur verið að aukast en hitt. Ég held að það sé út af því að hjá okkur er þurrkað í hjalli, en hjallþurrkun hefur minnkað síðustu ár. Sumir kúnnar vilja ekkert nema hjallþurrkaðan fisk. Þróunin hefur verið sú að verkendur hafa verið að snúa sér að inniþurrkun. Það er ekki eins góður fiskur að mínu mati, en þarna ráða pen- ingarnir för. Það tekur ekki nema viku að þurrka inni en mánuð í hjalli. Inniþurrkaður fiskur getur verið mjög fínn en stundum er varla hægt að kalla þetta söluvöru. Þurrk- klefarnir eru orðnir miklu betri en þeir voru. Þegar menn voru að byrja á þessu var blásari við feðgarnir Sómabát sem hét Norðurljós. Seinna keyptum við annað Norðurljós sem við eigum í dag. En nú eru blikur á lofti. Það er varla hægt að gera út eins og staðan er í dag. Kvótinn dreginn saman og verið að gera þetta þannig að enginn getur unnið við þetta. Sjávarútvegur í plássunum á Vestfjörðum er í hættu og gæti hreint út sagt lagst af. Það er nóg af fiski en það má ekki veiða hann. Fræðimennskan er orðin ríkjandi og þessir menn á Hafró reikna og reikna og reikna, þangað til þeir eru búnir að reikna sig vitlausa. Á síðustu vertíð var þvílíkt fis- kerí að menn muna ekki annað eins. Sérfræðingarnir á Hafró eru með sitt togararall, en þeir eru líka með netarall. Í neta- rallinu bunkuðust netin svo að þeir supu hveljur yfir því hve mikil ódæmi voru af fiski. Að sjálfsögðu lokuðu þeir þessar niðurstöður niður í skúffu og það mátti ekki nota þessar tölur því þær stönguð- ust á við þeirra tölur. Útgerð eins og okkar stendur frammi fyrir því að ef skorið verður niður þá er líklegt að við verð- um að selja. Þetta er ekki nóg til að halda úti heilsársvinnu. Það gengur ekki að leika sér við þetta tvo mánuði á ári, þá er betra að selja og gera eitt- hvað annað.“ Ekki flókið að herða fisk –Harðfiskur frá Finnboga er fyrir löngu orðinn frægur um allt land fyrir gæði. Finn- bogi sendir harðfisk út um landið þvert og endilangt og menn segja hann slá öllum öðrum harðfiski við. Blaða- maður sagði eitt sinn við harð- fiskverkanda fyrir vestan að hans fiskur væri ekki eins góð- ur og fiskurinn hans Boga. „Mikið rétt“, svaraði hann, „en það er ekkert að marka. Natnin í Boga er svo mikil að hann klappar hverju flaki í bak og fyrir. Það eina sem vantar er að hann gefi þeim nöfn.“ Finnbogi segir þetta ekki vera rétt en tekur undir að talverða natni þurfi til að verka góðan harðfisk. Það liggur beinast við að spyrja hvenær hann byrjaði að herða fisk? „Ætli það hafi ekki verið upp úr 1980. Ég var enn á sjó en var eitthvað að myndast við að herða fisk, meira af áhuga en einhverri alvöru. Ég sú að flestar helgar var fólk í botnlausri vinnu og enginn tími fyrir böll. Það barst svo mikill fiskur á land að það þurfti að vinna myrkranna á milli svo hráefnið skemmdist ekki. Þó gerðist það endrum og eins.“ – Þó að Finnbogi og fjöl- skylda hafi verið flutt frá Bol- ungavík, var farið á hverju ári á Strandir. Bæði að vinna reka- við og annað sem rak á fjörur. „Við fórum mikið norður. Rekinn var sagaður niður í girðingastaura og fleira. Við hirtum líka netakúlur og belgi. Það voru talsverð verðmæti í þessu á þeim tíma.“ – Árið 1965 flutti Finnbogi til Reykjavíkur og fór að vinna á trésmíðaverkstæði. Hann var ekki ókunnur því að vera fyrir sunnan, en hann hafði verið þar nokkrar vertíðar. Stranda- manninum Finnboga leið vel í Reykjavík. Þremur árum síð- ar flytur Finnbogi aftur vestur og sest þá að á Ísafirði Að reikna sig vitlausan „Þegar ég flyt á Ísafjörð er ég byrjaður að búa með kon- unni minni, Elísabetu Gunn- laugsdóttur. Ég kom aftur til að vinna í pípulögnum með frænda mínum, Kristjáni Reim- arssyni. Fljótt fer þó sjórinn að kalla á mig. Í kringum 1970 kaupi ég Bryndísina og fer í útgerð. Síðan hef ég verið á eigin vegum, í útgerð og öðru basli. Bryndísin var ein af þessum svokölluðum dísum sem voru smíðaðar hér á Ísa- firði, alls fimm talsins. Hönn- uður og skipasmiður dísanna var Bárður G. Tómasson. Við vorum á handfærum á sumrin og innfjarðarækju á veturna. Það var verið að byrja með rafmagnsrúllurnar á þessum tíma. En það var fínt að vera á rækjunni, mjög þægilegur veiðiskapur. Allt innanfjarða og gott við að eiga. Þetta gekk ágætlega, alla vega lifði maður á þessu. Við látum smíða fyrir okkur bát árið 1979, ágætis stálbát sem við vorum með í rekstri í nokkur ár, eða þangað til við seljum Niðursuðuverk- miðjunni útgerðina. Skömmu síðar keypti ég gamlan bát sem hét Jóhanna. Það var ekki meiningin að fara í útgerð heldur átti hún meira að vera leiktæki til að komast skamm- laust yfir Djúpið. Strákarnir mínir fara svo að skaka eitt- hvað á henni og 1992 kaupum Í Bolungavík var tvíbýli föð- ur Finnboga, Jónasar og Reim- ars bróður hans. Ekki var búið stórt, eitthvað af fé og nokkrar kýr. Reki, dúnn og selveiði voru mikil búdrýgindi. „Ég var nú ekki nema níu ára þegar við fluttum úr Bol- ungavík til Bolungarvíkur. Man ekki mikið þaðan en það var fínt að alast upp Ströndum. En þarna, eins og víða annars staðar á Ströndum varð erfitt um vik þegar unga fólkið vildi ekki lengur búa við þessar aðstæður og þá fluttum við. Það voru vissulega viðbrigði að flytja í þorp en ég aðlagað- ist nú fljótt, enda barnungur að aldri. Ég fór í skóla í fyrsta skiptið á ævinni. Áður var far- kennsla á Ströndum en ég gekk aldrei þann menntaveg. Við fluttum árið 1949 og það var mikið harðindaár. Hafís við landið og almenn harðindi langt fram eftir vori. Það eru sellátur í skerjunum á víkinni. Í Bolungavík veiddum við 18 til 20 kópa á ári og seldum skinnin. Þeir voru einungis veiddir í net og það þótti alveg skelfilegt að drepa urtu. Það er ekkert vit í því að drepa mjólkurkúna, ef svo mætti segja. Sem dæmi má nefna að það var stranglega bannað að skjóta nálægt skerjunum þar sem látrin eru, karlarnir urðu alveg vitlausir ef einhver var með byssu þar. Svo var dúnn- inn mjög verðmætur og við héldum áfram að nýta þessi hlunnindi eftir að við fluttum í burtu. En nú er svo komið að reki er ekki svipur hjá sjón. Tófan er orðin ansi aðgangs- hörð í varpinu, svo ekki sé meira sagt. Árið 1995 var hætt að skjóta tófu og mink á Horn- ströndum og dýrin friðuð þar og fékk Páll Hersteinsson að leika sér þar með einhverjar rannsóknir. Síðan hefur allt verið í hers höndum. Áður grisjuðum við þetta eitthvað og reyndum að halda tófu og minki í skefjum en núna fær æðarfuglinn engan frið fyrir varginum. Selveiði lagðist af fyrir nokkrum árum. Því var sjálfhætt, engin verð fengust fyrir skinnin. Áður fyrr var tals- vert upp úr skinnunum að hafa.“ Braggalíf í Keflavík „Þegar við komum til Bol- ungarvíkur var þessi mikli uppgangur sem síðar varð, ekki byrjaður. Atvinna var gloppótt en samt ágætt að gera. Menn reyndu að bjarga sér. Keyptu báta og réru. Einar Guðfinnsson var með sína verkun og útgerð, en ekki í eins stórum mæli og síðar varð. Nú, að lokinni skóla- göngu fór ég bara í hefð- bundna vinnu í sjávarplássi. Var á skaki á sumrin og vann í frystihúsinu eða við annað tilfallandi á veturna. Fljótlega fór ég að fara á vertíðar og var mest í Keflavík. Það var fínt líf. Nóg að gera og menn máttu fiska eins og þeir vildu. Eng- inn kvóti að halda aftur af útgerðunum. Fyrst og fremst voru þarna netabátar en fyrst á vertíðinni var róið með línu. Við bjuggum í bröggum, hver þeirra með sex kojur og það var ekkert að því. Fólk alls- staðar af landinu sótti þessar vertíðar. Margir halda að þarna hafi verið stundað eitt- hvað gjálífi en staðreyndin er Í beitningaskúrunum á höfninni á Ísafirði er til húsa ein af þekktari fiskverkunum Ísafjarðar. Ekki er hún þekkt vegna stærðar sinnar eða fyrir að vera umsvifamikil í kvótakaupum. Nei, því í Fiskverkun Finnboga Jónassonar starfar einungis einn maður, Finnbogi sjálfur. Það eru gæði harðfisksins sem gera Fiskverkun Finnboga að þekktu vörumerki. Og fyrir karlana á Ísafirði er skúrinn einnig fastur punktur í tilverunni þar sem komið er saman og málin rædd. Það kom heldur betur í ljós þegar und- irritaður tók þetta viðtal. „Ekkert mál vinur minn, komdu bara á morgun. Helst um sjöleytið svo við fáum frið áður en höfðingjarnir mæta“, sagði Finn- bogi þegar falast var eftir honum í viðtal. Allt kom fyrir ekki, viðtalið dróst á langinn og fljótlega fóru karlarnir að birtast og lá mönnum mismikið á hjarta. Finnbogi er fæddur Bolungavík og alinn upp í Bolungarvík. Þ.e. í Bolungavík á Ströndum og Bolungarvík við Djúp. Til aðgreiningar má benda á að ekkert „r“ er í nafni víkurinnar á Ströndum. öðru megin en hinum megin var bara logn og þá vildi koma ýldubragð af honum. Núna eru þeir orðnir tölvustýrðir og hægt að stýra hita og raka.“ Himnafaðirinn sér um þurrkunina –Finnbogi er ekki á því að elta nýjustu tækni og hefja inniþurrkun. Nei, hann vill heldur halda sig við gamlar aðferðir og segir þær hafa gefist vel. „Ég er nú orðinn gamall maður og fer ekki að standa í því. Minn fiskur selst ágætlega og alveg ástæðulaust að breyta því sem gott er. Svo er nú orkan dýr og klefarnir þurfa talsverða orku. Í hjallþurrk- uninni þarf ég bara að leggja inn pöntun hjá himnaföðurn- um og hann sér um þetta og tekur ekkert fyrir. Veðurfar er lykilatriði í verkun harðfisks. Ef það er logn þá er basl í hjallinum. Ég er með hjall út á hlíðinni og í Arnardalnum. Það er best að vera í Arnar- dalnum og þar eru fáir logn- dagar. Þó það sé logn þá er súgur í gegnum hjallinn. Eina vandamálið í Arnardalnum er þokan. Þá vill blotna í fiskin- um. Það gerir minna til þó það rigni því droparnir ná bara í ystu rárnar en þokan og rak- inn sem fylgir henni smýgur um allt.“ – Guðrún Anna, dóttir Finn- boga,vann rannsókn sem gekk út á að athuga hvort og þá hvað gerir harðfisk hollan. Finnbogi er með skýrsluna í skúrnum niður á höfn, en það eru ekki ný sannindi fyrir hann að harðfiskur sé hollur. „Það eru fáir dagar á ári sem ég er veikur. Kannski einn til tveir dagar. Þetta þakka ég harðfiskinum, sem ég borða mikið af, og þorskalýsinu. Enda er bæði harðfiskurinn og lýsið uppfullt af næring- arefnum og menn þurfa í raun ekki að borða neitt annað. Og þá er mjög gott að hafa smjör- klípu með. Við eigum ekki að borða neitt annað en fisk, kjöt, mjólkurvörur og kartöflur. Það þarf ekkert að vera með meira föndur við þetta. Ef maður heldur sig við þennan mat þá á maður að vera í lagi.“ –Koma útlendir ferðamenn í skúrinn? „Það er nú ekki oft. Stund- um koma þeir við til að skoða en sjaldan sem aldrei til að kaupa fisk. Kannski ekkert skrýtið, þetta fólk þekkir ekki

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.