Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 200716 Harðverjar í unglingalandsliðið Tveir liðsmenn glímudeildar Ksf. Harðar á Ísafirði hafa verið valdir í unglinga- landslið Íslands í glímu. Það eru þeir Brynjólfur Örn Rúnarsson og Magni Þór Annýjarson sem fara við þriðja mann til að taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga í Belt-Wrestling, sem fram fer í Addis Ababa í Eþópíu í september. Á sama tíma fer einnig fram fyrsta heimsmeistaramót unglinga í afrískum fang- brögðum. Þeir Brynjólfur og Magni hafa báðir æft glímu með Herði í um tvö ár og verma 16. og 17. sæti styrkleikalista Glímusambands Íslands. Sumarlestur fyrir börn Sumarlestur er hafinn á Bókasafninu á Ísafirði, en hann er einkum ætlaður börnum á aldrinum 8-12 ára. Markmiðið er að efla lestur barna yfir sumarmánuðina og viðhalda lestrarkunnáttunni. Börnin skrá sig til þátttöku á safninu og í hvert sinn sem þau hafa lesið bók geta þau tekið þátt í happdrætti, sem dregið verður úr í lok sumars. „Sum- arlesturinn er hvatning til að lesa þó að sumarið sé komið og foreldrar og börn eru velkomin á bókasafnið til að kynna sér sumarlesturinn og lesa einhverjar af öllum þeim skemmtilegu bókum sem til eru á bókasafninu“, segir í tilkynningu. Séð yfir sumarhúsabyggðina, sem staðsett er við smábátabryggjuna. Hvíldarklettur og sjó- stangaveiðimennirnir Þjóðverjum, að þeir séu nískir, virðast ekki á rökum reistar,“ segir Elías Guðmundsson einn eigenda Hvíldarkletts. „Í sölu- skálanum á Suðureyri hefur verið 40% söluaukning í maí, miðað við sama mánuð í fyrra, og má búast við enn meiri aukningu í sölu yfir sumar- mánuðina, þegar enn fleiri veiðimenn koma.“ Elías segir að vissulega hafi gengið á ýmsu í sumar. „Þetta er búið að vera upp og ofan hjá okkur í sumar, hellingur af fjöri og hellingur af vanda- málum, en allt einhvern veg- inn gengið.“ Meðal þess sem setti strik í reikninginn var slæm tíð í maí, en segir Elías það ótrúlegt hvað Þjóðverjarn- ir láta veðrið hafa lítil áhrif á sig. Veðrið í júní hefur hins- vegar verið með ágætum, og hefur veiðin verið ágæt. M.a. hafa tvær stórlúður komið á land, önnur 71 kg. og hin 88. Ástæðan fyrir því að hús- næði hefur verið komið upp á svo miklum hraða, bæði á Flateyri og Suðureyri, er sú að í vor yfirtók Hvíldarklettur samninga Fjord Fishing við ferðaskrifstofuna Angelreis- en. Í samningunum var gert ráð fyrir mun meira gistirými en fyrir var í boði, og hefur gengið mikið á við að útvega stangaveiðimönnunum gist- ingu í tæka tíð. M.a. hafa hóp- ar verið sendir til Ólafsvíkur, á meðan ekki var nóg gisti- rými á norðanverðum Vest- fjörðum. – Hvíldarklettur hefur stækk- að gríðarlega síðustu mánuði, hvað ertu með marga í vinnu? „Síðast þegar ég taldi var ég með 17 manns á launaskrá. Þá tel ég iðnaðarmennina sem eru að vinna við uppsetningu sumarhúsanna ekki með.“ Vænta má enn frekari upp- byggingar hjá Hvíldarkletti á næstu misserum, en fyrirtækið hefur einnig horft til Þingeyr- ar, þar sem sótt hefur verið um breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð. Sjóstanga- veiðiverkefni Hvíldarkletts er stærsta einstaka uppbygging- arverkefni í ferðaþjónustu á Vestfjörðum frá upphafi en heildar fjárfesting Hvíldar- kletts í ferðaþjónustu á Vest- fjörðum er rúmar fjögur hundr- uð milljónir. – tinna@bb.is Ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklettur á Suðureyri hefur færst mikið í fang síðan það byrjaði að þjóna þýskum sjóstangaveiðimönnum í vor. Í apríl hófst nýsmíði á 22 bát- um sem eru sérhannaðir fyrir sjóstangaveiðimenn. Bátarnir voru smíðaðir af Seiglu ehf. á Akureyri og afhentir Hvíldar- kletti í lok apríl og byrjun maí. Þá voru flutt inn sumar- hús frá Kanada, í samstarfi við fyrirtækið Bergráð ehf. Hafist var handa við að setja upp 12 hús á Suðureyri í byrj- un maí, auk þess sem 10 hús voru endurnýjuð í þorpinu, og þeim breytt til að taka á móti veiðimönnunum. Nú rísa sumarhúsin eitt af öðru á Flat- eyri, en alls verða 11 hús reist þar, á svæði rétt við smábáta- bryggjuna. Stefnt var að því að þrjú hús yrðu tilbúin í síð- ustu viku, síðan myndu þau sem eftir væru klárast koll af kolli. Þá komu fyrstu bátarnir til Flateyrar í síðustu viku. Von er á yfir 1.500 stanga- veiðimönnum til Íslands í sumar á vegum Hvíldarkletts, flestum frá Þýskalandi. Lík- legt er að mennirnir muni setja sterkan svip á þorpin sem þeir dvelja í. Veiðimennirnir koma frá Reykjavík til Ísafjarðar með flugvélum, sem eru leigð- ar sérstaklega undir þá, þeir fara síðan með rútum yfir í þorpin. Bíllausir sækja þeir sér mesta þjónustu í söluskála N1 á Suðureyri og Flateyri, auk þess sem veitingastaður- inn Talisman er í fyrrnefnda þorpinu. „Það er gaman að segja frá því að sú þjóðsaga sem fer af Fyrstu bátarnarnir komu til Flateyrar í síðustu viku.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.