Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 21.06.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 11 „Við eigum ekki að borða neitt annað en fisk, kjöt, mjólkurvörur og kartöflur. Það þarf ekkert að vera með meira föndur við þetta. Ef maður heldur sig við þenn- an mat þá á maður að vera í lagi.“ harðfisk. En í dag eru Íslend- ingar byrjaðir að flytja út tals- vert af harðfiski til útlanda, og þá fyrst og fremst til Nor- egs.“ Veiðar hafa fylgt mér alla tíð „Það sem ég hef mest gam- an af í frítíma eru veiðar. Og þá fyrst og fremst að liggja fyrir tófu. Ég hef alla tíð verið með byssuna á lofti. Á Strönd- unum var tekinn óhemja af svartfugli. Ég var svo ungur þegar þetta var þannig að ég tók ekki þátt í þeim veiðum þegar við bjuggum í Bolunga- vík en eftir að við fluttum fór ég að taka þátt í þessu. En núna er það fyrst og fremst tófan og minkurinn sem ég veiði og mér þykir það vera spennandi. Ég er að veiða hérna í kringum fjörðinn. Þeg- ar ég er að bauka út í Arnardal þá set ég eitthvað út sem hún sækir í. Það er gaman að sitja yfir því. Ekki bara veiðin held- ur allir tilburðirnir við þetta. Á vetrum er ég með gildru- veiði og það slæðist einn og einn minkur í. Þetta er mjög þægilegt hjá mér, ég er það mikið á ferðinni á Kirkjubóls- hlíðinni. En þetta er eitthvað sem hefur fylgt manni alla tíð, þ.e. veiðar.“ –Liggurðu fyrir gæs eða gengur til rjúpna ? vita að hann lumar á ýmsum skemmtilegum sjónarhornum „Ég fer nú ekki mikið á póli- tíska fundi og þess háttar. Eins og gamla konan hún Dísa á bökkunum sagði, þegar menn standa fyrir framan mann og ljúga að manni þá er ekki hægt að þegja, og betra að vera ann- ars staðar. Ætli 90% þess sem sagt er á framboðsfundum sé ekki lygi. Þeir ætla að gera þetta og hitt en þeir vita að þeir geta ekkei staðið við þessi loforð. Vestfirðingar hafa bar- ist fyrir bættum samgöngum í áratugi og nú þegar hyllir und- ir að Djúpvegurinn klárist þá koma þessir höfðingjar fullir af stolti, og við eigum að þakka þeim fyrir vel unnin störf. En vegurinn er bara 20 árum of seint á ferðinni. Ég verð að segja að ég botna ekkert í stjórnmálamönnum í dag. Lofa og lofa og þegar fram- boðsfundinum lýkur, hef ég helst á tilfinningunni að þeir labbi út saman, hlæjandi í kór yfir því hversu auðvelt er að spila með lýðinn. Sjáið bara bæjarmálin hjá okkur. Ég get nú ekki séð að það sé upp- gangur hér. Frekar er það á hinn veginn. Það er nú kannski ekki bæjarfulltrúunum okkar að kenna, það er Alþingi Ís- lendinga sem setur reglurnar sem við eigum að vinna eftir. Þingmenn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru berjandi á „Nei, ég hef ekkert verið í gæs og rjúpu. Í Bolungavík á Ströndum þótti rjúpan vera fallegur fugl og var alveg látin í friði. Gömlu karlarnir sögðu að enginn yrði feitur af rjúpna- áti. Ég læt fugla eiginlega al- veg vera. Nema máfinn. Ég skýt máfa á höfninni, ég fæ ekkert borgað fyrir, en þeir láta mig hafa skot. Þetta hefur borið árangur. Það er miklu minna af máfum á höfninni en var. Þarf ekki að fara nema út á Hnífsdalsbryggju sést að hún er þakin af máf.“ –Heldurðu að þetta eigi eftir að virka sem er verið að gera á Tjörninni í Reykjavík? „Þetta á eftir að bera árang- ur, það er ekki nokkur spurn- ing. Það eina sem virkar á máfinn er að skjóta hann. Máf- urinn getur borið með sér salmonellu og því mikilvægt að hann sé ekki í nánd við fiskikör, skítandi á þau og svo framvegis. Í dag gilda um þetta strangar reglur.“ Stjórnmálamenn hlæja að okkur –Finnbogi hefur sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og þá fyrst og fremst á sjávarútvegi og byggðamál- um. Hann segist ekki vera mikið fyrir að flíka þeim á opinberum vettvangi en þeir sem koma í skúrinn til hans hendurnar á okkur. Við meg- um ekki vinna. Úti í Bolung- arvík eru mestu sjósóknarar þessarar aldar, og jafnvel síð- ustu aldar líka. Það gengur prýðilega vel hjá þeim, en þeir mega ekki róa eins og þeir vilja. Þeir þurfa að leigja afla- heimildir af einhverjum gos- um sem fá byggðakvóta eða eitthvað álíka. Þetta kemur frá Alþingi og ekkert sem bæjar- yfirvöld geta gert í því.“ Í höfuðið á Einari Oddi „Þessi byggðakvóti er al- gjör helber vitleysa frá upphafi til enda. Í Súðavík hafa menn verið að selja kvóta og þegar þorpið er orðið nær kvótalaust þá heimta sömu menn að fá byggðakvóta. Ég held að það sé ekki nema einn bátur með kvóta í Súðavík. Svo er þessi úthlutun helber fíflagangur. Maður þarf að vera með X-D stimpilinn á rassinum til að fá þetta. Vilja menn vera með einhverjar svona aðgerðir þá á að líta til línuívilnunar. Ákveðin prósenta á veiddan afla á línu. Það er ekkert hægt að versla með þann kvóta. Byggðakvóti hefur frekar stuðlað að eyðingu byggða en uppbyggingu þeirra. Það er eins og honum hafi verið ætlað að æsa kallana á bryggjunni upp. Etja þeim saman og láta þá rífast um þessi tonn. Svona hafa margar aðgerðir í sjávar- útvegsmálum verið. Til dæm- is á Flateyri. Hinrik Kristjáns- son fékk fyrir nokkrum árum úthlutað á alla sína báta 65 tonnum af því sem kallað var jöfnunarkvóti. Þessi kvóti átti ekki að vera til eignar en Einar Kristinn gerir það svo að lög- um að hann kemur til eignar. Þetta eru fullt af peningum og kvóti sem var tekinn af öðrum. Svo selur Hinni og labbar brosandi í burtu og segir: „Ég keypti allan minn kvóta“. Það er bara alls ekki rétt. Línuíviln- unin er líka tekin af öðrum en það hafa allir sama réttinn að sækja í hana. Séu menn á ann- að borð að beita í landi. Hún var sett á til að halda uppi vinnu í beitingarskúrinni. Það hefði ekkert verið að því hefði þessi jöfnunarkvóti verið sett- ur á til að skapa atvinnu eða að bjarga mönnum tímabund- ið en svo er ekki. Hinni labbar í burtu með þetta og Flateyri nýtur einskis af þessum jöfn- unarkvóta. Nú eru menn farnir af stað með nýtt fyrirtæki á Flateyri, Oddatá heitir það víst. Mér finnst stórmerkilegt að þeir láti fyrirtækið heita í höfuðið á Einar Oddi. Hann heitir jú, Oddur og svo fær piltur sér í tána stöku sinnum. Byrjunin lofar alla vega góðu með þetta fyrirtæki og bráð- snjallt að láta það heita í höf- uðið á Einari.“ Fer að hætta –En hvað verður þú lengi í skúrnum? „Ég fer að hætta þessu. Ég er orðinn gamall og ef við seljum bátinn þá hætti ég. Eftir því sem bátunum fækkar hér þá er erfiðara að fá fisk og þessu verður jafnvel sjálf- hætt.“ –Taka strákarnir ekki við? „Ég veit það ekki. Þeir eru ungir menn og ég veit ekki hvort þeir hafi áhuga á því. Þó að eitt gamalmenni geti hökt í þessu þá er ekki víst að þetta sé boðlegt yngri mönnum. Þegar ég var ungur maður í Bolungarvík þá kom ekkert annað til greina en að fara á sjó. Lífið snerist um sjósókn. Margt er öðruvísi í dag og það er að sumu leyti fínt að menn hafi fleiri möguleika Mér líst nú ekki of vel á þróunina í sjávarútvegi. Markmiðið er að engir smábátar verði við ströndina. Draumur margra er að á Íslandsmiðum verði ein- vörðungu stór verksmiðjuskip og þá jafnvel í svipaðri útgerð og Íslendingar stunda í Afríku. Hundrað mann áhöfn lág- launamanna og útgerðarmað- urinn situr í landi og telur pen- ingana. Íslenskir sjómenn eru í útrýmingarhættu. Ætli þeir eigi ekki að fara í álverin?“ –smari@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.