Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 10
mánudagur 16. júní 200810 Fréttir DV Var ráðlagt að fá sér ekki lögfræðing Karl Marinósson félagsfræðingur var einn af þeim aðilum sem tóku Önnu Dögg af heimili sínu 1984. Karl starfaði þá fyrir barnaverndarnefnd. Hann neitar að tjá sig um málið. Karl benti foreldrum Önnu Daggar að sleppa því að fá sér lögfræðing enda væri málið þannig vaxið að það stefndi ekki í neitt dómsmál. Önnur varð raunin. Anna Dögg var tekin af móður sinni. „Ég bara segi ekki nokkurn ein- asta hlut. Í fyrsta lagi þá hef ég ekki það minni til að bera að ég geti rifj- að þetta upp. Og ef þetta væri al- veg ljóst fyrir mér þá myndi ég ekki segja neitt heldur,“ segir Karl Mar- inósson félagsfræðingur. Karl skrifaði upp á skýrslur um málefni Önnu Daggar sem DV hefur fjallað um og tekin var af mömmu sinni vegna fátæktar. Móðir Önnu Daggar, Hanna Jóns- dóttir, lýsti reynslu sinni af meðferð barnaverndarnefndar í DV. Í skýrslu Karls frá þriðja júní 1984 í upphafi þess máls segir hann að það sé vart þörf á lögfræði- aðstoð heldur væri betra að fá til- sjónarmann eða aktífan stuðning til handa fjölskyldunni. Þetta mál hafi ekki og stefndi ekki í vistun eða meiri háttar úrskurð. Hanna og fyrrum maður henn- ar, Jón Viðarsson, stóðu ein í barátt- unni. Áttu fáa að og voru auðveld bráð. „Þau geta talað um þetta við hvern sem er en ég hvorki get það né vil það,“ bætir Karl við. Aðspurð- ur hvort hann megi tjá sig um göm- ul mál segir hann ekki svo vera. „En ef þetta er tilfellið þá get ég svarað. Ætli það hafi munað því að hafa lögfræðing eða ekki.“ Óskar eftir lögfræðingi Hanna Jónsdóttir, móðir Önnu Daggar, er nú að fara yfir réttar- stöðu sína. Hún óskar eftir lögfræð- ingi sem gæti tekið hennar mál upp. En það þyrfti að vera gjafsókn, því Hanna er öryrki í dag og ræður ekki við mikil peningaútlát. „Við þurfum bara að sjá hver framvinda mála er. Hvort það sé möguleiki að fá lögfræðing til að taka þetta að sér. En það er dýrt. Gallinn við gjafsókn er sá að þessir háu herrar eru búnir að breyta lög- unum um gjafsókn. Það er búið að þrengja lögin alveg rosalega. Það er að mig minnir komið í 130 þúsund á mánuði. Ég er öryrki og ætti því að fá gjafsókn.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vissi ekki um þetta tiltekna mál þegar DV hafði samband við hann. „Ég held að ég geti fullyrt að það sé afskaplega ólíklegt að barnið hafi verið tek- ið einungis út af fátækt. Það bara passar ekki. Í lögum sem voru þá í gildi seg- ir að það eigi að liðsinna foreldrum ef þau lenda í peningaveseni. Þetta hljómar sérstakt verð ég að segja.“ Bragi vildi fá tíma til að skoða þetta tiltekna mál nánar og benti á að Barnaverndarstofa hefði verið stofnuð 1995. Skýrslur fullar af rangfærslum Hanna hefur lengi verið að berj- ast fyrir réttindum sínum. En það er fyrst núna sem hún hefur getað tjáð sig án þess að brotna og reiðin brjótist út. „Ég get alveg sagt það að það eru ekki mörg ár síðan ég fór að geta talað um þetta. Og þá braust þetta yfirleitt út í svo mikilli reiði að ég var vart viðræðuhæf. Það er ekki nema bara fyrst núna sem ég get rætt þetta frekar rólega. Ég verð enn svo ofsalega reið. Stundum langar mig bara að fara út á svalir og öskra,“ sagði Hanna í viðtalinu við DV. Þau Jón og Hanna eru nú skilin að skiptum en segja að skýrslurn- ar sem þau séu með undir hönd- um séu fullar af rangfærslum. Ekki aðeins um þau heldur einnig um börnin þeirra. Í einni skýrslunni sem Karl skrifar upp á er sagt að þau hafi verið á Sólheimum í Gríms- nesi. Það segja þau að sé þvætting- ur. Þangað hafi þau aldrei komið. „Við höfum aldrei komið þangað. Aldrei verið þarna. Svo átti systir mín líka að vera þarna,“ sagði Jón. Þau réðu sér lögfræðing til að taka upp mál- ið, Steingrím Þórðarson, en hann gat lítið hjálpað. „Eins og hann talaði þá væri þetta svo erfitt, flókið og það væri erfitt að fá þetta í gegn. Það endaði þannig að ég var orðin svo þreytt á svörum hans að ég sagði honum að gleyma þessu bara.“ Vill þau bak við lás og slá Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað fer í gegnum höfuðið á fólki sem fær aðeins viku til að velja á milli barnanna sinna. Þau Hanna og Jón fengu viku umhugsunarfrest til að velja á milli Önnu Dagg- ar og Gunnars, bróður henn- ar sem einnig var tekinn frá þeim, um stundarsakir. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að fyrirgefa svona lagað. Ekki get ég það að minnsta kosti. Það er útilokað mál. Ég myndi helst vilja sjá þetta fólk sem stýrði þessu á bak við lás og slá. Í staðinn eru þau öll starfandi við þetta enn- þá. Þetta fólk átti allt að fá dóm. Beint í fangelsi með þau og það átti að henda lyklinum,“ sagði Hanna í viðtalinu við DV. BeneDiKt BÓaS hinRiKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Þau geta talað um þetta við hvern sem er en ég hvorki get það né vil það.“ slysatíminn er hafinn: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Helgarblað fjölnir Þorgeirsson: Berst fyrir syninum Hárs- Breidd frá lömun Helgin 13. júní – 15. júní 2008 dagblaðið vísir 106. tbl. – 98. árg. – verð kr. 395 látinvelja annaðbarniðsvipt dóttur vegna fátæktaróbætanlegt „Það er ekkert sem getur bætt þennan tíma upp,“ segir Hanna Jónsdóttir sem missti dóttur sína í hendur barnaverndaryfirvalda árið 1984. Hanna og maður hennar, Jón viðarsson, voru neydd til að láta af hendi annað barna sinna. Þau fengu vikufrest til að velja á milli. Farðu inn á dv.is og sláðu inn leyniorð dagsins. Leyniorð dagsins SUMAR29SOL Þú getur unnið 10.000 kr. matarkörfu stjónvarpsfólk fyrir dómi: lucia gegn kastljósinu 13. júní. orð Karls frá 1984 Karl marinósson ráðlagði fjölskyld- unni að fá sér ekki lögfræðing. Misstu dótturina Hanna jónsdóttir og jón Viðarsson misstu Önnu dögg í varanlegt fóstur 1984. Karl Marinósson ráðlagði ungum hjónum að sleppa því að fá sér lögfræðing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.