Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 22
Mánudagur 16. júní 200822 Dagskrá DV NÆST Á DAGSKRÁ Skýr skilaboð til dópsala í kvöld verður sýndur næstsíðasti þátturinn um störf rannsóknardeildar Las Vegas-borgar. í þetta skiptið þurfa grissom og félagar að rannsaka dularfullt dauðsfall frægrar gamanleik- konu og að venju liggja margir undir grun. í ljós kemur að margir voru komnir með nóg af stjörnustælum leikkonunnar, meðal annars handrits- höfundar þáttarins. Þessi þáttur er skrifaður af höfundum gamanþáttarins Two and a Half Men sem skiptu um hlutverk við höfunda CSI í eina viku. í kvöld verður sýndur fimmti þátturinn af þrettán um lífið í litla bænum með stóru leyndarmálin. í Eureka hefur helstu snillingum heimsins verið safnað saman og allt getur gerst. dr. Carl Carlsson er látinn fjúka eftir alvarlegt óhapp á rannsóknarstofunni þar sem áralöng rannsóknarvinna týnist. í kjölfarið leggst hann í þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar en jack Carter leggur líf sitt að veði til að bjarga honum. Fyrsti þátturinn í þessar bráðskemmti- legu bandarísku þáttaröð hefst í Sjónvarpinu í kvöld. Þættirnir fjalla um fjögur skólasystkini úr grunnskóla, þau Harry, jason, Sherman og Kelly sem ákveða mörgum árum seinna að hittast á ný. Eins og gengur og gerist hefur ýmislegt breyst í millitíðinni og lenda þau í hremmingum hvert fyrir sig. Þá átta þau sig hins vegar á því að þegar erfiðleikar steðja að eiga þau vini í raun. Þessi kona hefur svo sannarlega verið á milli tannanna á fólki í Hollywood en hún er týp- an sem segir og gerir allt sem henni sýnist. Kimora Lee hóf feril sinn sem fyrirsæta. Hún og Tyra Banks eru góðar vinkonur og hjálpaði Kimora oft Tyru í fyrstu seríunni af America’s Next Top Model. Kimora giftist hip-hop-mógúlinum Russell Simmons ung að aldri og stofnaði ásamt manni sínum fatafyrirtækið Phat Farm þar sem hún sá gjörsamlega um Baby Phat. Í dag eru skötuhjúin skilin. Þau eiga saman tvö börn og er Kimora Lee að deita afríska leikar- ann Djimon Hounsou. Í þáttaröðinni fáum við að fylgjast með Ki- moru, börnunum hennar tveim og hvernig hún sameinar fjölskyldulífið og vinnuna. Fyrsti þáttur hefst í kvöld á SkjáEinum klukk- an 20.10. ViNiR í RAuN Sjónvarpið kl. 20.45 EuREKA Skjáreinn kl. 21.00 Í nýjasta hefti Séð & Heyrt er opnuviðtal við tónlistarmanninn Kalla Bjarna, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að flytja inn mjög mikið magn af amfetamíni til landsins. Eins og alþjóð veit var Kalli Bjarni böst- aður með dópið í Leifsstöð og dæmdur í fangelsi. Hann afplán- ar nú dóminn í lágmarksörygg- isfangelsinu á Kvíabryggju. Það er ekki annað á Kalla Bjarna að sjá en að hann sé á réttri braut í lífinu og það er frábært að vita. Raunar segir í fyrirsögninni að hann njóti nú lífsins í fangelsinu á Kvíabryggju. Myndirnar af fanganum Kalla Bjarna eru nokkuð athyglisverð- ar, svo ekki sé meira sagt. Á einni myndinni situr dæmdi dóp- smyglarinn á fallegu blómaengi, með gítar í hendi, sólbrúnn og sætur. Á næstu mynd sést Kalli Bjarni munda golfkylfuna á 9. holu á golfvelli fangelsisins. Að lokum sést Kalli Bjarni sitjandi sæll og glaður við píanó. Nota bene, þetta er fangelsi og maðurinn gerðist sekur um mjög alvarlegt afbrot og sýndi ekki einu sinni fullan samstarfs- vilja við að upplýsa málið. Greinin í Séð & Heyrt er fyr- ir margt athyglisverð. Hún sýnir nefnilega íslenska réttarkerfið í réttu ljósi. Ég velti því til dæm- is fyrir mér hvað ungir ráðvilltir menn muni hugsa þegar þeir sjá greinina um Kalla Bjarna. Þeir gætu mögulega verið að velta því fyrir sér að taka áhættuna og smygla inn dópi til landsins. Þeir gætu jú sloppið í gegn og feng- ið milljónkall í vasann. En þeir gætu líka náðst. Og hvað þá? Nú þarf aldeilis að meta áhættuna. Sjáið bara hvernig fór fyrir Kalla Bjarna og látið hann verða ykk- ur víti til varnaðar! Það vill nú enginn þurfa að eyða sumrinu á blómaengi, með gítar og golf- kylfur. Skilaboðin til ráðvilltra ungmenna eru skýr. Reynið að smygla dópi inn. Áhættan er vel þess virði. Valgeir Örn Ragnarsson las um Hótel Kvíabryggju. pRESSAN Í kvöld hefst skemmtileg ný raunveruleikaþáttaröð með hinni óborganlegu Kimoru Lee Simmons. jamie Oliver er nú farinn til ástralíu til að kynna nýjustu þættina sína og nýjasta veitingahús sitt í Melbourne, Fifteen. Það verður fylgst með jamie á sviði þar sem hann eldar dýrindisrétti fyrir áhorfendur og sýnir á sér nýja hlið þegar hann skellir sér á bak við trommusettið og flytur frumsamið lag. Þátturinn er einstakur og gefur áhorfendum kost á að sjá hvað gerist á bak við tjöldin. JAmiE OliVER Stöð 2 kl. 20.20 C.S.i. Skjáreinn kl. 21.50 16.35 Leiðarljós Guiding Light 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 EM 2008 - Upphitun Hitað upp fyrir næsta leik á EM í fótbolta. 18.00 Fréttir 18.23 Veður 18.25 EM 2008 - Upphitun Hitað upp fyrir næsta leik á EM í fótbolta. 18.45 EM í fótbolta 2008 Pólland-Króatía eða Austurríki-Þýskaland BEINT Bein útsending frá leik Austurríkismanna og Þjóðverja á Evrópumóti landsliða í fótbolta sem fram fer í Austurríki og Sviss. 20.45 Vinir í raun In Case of Emer- gency (1:13) Bandarísk þáttaröð um fjögur skólasystkini sem hittast aftur löngu seinna og styðja hvert annað í lífsins ólgusjó. 21.15 Lífsháski Lost Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyr- rahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Tíufréttir 22.35 EM 2008 - Samantekt 23.05 Herstöðvarlíf Army Wives (8:13) Bandarísk þáttaröð um eiginkonur hermanna sem búa saman í herstöð og leyndarmál þeirra. Meðal leikenda eru Kim Delaney, Catherine Bell, Sally Pressman, Brigid Bran- nagh, Sterling K. Brown og Brian McNamara. 23.50 EM í fótbolta 2008 01.30 Dagskrárlok 07:15 Rachael Ray (e) Spjallþáttur þar sem Racheal Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Dynasty (e) 09:30 Vörutorg 10:30 Óstöðvandi tónlist 14:40 Vörutorg 15:40 Top Chef (e) 16:30 Girlfriends 17:00 Rachael Ray 17:45 Dr. Phil 18:30 Dynasty 19:20 Jay Leno (e) 20:10 Kimora. Life in the Fab Lane - NÝTT Skemmtileg þáttaröð þar sem Kimora Lee Simmons stofnandi Baby Phat og Phat Farm hleypir áhorfendum inn í skrautlegt líf sitt. Kimora vakti fyrst athygli sem fyrirsæta þegar hún var 14 ára og í miklu uppáhaldi hjá Karl Lagerfeld. Eftir farsælan feril í módelbransanum snéri hún sér að fatahönnun og stofnaði fatalínuna Baby Phat. Það er aldrei lognmolla í kringum hana og auk þess að vera önnum kafin viðskiptakona er Kimora tveggja barna móðir og hefur í nógu að snúast. 21:00 Eureka (5.13) 21:50 C.S.I. (16.17) 22:40 Jay Leno 23:30 Brotherhood (e) 00:30 C.S.I. 01:10 Girlfriends (e) 01:35 Vörutorg 02:35 Óstöðvandi tónlist 07:00 Landsbankadeildin 2008 (Grindavík - Keflavík) 08:55 Augusta Masters (Augusta Masters Official Film - 2002) 09:55 US Open 2008 15:55 Landsbankadeildin 2008 (Grindavík - Keflavík) 17:45 NBA 2007/2008 - Finals games 19:45 Landsbankadeildin 2008 (Breiðablik - FH) 22:00 Landsbankamörkin 2008 23:00 King of Clubs (Ajax Amsterdam) Vandaður þáttur sem fjallar sögu helstu stórliða heims. 23:30 Landsbankadeildin 2008 (Breiðablik - FH) 01:20 Landsbankamörkin 2008 16:00 Hollyoaks 16:30 Hollyoaks 17:00 Seinfeld Stöð 2 Extra sýnir nú þessa sígildu gamanþáttaröð eins og hún leggur sig, fjóra daga vikunnar og svo aftur um helg- ar. Jerry Seinfeld er uppistandari sem nýtur mikillar kvennylli en á í stökustu vandræðum með eðlileg samskipti við annað fólk. 17:30 Wildfire 18:15 The Class 18:35 The War at Home Hjónin Vicky og Dave halda áfram daglegri baráttu sinni við unglingana á heimilinu. 19:00 Hollyoaks 19:30 Hollyoaks 20:00 Seinfeld 20:30 Wildfire 21:15 The Class Nýr léttgeggjaður gamanþáttur sem gerist hjá stefnumótaþjónustu. 21:35 The War at Home 22:00 Cold Case 22:45 The Riches 23.30 Curb Your Enthusiasm 00:00 Entourage 00:25 Comedy Inc 00:50 Sjáðu 01:15 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV 07:00 Firehouse Tales 07:25 Litlu Tommi og Jenni 07:50 Camp Lazlo 08:10 Kalli kanína og félagar 08:15 Oprah 08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 La Fea Más Bella Ljóta Lety (85:300) 10:15 Homefront Heimavígstöðvarnar 11:15 Wife Swap (9:10) Konuskipti) 12:00 Hádegisfréttir 12:45 Neighbours Nágrannar 13:10 Numbers Tölur 18:24 13:55 Funky Monkey 15:30 Friends Vinir (16:24) 15:55 Háheimar 16:18 Leðurblökumaðurinn Batman 16:43 Skjaldbökurnar Leyfð öllum aldurshópum. 17:08 Tracey McBean 17:18 Louie Leyfð öllum aldurshópum. 17:28 Bold and the Beautiful Glæstar vonir 17:53 Neighbours Nágrannar 18:18 Markaðurinn og veður Markaðurinn, veðuryfirlit og það helsta í Íslandi í dag. 18:30 Fréttir Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:54 Ísland í dag 19:30 The Simpsons Simpsons-fjölskyldan (1:22) 19:55 Friends Vinir (21:24) 20:20 Jamie Oliver: Australian 21:10 Fallen: The Journey Fallinn: Ferðin 22:30 Missing Mannshvörf (7:19) 23:20 Nine to Five (Níu til fimm) Stórskemmtileg gamanmynd um þrjár skrif- stofustúlkur sem ákveða að losa við yfirmann sinn, sem er sannkallað karlrembusvín. þær eru orðnar þreyttar á yfirgangi hans og hroka og ákveða að kenna honum ærlega lexíu í eitt skipti fyrir öll. 01:10 Shark Hákarlinn (14:16) 01:55 Gemsar 03:20 Funky Monkey Hressileg fjölskyldu- mynd um ungan dreng sem fær aðstoð frá klárum apa við að knésetja dýratilraunastöð. 04:50 Missing (7:19) Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 05:35 Fréttir og Ísland í dag 06:30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SJÓNVARPIð 06:15 The Sentinel 08:00 Adventures of Shark Boy and L 10:00 The Battle of Shaker Heights 12:00 Thunderstruck 14:00 Adventures of Shark Boy and L 16:00 The Battle of Shaker Heights 18:00 Thunderstruck 20:00 The Sentinel 22:00 The Hurricane 00:20 Crimson Rivers 2 02:00 The Singing Detective 04:00 The Hurricane SKJáREINN 18:20 EM 4 4 2 18:50 Bestu leikirnir (Westham - Sunderland) 20:30 PL Classic Matches (Arsenal - Chelsea, 96/97) 21:00 EM 4 4 2 21:30 Football Rivalries 22:25 Bestu leikirnir Westh. - Sunderland 00:05 EM 4 4 2 STÖð 2 SPORT STÖð 2 SPORT 2 STÖð 2 BÍÓ STÖð 2 STÖð 2 ExTRA Glamúr mamma KIMOra: LIFE In THE Fab LanE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.