Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið mánudagur 16. júní 2008 29 Edrú og Íslensku rokkararnir í Sign eru heldur betur á góðu róli þessa dagana. Strákarnir eru nýkomnir heim úr heljarinnar tónleikaferð um Bretlands- eyjar, hituðu upp fyrir Whitesnake í höllinni við gríðarlega góðar viðtökur viðstaddra og á laugar- daginn voru þeir svo fyrstir á stóra sviðið á rokk- hátíðinni Download í Donington Park í Bret- landi. Blaðamaður náði tali af Ragnari Zolberg, söngvara sveitarinnar, áður en Sign steig á svið á Download. „Kiss var síðust á stóra sviðinu í gær- kvöldi og það má því segja að við séum næstir á svið á eftir Kiss sem verður að segjast að sé bara eins og í draumi,“ sagði Ragn- ar en hljóm- sveitin hélt til Bretlands dag- inn eftir upp- hitunina fyrir Whitesnake. Ragnar hafði því ekkert heyrt af góð- um dómum sem Sign fékk eftir tónleik- ana en var að vonum ánægður þegar blaðamaður bar það undir hann: „Við fórum strax út svo við höfðum ekkert heyrt neina dóma eða umsagnir um tónleikana með Whitesnake en frábært að heyra þetta. Það borgar sig líka að fara á svona langan túr eins og við erum búnir að vera á. Bandið verður svo þétt eftir það.“ Inni á Myspace-síðu hljómsveitarinnar hrósa hinir hljómsveitarmeðlimir Ragnari fyrir það að hafa ekki snert áfengi all- an Bretlandstúrinn og segja það hafa haft áhrif á frammistöðu sveitarinnar á tónleikunum. „Já, ég var edrú allan tímann. Ég er bara alveg hættur að drekka. Það fylgir rokkinu auðvitað mikið sukk og svínarí og ég viðurkenni alveg að mér leiddist stundum en þá er gott að vera bara með góða bók. Þegar maður er svo sjálfur edrú innan um alla sem eru í glasi langar mann ekk- ert sjálfan að byrja að drekka. Ég fann líka mikið fyrir því hvað þetta skilaði sér á sviðinu. Maður verður auðvitað miklu þreyttari ef maður er að detta í það öll kvöld. Ég var hins vegar alveg full- ur af orku og röddin í toppstandi.“ Ragnar segir að þegar upp hafi komið að sveitin væri að fara að spila á Download-hátíð- inni hafi verið tekin ákvörðun um að slá þessu bara upp í fjölskylduferðalag og er kærastan hans, Sóley Ástudóttir förðunarmeistari, því með í för. „Við sem eigum kærustur ákváð- um bara að taka þær með okkur og tjalda öll saman. Hér eru því all- ir voðalega glaðir. Lífið er bara eintóm hamingja núna.“ krista@dv.is StyttiSt í StEin Lokaundirbúningur er í gangi áður en ráðist verður í tökur á kvikmynd Jóns Óttars Ragnars- sonar um Stein Steinarr. Um er að ræða leikna mynd í fullri lengd og er stefnt að því að tökur hefjist í haust. Að sögn Mar- grétar Hrafnsdóttur, eiginkonu Jóns Óttars, verður nánar greint frá helstu staðreyndum um myndina á næstu dögum eða vikum. Þar á meðal hverjir leika í myndinni og eru heimsfrægir leikarar þar í sigtinu, segir Mar- grét. Kostnaðaráætlun myndar- innar hljóðar upp á tíu milljón- ir Bandaríkjadala, eða um 800 milljónir króna. Myndin verður tekin að mestu eða öllu leyti á Íslandi og í Kanada. FrumFlytja ný lög Laugardalshöllinni verður breytt í stærsta skemmtistað lands- ins í kvöld þegar hinn geysivin- sæli plötusnúður David Guetta og hljómsveitin GusGus stíga á svið. Auk þeirra koma fram BB & Blake, DJ Jack Schidt ásamt Exos og Sindra. Söngkonan Urður hætti sem kunnugt er í GusGus í lok síðasta árs og því einhverjir sem hafa velt því fyrir sér hvort sveitin komi til með að taka við kvenröddunum í kvöld. President Bongo í GusGus segir það allt saman koma í ljós en það komi þó stelpa til með að syngja í þeim lögum þar sem það á við. Hljóm- sveitin ætlar að frumflytja nýtt efni með Daníel Ágúst í broddi fylking- ar en nýrrar plötu er að vænta frá sveitinni í febrúar á næsta ári. Rokkararnir í Sign stigu á svið á Download-rokkhá- tíðinni um helgina. Þeir hafa nýlokið við vel heppnaðan Bretlandstúr þar sem Ragnar Zolberg hélt sig frá áfenginu allan tímann og segir það hafa skilað sér á sviði. „Ég hef verið að drepast úr kvefi og nefrennsli síðan að ég byjaði að nota nikótínstaut. Hélt alltaf að ég væri með frjókornaofnæmi þang- að til ég las leiðbeiningarnar. Þá komst ég að því að helstu aukaverkanir af ofnotkun þessa stauts er stífla í nefi,“ segir Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og Heyrt. „Núna stend ég frammi fyrir því að velja milli þess að vera með kvef eða krabbamein. Ég er háður nikótíni og kostirnir eru þrír: að vera með kvef, deyja úr krabbameini eða að hætta að reykja.“ Ritstjórinn segist ekki eiga í vand- ræðum með valið. „Ég vel kvefið - þangað til annað kemur í ljós.“ Eiríkur sagði skilið við sígaretturnar fyrir þremur árum - nákvæmlega 11. septemb- er 2005. „Ég valdi þennan dag til að muna hann alla ævi líkt og öll heimsbyggðin. Það er líka táknrænt að þegar tvíburaturnarnir féllu minntu þeir á logandi sígarettur sem brunnu niður og eftir urðu rústirnar einar,“ segir blaðamaðurinn skeleggi. Krista@dv.is Velur kvefið Eiríkur jónsson, ritstjóri Séð og Heyrt, þjáist af miklu nefrennsli vegna ofnotkunar á nikótínstauti. Ragnar Zolberg og Sóley Ástudóttir ragnar bauð sinni heittelskuðu með á download-hátíðina um helgina. Strákarnir í Sign ásamt Skid Row nú hefur ragnar sagt skilið við áfengið og segist vera í mun betra formi á tónleikum. Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og Heyrt, stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum: KvEF Eða KrabbamEin RagnaR ZolbeRg áStFanginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.