Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 63

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 63
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 63 Mig langaði að prófa að halda samkeppni og fékk til liðs við mig Hönnunar­ miðstöð Íslands og samstarfið gekk mjög vel. Keppnin gekk út á að hanna skart­ gripasett; hálsmen, armband, eyrnalokka og hring. Verðlaunahafinn hlaut 500.000 krónur. Auk þess verður línan seld víðs vegar um heiminn í framtíðinni undir vöru merki mínu og hönnuðarins. Ég sé svo í samráði við hönnuðinn einnig um þróun vörunnar, framleiðslu, dreifingu og kynningu. Hönnuðurinn fær einnig umboðsþóknun af sölu.“ Hendrikka segir að keppnin hafi farið fram úr sínum björtustu vonum en þátttakendur voru rúmlega 120. „Hvað dómnefnd varðar vorum við með þungavigtarfólk í hönnun og tísku erlendis frá og Íslandi en í dómnefnd sátu meðal annars Geoffroy Medinger, forstjóri Van Cleef & Arpels í London, Louise Sherman frá Dargen’t í London, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, Helga Daníelsdóttir frá Leonard og Halla Bogadóttir hjá Kraum.“ María Kristín Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Hún ólst upp á meðal gull­ smiða en er með BA­gráðu í vöruhönnun frá Listaháskólanum og MA­próf í umhverfis­ og náttúrusiðfræði við Háskóla Íslands. Skartgripalína hennar fer í framleiðslu í maí og ég hlakka til að sjá útkomuna. Ég hef trú á Maríu Kristínu og hún er mjög efnileg. Minn sigur verður að sjá hana sigra.“ Hend rikka hefur aðeins verið að vinna í því að koma íslenskum listamönnum á framfæri erlendis. „Ég er svona rétt að byrja aftur. Mér finnst þetta mjög skemmti legt og netatengslin mín í dag gera þetta mér auðveldara fyrir en áður.“ Hendrikka er umboðsaðili fyrir listamennina Laufeyju Johansen og Parelius. „Þetta eru mjög ólíkir listamenn en ég trúi á það sem þau eru að gera.“ KIDS PARLIAMENT Hendrikka var með erlendum vinum sínum á Þingvöllum árið 2008 þar sem hún var meðal annars að sýna þeim staðinn þar sem Alþingi var stofnað. Þessir vinir hennar eru félagar í ýmsum góðgerðarsamtökum og fékk hópurinn hug­ myndina að Kids Parliament. Um er að ræða alþjóðleg góðgerðarsamtök sem eru með höfuðstöðvar í Vín. „Tilgangurinn er að skapa heim þar sem börn vilja búa og þar sem allir hafa sömu tækifæri án mismunar til kynþátta eða trúarbragða. Samtökin vilja styrkja börn til menntunar og munu þau einnig styðja við bakið á fjöl fötl uð um börnum og unglingum. Við einblínum meðal annars mikið á menntun barna, jafnrétti kvenna í þróunarlöndunum, frumkvöðlastarfsemi og listsköpun. Mennt un er grund vallaratriði.“ Formleg starfsemi samtakanna hefst í haust. „Við erum búin að fá yndi­ slega gott fólk með okkur sem hefur starfað að mannréttindum svo sem Betty Willi ams, Nóbelsverðlaunahafa frá Norður­Írlandi, Kerry Kennedy frá New York, Dalai Lama, Bibi Russel frá Bangladesh, Gunter Pauli frá Belgíu og Rabbi David Rosen frá Jerúsalem. A. Fjallað hefur verið um skartgripi Hendrikku í mörgum þekktustu tímaritunum. B. Úr barnalínu Hendrikku Waage. C. Teikningar Maríu Kristínar Jónsdóttur sem sigraði í skartgripasamkeppninni. D. Kokteilpinnar úr silfri og tré sem Hendrikka hannaði fyrir Víkingaheima Einars Bárðarsonar. Línan kallast ,,Designing my culture“ og í henni má finna ýmsa nytjahluti sem tengjast víkingaarfleifðinni. C D H Ö N N U N „Það er búin að vera svo mikil gróska í skartgripahönnun á Íslandi undanfarið og ég vildi endilega efla þá nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.“ Hendrikka og sigurvegari skartgripa sam keppn­ innar, María Kristín Jónsdóttir.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.