Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 74

Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 FRÁBÆR KYNNINGARAFSLÁTTUR Á FANSA-LÍNUNNI ÚT MAÍMÁNUÐ. ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR OG HEBA HALLGRÍMSDÓTTIR REKA TÍSKUFYRIRTÆKIÐ E-LABEL. Hönnun E-label er bæði þægileg og nothæf og er hún stíluð inn á hina atorkusömu nútímakonu. Flíkurnar eru þægilegar og nýtast við mismunandi tækifæri. Hugmynd E­label fæddist í Bombay þegar ég var að vinna á vegum Eskimo en hugmyndin var þá að búa til töskur og stuttermaboli fyrir Eskimo. Við settum saman nokkrar hugmyndir og létum sauma nokkrar frumgerðir. Fólk var mjög hrifið og því var ákveðið að gera litla fatalínu sem eingöngu var seld á netinu. Allt seldist upp á sex vikum. Síðan eru tæp þrjú ár. Við opnuðum í kjölfarið verslun á Laugaveginum og stuttu seinna komumst við inn hjá Topshop í London. Hönnun E­label er bæði þægileg og nothæf og er hún stíluð inn á hina atorkusömu nútímakonu. Flíkurnar eru þægilegar og nýtast við mismunandi tækifæri. Það er eitthvað sem konur kunna að meta.“ Um það að stofna fathönnunarfyrirtæki tengda við ímynd segja þeir Ásta og Heba að er erfitt að koma svona merki af stað en ef komist er í gegnum fyrstu og erfiðustu árin þá geti komið að því að það skili sér. Samkeppnin er nátturlega gífur leg og það er í mörg horn að líta. „Það að skapa eitthvað og sjá það verða að veruleika gefur okkur „kikk“. Áhugi minn á markaðs­og ímyndarmálum hefur alltaf verið til staðar og Heba hefur haft puttana í tísku brans­ an um alla tíð. Bæði áhugi og ástríða eru til staðar hjá okkur báðum. Við tökum lítil skref í einu en vöxum jafnt og þétt,“ segir Ásta. HVAÐA MARKAÐSSVÆÐI ERU ÁHUGAVERÐ FYRIR YKKUR? „Bretland, það er talinn vera erfiðasti markaðurinn til að koma sér á framfæri í þessum bransa. Við völdum Bretland vegna þess að Heba þekkir vel þar til og hefur verið búsett þar lengi. Ef varan kemst í dreifingu á góðum stöðum í Bretlandi er það oft lykill að nýjum dreifileiðum. Þess vegna hefur það verið dýrmæt auglýsing fyrir okkur að vera t.d. í Topshop þar sem margir umboðsmenn og dreifiaðilar rekast á vöruna. Þýskaland er líka áhugaverður markaður vegna þess að hann er stór og ekki langt frá Bretlandi. Þannig getum við vel fylgst með því sem er að gerast þar. Í Þýskalandi eru margar verslunarkeðjur sem eru oft með fleiri en 100 verslanir, þannig að ef maður kemst inn í eitt útibú og vel gengur er líklegt að maður komist í hin útibúin líka. Ísland er hins vegar okkar heimamarkaður þar sem við getum prófað hugmyndir og nýjar vörur. Á íslandi er auðveldara að fá umfjöllun í fjölmiðlum og auglýsa vörumerkið án allt of mikils kostnaðar.“ HVER ER FRAMTÍÐ E-LABEL? „Við þurfum meiri mannskap og aukið fjármagn til þess að byggja upp fyrirtækið. Við höfum mikið verið að skoða hvernig fyrirtæki eins og Inditex og Topshop – sem tilheyrir Arcadia – hafa vaxið og dafnað. Bæði fyrirtæki eru að gera frábæra hluti. Það er ýmislegt sem er erfitt í tískubransanum eins og að finna framleiðslufyrirtæki og móta ímyndina og halda utan um hana. Í Viðskiptasmiðjunni hjá Klaki var okkur hjálp að að búa til stefnumótandi áætlun og setja okkur skýr mark mið sem við höfum fylgt eftir. Við tökum núna lítil skref, eitt í einu, en vöxum jafnt og þétt.“ Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir reka tískufyrirtækið E­Label. E-LABEL VEX JAFNT OG ÞÉTT H Ö N N U N MYND: GEIR ÓLAFSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.