Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 21

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 21 Bankarnir eru ekki enn komnir á beinu brautina þótt nýir bankastjórar séu teknir við. Bank arnir eru sagðir lána lítið. Atvinnulífið bíður enn eftir aðgerðum bankanna við fjárhagslega endur skipu- lagn ingu fyrirtækja. Að tekið sé af skarið. Það á við um verst stöddu heimilin líka. Lík legast verða bankar sameinaðir. Atvinnulífið kvartar undan því að bankarnir séu fullir af fé sem ekki ratar út til fyrirtækjanna. En hvað segja bankastjórarnir? BANKAR Á TÍMAMÓTUM: TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Það vantar að bankarnir taki af skarið við endurskipulagn ingu fyrirtækja og hleypi nýju lífi í þau. Þetta er mat at vinnu lífsins. Nýir bankastjórar eru teknir við og verk ­efni þeirra virðist vera að koma bönkunum á beinu braut ina. At vinnu lífið bíður eftir að tappað verði af skuld a hala margra fyrirtækja svo hægt sé að byrja með hreint borð. En það eru mörg ljón á veg­ inum. Núna hefur verið greitt úr öllum forms at riðum hvað varðar starf semi bankana, 21 mánuði eftir sögu ­ legt fall þeirra. Það þýðir þó ekki endilega að þeir séu eins og spengi legir lang hlaup arar komnir á beinu brautina. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fór nýverið um Norðurlönd í fyrirlestrarferð að kynna stöðu nýju íslensku bankana í ljósi ev róp s krar skuldakreppu, gjaldeyrishafta og óvissu um raunverulegt verð mæti útistandandi skulda. Ráðherrann taldi stöðuna þokkalega og sagði allt í góðu á Ísl andi nema eitthvað gerðist. Eins og til dæmis ef íslensk heimili færu unn vörpum á hausinn ásamt fyrir tækj um lands manna! Eða að eftir spurn eftir framleiðsluvörum félli verulega. Og hvað ef gjald eyris ­ höftin, sem enginn vill hafa, standa samt til fram búðar? Bank arnir lifa í skjóli haft anna. Bankakerfið er að þessu leyti enn hálfgerður sjúkl­ ingur. Það er ekki lengur í gjörgæslu og það er búið að taka inn sýklalyf, bólgu eyð andi og hitastillandi eftir upp skurð. En það er í einangrun og varið fyrir sýk ing ­ um frá fjármálamörkuðum heimsins með gjald eyris ­ höftum á smitvarnadeild Seðlabanka Íslands. Og það virðist ósköp mátt vana þegar kemur að þjónustu við atvinnulíf lands manna. Ríkið á nú Landsbankann nær allan en „kröfuhafar“ Íslands banka og Arionbanka nær alla. Er þetta fyrir­ komu lag sem mun standa til fram búðar? Fáir trúa því. Kröfuhafarnir svo kölluðu vilja margir ekki þessa eign, sem þeir hafa nauðugir viljugir eignast. Og ríkið þarf að mati margra að losna við Landsbankann og reyna öðru sinni að koma hon um í dreift eignar hald. Frjáls verslun bar þessi álitamál undir alla þrjá banka ­ stjóra stóru bank anna og einn gagn rýnanda að auki.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.