Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 21

Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 21 Bankarnir eru ekki enn komnir á beinu brautina þótt nýir bankastjórar séu teknir við. Bank arnir eru sagðir lána lítið. Atvinnulífið bíður enn eftir aðgerðum bankanna við fjárhagslega endur skipu- lagn ingu fyrirtækja. Að tekið sé af skarið. Það á við um verst stöddu heimilin líka. Lík legast verða bankar sameinaðir. Atvinnulífið kvartar undan því að bankarnir séu fullir af fé sem ekki ratar út til fyrirtækjanna. En hvað segja bankastjórarnir? BANKAR Á TÍMAMÓTUM: TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Það vantar að bankarnir taki af skarið við endurskipulagn ingu fyrirtækja og hleypi nýju lífi í þau. Þetta er mat at vinnu lífsins. Nýir bankastjórar eru teknir við og verk ­efni þeirra virðist vera að koma bönkunum á beinu braut ina. At vinnu lífið bíður eftir að tappað verði af skuld a hala margra fyrirtækja svo hægt sé að byrja með hreint borð. En það eru mörg ljón á veg­ inum. Núna hefur verið greitt úr öllum forms at riðum hvað varðar starf semi bankana, 21 mánuði eftir sögu ­ legt fall þeirra. Það þýðir þó ekki endilega að þeir séu eins og spengi legir lang hlaup arar komnir á beinu brautina. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fór nýverið um Norðurlönd í fyrirlestrarferð að kynna stöðu nýju íslensku bankana í ljósi ev róp s krar skuldakreppu, gjaldeyrishafta og óvissu um raunverulegt verð mæti útistandandi skulda. Ráðherrann taldi stöðuna þokkalega og sagði allt í góðu á Ísl andi nema eitthvað gerðist. Eins og til dæmis ef íslensk heimili færu unn vörpum á hausinn ásamt fyrir tækj um lands manna! Eða að eftir spurn eftir framleiðsluvörum félli verulega. Og hvað ef gjald eyris ­ höftin, sem enginn vill hafa, standa samt til fram búðar? Bank arnir lifa í skjóli haft anna. Bankakerfið er að þessu leyti enn hálfgerður sjúkl­ ingur. Það er ekki lengur í gjörgæslu og það er búið að taka inn sýklalyf, bólgu eyð andi og hitastillandi eftir upp skurð. En það er í einangrun og varið fyrir sýk ing ­ um frá fjármálamörkuðum heimsins með gjald eyris ­ höftum á smitvarnadeild Seðlabanka Íslands. Og það virðist ósköp mátt vana þegar kemur að þjónustu við atvinnulíf lands manna. Ríkið á nú Landsbankann nær allan en „kröfuhafar“ Íslands banka og Arionbanka nær alla. Er þetta fyrir­ komu lag sem mun standa til fram búðar? Fáir trúa því. Kröfuhafarnir svo kölluðu vilja margir ekki þessa eign, sem þeir hafa nauðugir viljugir eignast. Og ríkið þarf að mati margra að losna við Landsbankann og reyna öðru sinni að koma hon um í dreift eignar hald. Frjáls verslun bar þessi álitamál undir alla þrjá banka ­ stjóra stóru bank anna og einn gagn rýnanda að auki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.