Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 Austurbæjarskólann en ákvað að fara sínar eigin leiðir og valdi Hlíðaskóla. „Ég hafði heyrt í fjölskylduboði að Hlíðaskóli væri rétti skólinn og fór því þangað,“ segir Gunnar Helgi. Þar komst hann í félagsskap sem enn heldur hópinn. Fylginn sér „Við vorum þarna nokkrir piltar sem höfðum verið saman í barnaskóla og svo þegar við komum í 1. bekk gaggó kom Gunnar Helgi í skólann. Hann var strax staðráðinn í að vera hluti af þessum hópi eða klíku og tókst það,“ segir Ari Kr. Sæmundsen, líffræðingur og forstjóri Gróco, æskuvinur Gunnars Helga. „Þetta segir mikið um Gunnar Helga. Hann er fylginn sér, vinnur markvisst og er ósáttur við annað en að ná markmiðum sínum,“ segir Ari. Þessir skólafélagar úr Hlíðaskóla eru og hafa lengi verið veiðifélagar og spilafélagar og nú hin síðari ár einnig félagar í golfinu. Gunnar Helgi er mikill áhugamaður um golf. „Við höfum alltaf haldið hópinn þótt leiðir okkar hafi legið í ýmsar áttir bæði í námi og við störf,“ segir Ari. „Þótt Gunnar Helgi væri mikið í útlöndum síðustu árin komum við alltaf saman á spilakvöldum og förum enn í veiði alveg eins og þegar við byrjuðum sem strákar að veiða í Elliða­ vatninu. Höfðingi Þau hjón Gunnar Helgi og Gunnhildur eru líka góð heim að sækja og maður fær að vera eins lengi og maður vill,“ segir Ari og hlær. Kona Gunnars er Gunnhildur Lýðsdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau þrjá syni. Eggert Guðmundsson, forstjóri Granda og svili Gunnars Helga, tekur undir þetta með höfðingsskapinn. „Ég held að fáir standi þeim hjónum á sporði þegar kemur að höfð­ inglegum móttökum,“ segir Eggert, sem fyrst kynntist Gunnari Helga fyrir 20 árum þegar hann giftist inn í fjölskylduna. „Ég held líka að ef við værum uppi á sögu­ öld þá væri Gunnar Helgi höfðingi, hann væri goði,“ segir Eggert og hlær. „Hann er for­ ystu maður í eðli sínu. Menn taka alltaf eftir hon um í hópnum og spá í hvað hann hugsar og segir.“ Eggert segir líka að Gunnar Helgi hafi ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en sé ekki meinfýsinn í garð annarra. „Hann hefur ákveðnar skoðanir og byggir þær gjarn an á staðreyndum,“ segir Eggert. Þolir ekki lausa enda Aðspurður um lesti Gunnars Helga nefnir Ari fyrst og fremst óþolinmæði: „Hann vill að verkin séu unnin. Þegar hann er búinn að komast að niðurstöðu og kominn í fram­ kvæmdaham á hann erfitt með að bíða eftir að aðrir taki við sér líka. Hann þolir ekki hangs og slóðaskap ef það telst þá ljóður á ráði manna. Ég held líka að hann eigi erfitt með að þola lausa enda.“ Eggert bregður upp líkri mynd af Gunnari Helga: „Allir kostir hafa sína spegil mynd,“ segir Eggert. „Hjá Gunnari Helga birtist þetta til dæmis á golfvellinum, hann á það til að leika mjög hægt og það er ekki alltaf vinsælt. Hann er alltaf að leysa verkefni. Í golfinu kynnir hann sér allar hliðar leiksins, les bækur og horfir til lengri tíma og ekki bara til eins hrings á vellinum.“ Sömu eiginleikar koma fram við veiði. Eggert segir að hann kynni sér árnar ná ­ kvæm lega og vilji ná árangri við veiðina sem annað. Verslunarnám Þegar námi í Hlíðaskóla lauk fór Gunnar Helgi í Verslunarskólann og lauk þaðan stúdentsprófi. Hann var forseti nem enda­ félagsins 1969­1970. Löngu síðar tók hann sæti sem formaður skólanefndar Versl unar­ skólans og segist alla tíð hafa borið sterkar taugar til Versló. Það var raunar kunnur maður af þessari sömu kynslóð sem bað Gunnar Helga að taka sæti í skólastjórn Versló árið 1995. Það er Vilhjálmur Egilsson, nú framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við kynntumst upphaflega í gegnum Verslunarráðið þegar ég var þar fram kvæmda­ stjóri,“ segir Vilhjálmur. „Ég þekkti hann ekki áður en leitaði oft til hans um ráðgjöf, sérstaklega varðandi verðbréfamarkaðinn á Íslandi, og hef oft leitað ráða hjá honum síðar. Hann er afar traustur maður og till­ ögu góður og því er oft til hans leitað.“ Vilhjálmur segist ekki í vafa um að Gunnar Helgi sé á réttum stað sem banka­ ráðsformaður. „Ég held að þetta hafi verið sterkur leikur að fá hann í þetta starf,“ segir Vilhjálmur. „Til að byggja upp bankana þarf fólk sem kann til verka og hefur líka horft á það sem gerðist utan frá. Gunnar Helgi er fagmaður og það er nauðsynlegt að fagmenn beri ábyrgð á bankanum.“ Diplómat Vilhjálmur segir að Gunnar Helgi sé ekki bara fagmaður heldur einnig diplómat og ekki einstrengingslegur í skoðunum. „Hann er ekki upptekinn af sjálfum sér en sýnt um að finna lausnir. Ég hef alltaf getað treyst honum,“ segir Vilhjálmur. Allur náms­ og starfsferill Gunnars Helga hefur tengst fjármálum. Þó segist hann ekki upptekinn af peningum umfram það að hafa nóg fyrir sig og sína en ekki til að safna pen­ ingum peninganna vegna. N Æ R M Y N D A F G U N N A R I H E L G A H Á L F D A N A R S Y N I „Ég held líka að ef við værum uppi á sögu öld væri Gunnar Helgi höfðingi, hann væri goði.“ Eggert Guðmundsson, forstjóri Granda og svili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.