Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 73 BUGATTI ER BESTUR Fyrir tæpar 400 milljónir króna verður hægt að kaupa dýrasta og flott asta bíl allra tíma, hinn fernra dyra Bugatti Galibier. Hann er nokk uð yfir fimm metra langur, vélin 16 strokka, nálægt þúsund hestöfl um, og hámarkshraðinn tæplega 400 kílómetrar á klukkustund. Bugatti-verksmiðjurnar voru stofnaðar árið 1909 af Ettore Bugatti, ítölskum innflytj anda og bílasnillingi, í bænum Molsheim rétt sunnan við Strassborg í þáverandi Þýskalandi. Frá 1919 hefur bærinn verið hluti af Frakklandi. Fram undir seinna stríð voru Bugatti dýrustu og flottustu bifreiðir þess tíma. Fyrir hálfri öld var framleiðslu á bílnum hætt en fyrir tólf árum keypti Volkswagen merkið, byggði verksmiðju í Molsheim og hefur síðan framleitt þar dýrustu og flottustu sportbíla samtímans. GRÆNN OG VÆNN Á næsta ári kemur Infinity með súpersportbíl, Essence, í tilefni tuttugu ára afmælis merkisins. Infinity er lúxusmerki Nissan-samsteypunnar og keppir fyrst og fremst við BMW. Standardvélin verður 3,7 lítra, fjögur hundruð og fjörutíu hestafla V6, með tveimur túrbínum. Á þarnæsta ári kemur sex hundruð hestafla ofurvetnisbíll. Hann verður kraftmesti græni bíllinn sem ekur um á jörðinni. Í þeim bíl verður þó ekki mikið pláss fyrir farangur, því litíum-íon-rafhlöðurnar fylla farangursrýmið að mestu. Essence er hannaður af Takashi Nakajima, og gefur hann fyrirheit um þá stefnu sem Infinity-merkið er að taka í hönnunarmálum. Flottur bíll, en því miður aðeins fyrir tvo. TÖLUR FRÁ ÚKRAÍNU OG VÍÐAR Zaparozhets seldi hvorki meira né minna en 3,4 mill- jónir bíla í Úkraínu á árunum 1960 til 1994; langmest seldi bíllinn þar. Á svipuðum tíma, eða frá 1965 til dagsins í dag, hefur Mercedes Benz framleitt yfir 5,1 milljón bíla af sínum stærsta og flottasta bíl, Benz S- línunni. Mest seldi Ferrari allra tíma er 360-bíllinn, en hann var framleiddur í rúmlega 17 þúsund eintökum frá 1999 til 2004. Volkswagen hefur framleitt yfir 27,2 milljónir VW Golf-bíla frá 1974, fimm milljónum fleiri en VW-bjallan sem var framleidd frá 1938 til 2003. Lada Sport er enn framleidd bæði í Rússlandi og Egyptalandi, en frá 1980 hafa yfir 13,6 milljón Lödur runnið af færibandinu, nokkru fleiri en „bestsellerinn“ Lamborghini Gallardo en 4.702 bílar voru framleiddir af honum 2004 til 2007. Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.