Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 45 Vindur í seglum Belgingur er upphaflega aðeins styrkur sem Ólafi Rögnvaldssyni hlotnaðist til að ljúka doktorsprófi í veðurfræði. Prófinu er ólokið enn en fyrirtækið hefur fengið vind í seglin og býður auk annars upp á staðarveðurspár fyrir hvaða svæði í heiminum sem er. Ólafur Rögnvaldsson hjá Reiknistofu í veðurfræði: Reiknistofa í veðurfræði – RíV – var stofnuð snemma árs 2001 og vin sælustu þjónustu hennar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.belgingur.is. Það er veðurþjónusta fyrir alla þá sem vilja vita nákvæmlega hvernig veður verður á hverjum stað þegar meðal annars áhrif landslags eru tekin inn í spána. „Helsti hvatinn var sá að mér hlotnaðist doktorsstyrkur og við leið- beinandi minn, pró fessor Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, töldum bestu leiðina til að hámarka nýtingu styrkfjárins að stofna einka- hlutafélag og taka styrkinn í gegnum það,“ segir Ólafur. Síðan hefur reksturinn undið upp á sig, og er svo komið að hjá RíV eru að jafnaði fimm til sjö starfsmenn en Ólafur hefur enn ekki „klárað blessað doktorsnámið“ eins og hann segir. Fyrirtækið býður upp á veður spár í hárri upplausn fyrir hvaða svæði sem er í heiminum. „Við bjóðum líka upp á klasaspár sem gefa upplýsingar lengra fram í tímann auk þess sem við gerum veðurfarsgreiningar aftur í tímann,“ segir Ólafur. Hann segir að RíV byggi á sterkri hefð rann- sókna í veðurfræði og skyldum greinum. Fyrir tækið tekur þátt í al þjóð legum rann sókn arverkefnum í samstarfi við háskóla, stofn anir og fyrirtæki í Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og víðar. Alþjóðleg samvinna „Þessi samvinna er lykilþáttur í starfsemi okkar og gerir okkur kleift að vera í fremstu röð á okkar sviði í veðurfræði,“ segir Ólafur. „Viðskiptavinir okkar nýta sér þjónustu okkar í margs konar tilgangi, allt frá áætlanagerð í rekstri fyrir vind- og vatnsorkuframleiðslu til þess að aðstoða við ákvarðanatöku á staðsetningum á mann virkjum.“ Nýjasta afurðin er svo þjónusta sem er sérsniðin að þörfum björg- unar- og leitar aðila. Ætlunin er að kynna hana formlega í október næstkomandi á alþjóðlegri ráð stefnu um björgunarmál í Reykjavík. Þessi þjónusta hefur fengið nafnið SARWeather (Search And Rescue Weather) og hefur verið þróuð í nánu samstarfi við Landsbjörg og Almannavarnir. „Lausnin hefur verið nýtt bæði í tengslum við jarðskjálftann á Haítí sem og í nýleg um flóðahörmungum í Pakistan,“ segir Ólafur. „Sam einuðu þjóðirnar hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga með mögu lega samþættingu við þeirra eigin kerfi í huga, það er Global Disaster Alert and Coordination System – www.gdacs.org. Áætlað er að prófanir fari fram hjá þeim á næstunni. Sölumenn eru líka fólk Árið 2007 var fyrirtækið endurskipulagt og Haraldur Ólafsson, annar stofnenda, dró sig út úr rekstrinum en inn komu nýir hluthafar. Í kjölfar þessa var áherslum í rekstri breytt, en fram til þessa hafði verkefnaflóra RíV nær eingöngu takmark ast við rannsóknaverkefni, styrkt af sam keppnissjóðum. „Fókusinn á markaðs- og sölumál hefur verið brýndur en það var ekki með öllu sársaukalaust að stíga niður af aka demíska hroka- pallinum og játa að sölu menn væru líka fólk,“ segir Ólafur. „Það hefur þó tekist og eru allir starfsmenn mjög meðvitaðir um að þær breytingar sem nú eiga sér stað eru nauðsynlegar fyrirtækinu, og þar með þeim sjálfum.“ Hrunið hefur reynst bæði lán og ólán. Ólafur segir að verkefnum innanlands hafi snarfækkað en á móti komi að erlend verk efni hafi gefið fleiri krónur af sér en upp haflega var áætlað. „Ef eitthvað er, þá hefur hrunið skerpt á þeim áherslum okkar að leita verkefna utan landsteinanna og hraðað því ferli,“ segir Ólafur. „Lausnin hefur verið nýtt bæði í tengslum við jarðskjálftann á Haítí sem og í nýlegum flóðahörmungum í Pakistan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.