Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 159

Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 159
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 159 SETIÐ FYRIR SVÖRUM GUÐMUNDUR HAUKSSON, SPARISJÓÐSSTJÓRI SPRON Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? Þessi gríðarlegi kraftur sem komið hefur fram hjá mörgum fyrir- tækjum í útrás íslenskra fyrirtækja og hin mikla umræða sem hefur skapast erlendis vegna aukinna umsvifa íslenskra fjárfesta. Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra? Já, sér- staklega hagfellt efnahagsumhverfi skilar sér í góðri afkomu á árinu. Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og mun það ná settum markmiðum? Það má segja að allar rekstrarein- ingar fyrirtækisins gangi vel. Viðskiptavinir okkar njóta þess góðæris sem ríkir og það kemur fram í mikilli eftirspurn eftir bankaþjónustu og um leið hafa vanskil stórlega minnkað. Þá skilar einkar hagstæð þróun á verðbréfamarkaði fyrirtækinu talsverðum gengishagnaði og því munum við ná markmiðum ársins. Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni á árinu 2006? Það er varla hægt að hugsa sér að efnahagsaðstæður geti orðið miklu betri án verulegrar hættu á ofþenslu. Ljóst er að sterkt gengi krónunnar er farið að skapa erfiðara rekstrarumhverfi í mikil- vægum atvinnugreinum á sama tíma og aukinn þrýstingur myndast á vinnumarkaði. Því er hætt við að eitthvað gefi eftir en vonandi tekst að draga úr spennu í efnahagslífinu og ná betra jafnvægi þannig að efnahagsaðstæður verði eftir sem áður góðar á næsta ári. Telur þú að verð á íslenskum hlutabréfamarkaði haldi áfram að hækka? Hækkanir undanfarinna ára hafa verið byggðar á vænt- ingum um gott gengi íslenskra fyrirtækja, einkum þeirra sem eru með starfsemi erlendis. Ef þessar fjárfestingar standa undir sér og engin kollsteypa verður í íslensku efnahagslífi gætum við séð frekari hækkanir. PÉTUR HAFSTEINN PÁLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍSIS HF. Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? Ég bjóst aldrei verið jafn sterku gengi krónunnar og verið hefur. Reyndar reiknaði ég með að króna rétti sig af þegar kæmi fram á haustið, en það hefur ekki gengið eftir. Greiningardeildir bankanna tala í kross um framhaldið þannig að sjálfur ætla ég að halda mig til hlés í spádómum um gengismál. Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra? Afkoman verður eitthvað lakari en í fyrra. Reyndar vorum við með ágætt hálf- sárs uppgjör og héldum sömu framlegð og í fyrra. Þegar árið verður gert upp í heild sinni reikna ég þó með að afleiðingar gengisþróunar dragi eitthvað úr hagnaði. Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu ári og mun það ná settum markmiðum? Árið í ár er það fyrsta sem starfs- emi í Grindavík, á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi er öll rekin undir sömu kennitölu. Verkefni ársins hefur því meðal annars verið að stilla saman strengi í rekstri á þessum stöðum. Við gerðum breytingar í sölumálum og landvinnslu og höfum á síðustu þremur árum fækkað skipum okkar úr átta í fimm. Þetta hagræðingarstarf er nú að skila árangri. Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni á árinu 2006? Ég myndi ekki veðja á betri aðstæður á næsta ári. Fram- haldið ræðst annars mikið af gengisþróun og kjarasamningum. Á vinnumarkaði skynja ég mikla þenslu, í dag er til dæmis erfitt að manna skip og vinnsluhús. Telur þú að verð á íslenskum hlutabréfamarkaði haldi áfram að hækka? Mér finnst ósennilegt að verð hlutabréfa í fyrirtækjum sem starfa eingöngu á innanlandsmarkaði hækki. Gengi bréfa í þeim fyrir- tækjum sem eru í útrás getur hins vegar haldið áfram að stíga. Velta: 8,3 milljarðar Hagn. f. skatta: 1,8 milljarðar Eigið fé: 5,9 milljarðar Velta: 3,9 milljarðar STÆRSTA STÆRSTA „Bjóst aldrei við jafn sterku gengi krónunnar og verið hefur.“ -Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. „Mikilli eftirspurn eftir bankaþjónustu og jafn- framt hefur dregið stórlega úr vanskilum.“ - Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. 40 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.