Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 2
2 1. Maí 2015 Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Bryndís fékk verðlaunin Hafnfirðingurinn Bryn-dís Björgvinsdóttir tók á dögunum við barnabóka- verðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, en þau voru afhent við athöfn í Höfða. Verðlaunin fær hún fyrir bókina Hafnfirðingabrandarann sem Vaka Helgafell gaf út. Í umsögn valnefndar um verðlauna- bókina Hafnfirðingabrandarann segir m.a. : „Hafnfirðingabrandarinn er marglaga skáldsaga þar sem fjallað er um sígild stef í lífi unglinga eins og fyrstu ástina og ástarsorgina, félagslíf og samskiptamynstur sem aldrei er eins flókið og á unglingsárum, ofsakvíða, ofsakæti og allt þar á milli. Sagan er umfram allt skrifuð af leiftrandi stíl- gáfu, umvefjandi hlýju og heilnæmum húmor sem fær lesendur á öllum aldri til að njóta lestrarins og hreinlega tæta bókina í sig.“ Bryndís Björgvinsdóttir hefur einnig hlotið íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hafnfirðingabrandarann og fleiri viðurkenningar. Fjallað er um bókina á bls. 12. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ vilja áheyrnarfulltrúa í nefndir: Íbúafundir duga ekki til Steinþór Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Garðabæ, ræddi hugmyndir minnihlutans í bæjarstjórn um áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins á bæjarstjórn- arfundi á dögunum. Tillagan hefur ekki náð fram að ganga en með henni leggja bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar, Fólksins í bænum, sem eiga einn fulltrúa hvor og Bjartrar fram- tíðar sem er með tvo fulltrúa, til að áheyrnarfulltrúar verði skipaðir í þær fastanefndir bæjarins þar sem full- trúar allra flokka eiga ekki fulltrúa. „Sveitarstjórnarlögin setja ákvörðun um skipan áheyrnarfull- trúa í nefndum, sem ekki fara með fullnaðarákvörðun, í hendur sveit- arstjórna. Með þessari ákvörðun meirihlutans er Garðabær eitt örfárra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, líklega annað tveggja sveitarfélaga sem ekki heimilar skipan áheyrnar- fulltrúa í nefndir. Allt tal meirihlutans um að í stað áheyrnarfulltrúa komi til opnir íbúafundir er fyrirsláttur og kemur á engan hátt í stað fundar- setu í nefndum,“ segir meðal annars í bókun minnihlutaflokkanna í Garðabæ. Fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra minnist íbúakosningar um álverið: Helmingur bæjarbúa var sammála einum Guðrún Ágústa Guðmunds-dóttir fyrrverandi bæjar-stjóri, sem nú hefur sagt sig úr bæjarstjórn og hafið störf fyrir Alþýðusambandið, minnist tveggja hluta sérstaklega, þegar hún er spurð um árangur sinn í stjórnmálum. „Ég tel það afrek að hafa náð að ljúka samn- ingum um endurfjármögnun erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar. Í öðru lagi er það niðurstaða íbúakosningar um tillögu að breytingu á deiliskipulag vegna álversins. Það var magnað að upplifa það að vera eini bæjarfulltrúinn sem greiddi atkvæði gegn tillögunni í bæjarstjórn en komast svo að því við niðurstöðu íbúakosningarinnar að helmingur bæjarbúa greiddu atkvæði gegn deiliskipulagstillögunni,“ segir Guðrún Ágústa í viðtali við blaðið. Sjá bls. 8. Hógvær krafa launafólks Okkur berast einnig fréttir af því að arðgreiðslur og stjórn-arlaun hækki gríðarlega og í engu samræmi við tilboðin sem at- vinnurekendur setja fram í kjaravið- ræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að at- vinnurekstur sé það arðsamur að hann standi undir mannsæmandi launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylk- ingarinnar í grein hér í blaðinu. Sjá bls. 4. Einkavæðing og innlimum Iðnskólans í Tækniskólann: Ákveðið fyrir löngu? Ákvörðun um yfirtöku Tækni-skólans á Iðnskólanum í Hafnarfirði virðist eiga sér mun lengri aðdraganda en yfirlýs- ingar Menntamálaráðuneytisins gefa til kynna. Svo virðist sem haf- ist hafi verið handa við undirbún- ing einkavæðingarinnar í mennta- málaráðuneyti Illuga Gunnarssonar snemma árs 2014. Fullyrt er að í febrúar á þessu ári hafi stjórn Tækniskólans óskað eftir fund með ráðherra um málið. Þar hafi komið fram hugmynd um að sameina skólana tvo sem nú er stað- reynd. Allt þetta hafi gengið hratt fyrir sig. Verkefnahópur var skipaður 18. mars og gert að skila skýrslu 21. apríl. Menntamálaráðherra á þá að hafa tekið ákvörðun þá þegar en tilkynnt var um ákvörðunina með formlegum hætti á vef Menntamálaráðuneytis á þriðjudag. Þá var búið að fjalla um málið í fjölmiðlum. Ekki þarf sérstaka lagaheimild til að einkavæða einstaka framhaldsskóla. Ítarlega er fjallað um málið í úttekt Atla Þórs Fanndal blaða- manns. Sjá bls. 10-11. Sveitarfélögin sýni fordæmi Baráttan fyrir því að allir njóti réttar til virkar þátttöku á vinnumarkaði, að fólk með skerta starfsgetu finni kröftum sínum farveg fjallar heldur ekki aðeins um þeirra rétt og hagsmuni, heldur samfélagsins alls. Hún snýr ekkert síður að því að samfélagið viðurkenni og nýti til fulls alla þá hæfileika og krafta sem það býr yfir sem ein heild,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í grein hér í blaðinu. Áfram heldur hann: „Á alþjóðlegum baráttudegi launafólks er ástæða til að undir- strika mikilvægi þess að sveitarfé- lög og fyrirtæki í eigu þeirra fari fram með góðu fordæmi í atvinnu- málum fatlaðs fólks og setji sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa sem henta fólki með mismun- andi starfsgetu. Hafnarfjarðarbær er stór vinnuveitandi og hefur því ríkar skyldur og mikilvægu hlutverki að gegna á þessu sviði.“ Ellen Calmon, formaður Öryrkja- bandalags Íslands minnir á tillögur Öryrkjabandalagsins um starfsgetu- mats í grein hér sömuleiðis og hvetur til þess að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur hér á landi. Sjá bls. 4. Framkvæmdir í Urriðaholti: Hálsafell bauð lægst Bæjarráð Garðabæjar hefur sam-þykkt að ganga til samninga við Hálsafell ehf. um gatna- gerð í öðrum áfanga í norðurhluta Urriðaholts sem nú er í uppbyggingu. Bæjarverkfræðingi er falið að sjá um samninga. Þrír skiluðu tilboðum til bæjarsins. ÍAV bauð rúmar 268 milljónir króna. Ístak Íslands bauð 299 milljónir en Hálsafell tæpar 232 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt tæpar 300 milljónir króna. Ákvörðun verði endurskoðuð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur kallað eftir því að ráðherra endur- skoði ákvörðun um sameiningu Iðnskólans við Tækniskólans. Hún samþykkti jafnframt á fundi á miðvikudag að kalla eftir skýrum svörum frá ráðherra um ýmis atriði sem málið varðar og hefur bæjar- stjóri þegar óskað eftir fundi með ráðherra vegna stöðunnar. Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Efling – stéttarfélag hafa tilkynnt ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins að yfirstandandi kjaradeilu hafi verið vísað til ríkissáttasemjara. Samninga- viðræður hafi ekki skilað árangri og stóra samninganefnd Flóafélaganna því einróma ákveðið þetta. Verkfall Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst í gær og félagar í BHM hafa fyrir nokkru hafið verkfallsaðgerðir. Ellen Calmon.Gunnar axel. Bryndís Björgvinsdóttir hér til hægri ásamt Birgittu Hassel sem hlaut verðlaun fyrir þýðingu á unglingabókinni Eleanor og Park.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.