Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 10
10 1. Maí 2015 Einkavæðing bak við tjöldin Ákvörðun um yfirtöku Tækniskólans á Iðnskólanum í Hafnarfirði á sér mun lengri aðdraganda en yfirlýsingar Menntamálaráðu- neytisins gefa til kynna. Svo virðist sem hafist hafi verið handa við undirbúning einkavæðingarinnar í menntamálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar snemma árs 2014. Opinbera sagan er þessi. Í febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans eftir fund með ráðherra. Þar kom fram sú hugmynd að kanna samein- ingu skólanna tveggja. Um það bil viku síðar sendi stjórn Tækniskólans formlega beiðni til menntamálaráð- herra að ráðist yrði í gerð fýsileika- könnunar. Verkefnahópur var skipaður 18. mars og gert að skila skýrslu 21. apríl. Menntamálaráðherra á þá að hafa tekið ákvörðun þá þegar en tilkynnt var um ákvörðunina með formlegum hætti á vef Menntamálaráðuneytis á þriðjudag. Þá hafði þegar verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í Harald L. Líndal þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lengi staðið til Unnið hefur verið að sameininga- áformum lengur. Síðasta haust var það umtalað meðal ákveðinna starfsmanna skólanna að til stæði að sameina þá tvo. Þá þegar var ljóst að ætlunin væri að einkavæða Iðn- skólann í Hafnarfirði með yfirtöku Tækniskólans á starfsemi hans. Erfitt var að fá skýr svör um hver aðdrag- andinn að ákvörðun stjórnar Tækni- skólans um beiðni um yfirtöku væri. Sagan sem sífellt var endurtekin er sú að málið hafi komið upp í fram- hjáhlaupi á fundi með ráðherra og einn stjórnarfundur hafi svo verið haldinn til að senda erindi um yf- irtökuna. Þór til Tækniskólans Þór Pálsson, starfandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, var ráð- inn aðstoðarskólameistari Tækni- skólans í janúar. Þá stóð til að hann hæfi störf núna í vor. Þór er tímabundið skipaður á meðan Ár- sæll Guðmundsson, verkefnastjóri í menntamálaráðuneytinu, er í leyfi sem skólameistari. Opinberlega hefur Ársæll sagt að niðurlagn- ing skólans gangi gegn hans eigin hagsmunum, enda verði starf hans lagt niður. Innan skólans er hins vegar ekki annað að heyra en að gríðarleg óánægja hafi verið með störf hans þar og raunar var nokkur ólga innan veggja af þeim sökum. Í samtölum við starfsfólk skólans var stjórnunarstíll Ársæls harðlega gagnrýndur og nefndu heimildar- menn gerræðislega ákvarðanatöku og að hann hefði orðið margsaga um hluti. Gagnrýna vinnubrögðin Í maí 2014, skömmu áður en tilkynnt var um að hann hæfi störf í ráðu- neytinu ályktaði kennarafélag skólans gegn honum og gagnrýndi uppsagnir á ritara skólans og framkomu við náms- ráðgjafa skólans. Þær ályktanir beinast gegn Ársæli og var það staðfest í sam- tölum við fjölda starfsfólks skólans. Í ályktun félagsins um uppsögn ritara segir: „Við álítum uppsagnir ritara skólans tilefnislausar og vinnubrögð og framkvæmd uppsagna forkastan- leg og til vansa fyrir skólabraginn.“ Það vekur því spurningar fremur en nokkuð annað þegar verkefnastjóri þess að leggja hinn sama skóla niður segir það beinlínis ganga gegn sínum eigin hagsmunum. Unnu saman að námskrá Vinna við námskrá og vinnumat hefur staðið yfir um nokkurn tíma. Við þá vinnu gerði menntamálaráðherra þá kröfu að Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn störfuðu saman við hluta þeirrar námskrár. Slíkt er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en margir starfsmenn minnast á þetta í samtölum við blaðið og segja þetta vekja upp spurningar um hve lengi hafi staðið til að fara þessa leið til sameiningar. Lýstu yfir áhyggjum Kennarafélag Iðnskólans í Hafnarfirði ályktaði um sameininguna um miðjan apríl. „Kennarar og starfsfólk Iðnskól- ans í Hafnarfirði lýsa áhyggjum sínum af fyrirhugaðri sameiningu Tækniskól- ans, skóla atvinnulífsins og Iðnskólans í Hafnarfirði. Starfsmenn allir sem og skólaæskan í Hafnarfirði og nágrenni eru sett í óvissu með þessu,“ segir í til- kynningunni. Þar segir einnig: „Skorað er á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta málið til sín taka. Menntamálayfir- völdum er bent á að fýsileikaútreikn- ingar og hagkvæmni stærðarinnar er ekki hinn einhlíti sannleikur.“ Sama dag var málið rætt í bæjarráði Hafnarfjarðar en minnihlutinn tók málið upp. Á þeim fundi kom fram að Hafnafjarðarbær hefði haft fulltrúa í verkefnahópnum, það er að formaður skólanefndar Iðnskólans, Bjarni Bjarnason hefði átt sæti í hópnum. Samskiptin þar á milli virðast ekki hafa verið mikil. Í samtali við blaðið sagði Ársæll að hann hefði upplýst bæjarráð um málið. Þá sagðist hann hafa átt í reglulegum samskiptum við Harald L. Haraldsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Einkavæðing Um einstaka framhaldsskóla gilda ekki sérstök lög líkt og um skóla á háskóla- stigi. Þar af leiðir að Menntamálaráð- herra getur með breytingu á reglugerð og samningum lagt niður, einkavætt og/eða sameinað framhaldsskóla öðrum án þess að Alþingi komi nærri. Þetta var raunin þegar Tækniskólinn var stofnaður í tíð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi mennta- málaráðherra. Í dag starfar hún sem yfirmaður menntasviði Samtaka At- vinnulífsins og situr í stjórn Tækni- skólans fyrir hönd Samtaka Fyrirtækja í sjávarútvegi. Tækniskólinn ehf. er í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi - SFS, Samtaka iðnaðarins, Samorku, og Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík. Einkavæðing Tækniskólans vakti tiltölulega litla umræðu þegar hún fór fram árið 2007. Þáverandi þingkona VG, Kolbrún Halldórsdóttir gerði málið þó að sínu. „Við fréttum af því fyrst í fjölmiðlum fyrir 4–5 vikum að til stæði að sameina Fjöltækniskóla Ís- lands og Iðnskólann í Reykjavík undir heitinu Tækniskólinn og stofnað um hann einkahlutafélag.“ Kolbrún gerði athugasemd við hugmyndir um að skólinn yrði rekinn sem fyrirtæki. Efling iðnnáms Gagnrýni á áformin svaraði þáverandi menntamálaráðherra á þá leið að hér væri verið að efla verknám í landinu með breyttu rekstrarformi. Sömu rökum er beitt í dag. Varðandi aðkomu Alþingis að málinu sagði Þorgerður Katrín á Alþingi: „Hvað varðar beina aðkomu Alþingis að málinu tek ég fram að ekki þarf lagabreytingu til að sameining þessara tveggja skóla gangi eftir. Þessu er því ólíkt farið og við sam- einingu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík — sem Vinstri grænir voru á móti — og við væntanlega samein- ingu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands þar sem í þeim tilvikum hefur þurft að nema úr gildi lög um viðkom- andi stofnun. Engin sérlög eru til um einstaka framhaldsskóla og breyting á rekstri þeirra því ekki háð breytingu á lögum.“ Einkavæðing Tækniskólans gekk í gegn nokkru síðar án sérstakrar umræðu á Alþingi eða í samfélaginu. Nú virðist ætlunin að gera hið sama. Einkavæðing er stefnan „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í þættinum Ísland í bítið snemma árið 2014. Umræðuefnið var aukin einkavæðing í menntakerfinu. Illugi ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Menntamálaráðherra lét ummælin falla á sama tíma og kennarar voru í verkfalli. Þá var hann Dagskrá 1. Maí hátíðarhaldanna í Hafnarfirði 2015 LaunafóLk Félögin leggja áherslu á: • Að arði auðlinda okkar verði skipt í þágu alls samfélagsins • Hærri ráðstöfunartekjur fyrir heimilin • Átak í atvinnuuppbyggingu • Vinnumarkað sem byggir á réttlæti og sanngirni • Öryggi í húsnæðismálum • Forsendu verðtryggingar verði breytt • Annan gjaldmiðil ekki ótrygga krónu • Staðinn verði vörður um lífeyrisréttindi landsmanna Jöfnuður býr tiL betra samféLag kaffihLaðborð í boði stéttarféLaganna að funDi Loknum Kl. 13:30 Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun. Kl. 14:30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3. Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús. Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Ræða: Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. skemmtiatriði: Voces masculorum Sönghópurinn Voces masculorum kemur og tekur nokkur lög fyrir gesti. Iðnskólinn í Hafnarfirði var stofn- aður 11. nóvember 1928 af Iðnað- armannafélagi Hafnarfjarðar. Ríkið og Hafnarfjarðarbær tóku við rekstri árið 1956. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði eru um 60 talsins og skiptast í stjórnendur. kennara og starfsmenn stoðþjónustu. Alla jafna stunda milli fjögur- og fimmhund- ruð nemendur nám við skólann. Tækniskólinn er einkarekinn fram- haldsskóli í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku, og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Tækniskólinn ehf. var stofnaður vorið 2008 með samruna Iðnskól- ans í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands. Samkvæmt samþykktum skólans er eigendum ekki heilmilt að taka út arðgreiðslur. Starfsmenn skólans eru um tvö hundruð. Fast- ráðnir kennarar eru um 160. Alla jafna stunda milli 1700 og 2000 nemendur nám við skólann. ÚTTEKT

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.