Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 11
111. Maí 2015 spurður hvort stuðla ætti að frekari einkavæðingu kerfisins. Ekki er annað að sjá en að einkavæð- ing grunnþjónustu sé á stefnuskrá nú- verandi stjórnvalda. Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra hefur opnað á að ríkið feli einkaaðilum stærri hlut í rekstri heilbrigðisþjónustunar. Kristján Þór hefur þannig bent á að einkaaðilar gætu komið að rekstri heilsugæslustöðva. Hanna Birna Krist- jánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráð- herra, sagðist í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, í október í fyrra, að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að einka- aðilar kæmu að uppbyggingu sam- göngumannvirkja. „Á leikskólastiginu þá hefur sú þróun orðið, og eiginlega bara hægt og hljótt, og tekist alveg frábærlega til. Þar er stór hluti af leikskólabörnunum sem er kominn inn í sjálfstætt rekna leikskóla. Þar er ég að tala um Hjallastefnuna,“ sagði Illugi um hugsanlega einkavæðingu skólakerfisins. Menntamálaráðherra bendir þar réttilega á að nokkur hluti skólakerfisins, séu öll þrep kerfisins tekin með, eru þegar í einkarekstri. Atvinnulífið boðar innrás „Það er rík ástæða til að auka áherslu á fjölbreyttari rekstrarform,“ segir í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífs- ins og Viðskiptaráðs sem ber heitið Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun. Skýrslan sem kynnt var í lok október árið 2014 er manife- sto atvinnulífsins í menntamálum. Samhliða skýrslunni hafa ýmis sam- tök atvinnugeira lagt aukna áherslu á umræðu um menntun. Skýrslan kom út skömmu eftir hvítbók mennta- málaráðherra en í henni boðar Illugi Gunnarsson grundvallarbreytingar á kerfinu. Í þeim viðtölum sem hann hefur veitt vegna útgáfu hvítbókar- innar hefur hann ekki viljað sam- þykkja að til standi að skera niður í kerfinu. Kostnaðurinn af menntakerf- inu virðist honum þó vera ofarlega í huga. Beinu tali um niðurskurð er bægt frá með umræðu um forgangs- röðun. Bylting viðskiptalífsins „Við skulum nota aðferðina sem Che Guevera notaði í byltingunni á Kúbu,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir, eigandi Hjallastefnunnar ehf, á árs- fundi „atvinnulífsins“ sem fór fram í Hörpu, fimmtudaginn 3. apríl í fyrra. Yfirskrift fundarinns var: „Aukin samkeppnishæfni - betri lífskjör allra“. Margrét Pála blés í stríðslúðrana og lýsti íslensku menntakerfi nánast sem brunarústum í höndum harðsvíðra möppudýra, snauðum af tilfinningu fyrir nemendum og hagsmunum þeirra. „Við skulum ráðast að þessari valdastofnun. Skólinn, Kennarasam- bandið, Kennaraháskólinn, fram- haldsskólinn, verkföllin, allur þessi pakki. Við skulum ráðast eins víða að þessu og við getum með því að stofna nýtt. Með því að búa til eitthvað,“ sagði hún. Stefna Sjálfstæðis- flokksins Bergmál þessa tóns mátti heyra hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sem fóru fram í maí í fyrra. Þannig var Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins, tíðrætt um aukið „valfrelsi“ í skólamálum og styrkingu sjálfstæðu skólannna. Hið pólitíska hugtak einkavæðing er afar óvinsælt og því lítið notað. Einkavæðing lýsir því þegar stjórn, rekstur og áhrif ein- inga eru færð til einkaaðila í ríkara mæli en þegar er. Dæmi um þetta er stofnun sem hingað til hefur að öllu leyti búið við eignar- og boðvald hins opinbera en kýs svo að bjóða hluta starfseminnar út til einkareksturs. Slíkt er einkavæðing frá því sem var. Flestar kannanir sýna mikla andstöðu við einkavæðingu. Við þessu hafa stjórn- málamenn brugðist með því að skapa ný hugtök eins og einkarekstur, valfrelsi og samkeppni þegar markmiðið í reynd er einkavæðing. Auðvitað einkaðilar „Auðvitað viljum við einkaðila,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 skömmu fyrir síðustu kosningar. „Nú er einka- skólarnir mjög vinsælir. Nemendum í einkaskólum hefur fjölgað mjög undanfarin ár.“ Áslaug endurómaði þar stefnu flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að stuðla að því að fjölga valkostum í menntun reykvískra barna. Við viljum efla samkeppni og fjölbreytni með sjálfstæðari skólum og fleiri sjálfstætt starfandi skólum,“ segir í stefnuplaggi flokksins. Áslaug sagði í sama viðtali að foreldrar sem ekki hefðu efni á að greiða aukið fyrir nám barna sinna ættu að forgangsraða með öðrum hætti. „Skoðum foreldrana sem eru núna hjá einkaðilum. Þetta eru for- eldrar sem eru með engum hætti öðru- vísi en aðrir foreldrar hjá borginnni. Þau hins vegar forgangsraða þessum fimm þúsund kalli sem skólagjöldin eru meiri.“ Hún sagði vinstrimenn kreddufulla og mótfalla arði. „Það er algjör kredda vinstrimanna að arðsem- iskrafan sé slæm. Hún er það ekki,“ sagði Áslaug. Ríkið borgi „Íslenskt menntakerfi er að megn- inu til fjármagnað af hinu opinbera og fyrir slíku fyrirkomulagi má færa sterk rök,“ segir í menntaskýrslu Samtaka atvinnulífsins, eins eiganda Tækniskólans. Samtökin virðast þó mjög áfjáð í að einkaðilum verði hleypt að fé því er hið opinbera leggur til og gerir ekki sérstaka athugasemd við þá forgangsröðun samfélagsins að leggja talsverðan metnað í menntun. „Menntamál eru þó víðfeðmari en flestir málaflokkar á forræði hins op- inbera, einkum þegar áhrif á lífskjör eru metin. Þannig mótar menntakerfið einstaklinga á margvíslegan hátt; byggir upp hagnýta hæfileika, leggur grunn að samfélagslegum viðmiðum, eflir tilfinningaþroska og styður við félagslega tengslamyndun. Á sama tíma er menntakerfið grunnstoð verðmæta- sköpunar í hagkerfinu og styrkir getu þess til að mæta alþjóðlegri samkeppni. Með öðrum orðum er menntun stærsta efnahagsmál framtíðarinnar.“ Stenst ekki nána skoðun Opinbera skýringin um að Iðnskólinn verði einkavæddur með yfirtöku Tækniskólans eftir aðeins örfárra vikna vinnu stenst ekki nánari skoðun. Ákvörðun sem þessi er í höndum fleiri aðila en menntamálaráðuneytisins. Hins vegar má halda því fram til að skera á pappírsslóð hjá hinu opinbera og um leið verður erfiðara að rekja pappírsslóð ákvörðunarinnar. Óskað var samtals við menntamálaráðherra vegna málsins. Í svari frá Sigríði Hall- grímsdóttur, aðstoðarmaður ráðherra, var vísað á verkefnastjóra sameiningar- innar, Ársæl Guðmundsson. Hann er embættismaður og tekur ekki póli- tískar ákvarðanir heldur ráðherra. Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Illugi Gunnarsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.