Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2015, Blaðsíða 12
ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni eru ekki styrkt eftirá. Sótt er um í gegnum Mínar síður á vef bæjarins. Umsóknarfrestur er til 14.maí 2015 og skal úthlutun lokið fyrir 1. júní 2015. Fyrirspurnir má senda á netfangið jonaosk@hafnarfjordur.is Aðstoð við skráningu/ umsókn er hægt að fá í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 eða í gegnum netspjall á www.hafnarfjordur.is Ertu MEð góða hugMynd? Bæjarráð auglýSir Eftir StyrkuMSóknuM. 1. Maí 201512 Hafnar- fjarðar- brandarar ólíkra tíma Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur hefst í unglingaherbergi (líklega í Norður- bænum) í Hafnarfirði þann 1. des- ember árið 1999. Klara er fimmtán ára, móðir hennar kallar herbergið hennar svínastíu og framan af sögunni, sem gerist vikurnar fyrir jól, er fátt sem bendir til annars en að hér sé bara á ferðinni sniðug og fyndin unglingasaga sögð í fyrstu persónu af Klöru sjálfri. Foreldrar Klöru fara til Kanaríeyja þar sem pabbi hennar ætlar að hvíla sig eftir spítalavist. Klara dvelur hjá áttræðri og mjög hressri ömmu sinni á meðan. Kannski er Klara dæmigerður unglingur að svo miklu leyti sem til eru einhverjir dæmigerðir unglingar. Hún er ör og taugaveikluð, sælgætis- sjúk, feimin, oft svolítið einmana og dálítið klaufaleg á margan hátt, en hún er líka með húmor fyrir sjálfri sér sem er nú ekki sjálfsagt mál þegar unglingar eru annars vegar. Við sögu koma meðal annarra vinkonur, fyrr- verandi kærastinn Grjóni, eineltis- fórnarlamb frá Færeyjum, strákurinn sem allar stelpurnar eru skotnar í, vin- sælu stelpurnar, tággrönnu fimleika- stelpurnar sem eru með strekkt hár og pískra um próf og næringarfræði og auðvitað lúðarnir sem forðast hver annan í stað þess að mynda gengi því að þeir „halda að þrír eða fleiri lúðar í hóp séu lúðalegri en einn eða tveir lúðar á stangli.“ (bls. 37) Í sögu Klöru eru margir drepfyndnir hlæja-upphátt-kaflar og allskonar skemmtilegar vangaveltur um lífið og tilveruna. Pabbi og mamma Klöru urðu fljótlega uppáhaldspersónur hjá mér. Þau eru roskin og kunna hvorki að leigja DVD-myndir né panta pít- sur og þau gefa henni yfirleitt glataðar jólagjafir. Foreldrarnir endurspegla svo sniðuglega hvað heimurinn hefur breyst rosalega mikið síðustu ára- tugina. Ég ólst sjálf upp í Hafnarfirði ekkert mjög löngu á undan Klöru og er af millibilskynslóð milli hennar og foreldranna, en mér finnst mjög margt í sögu Klöru komið töluvert langt frá mínum unglingsárum í umræddu bæjarfélagi. Hafnfirðingabrandarinn er ekki bara saga unglingsins Klöru. Þegar komið er eitthvað fram yfir blaðsíðu hundrað (þess má geta að þetta er löng bók, eða 432 blaðsíður) kemur til sögunnar löngu dáinn frændi hennar, Ingimar. Klara veit í upphafi ekkert um þennan frænda en smám saman kemst hún að því að hann hefur verið álitinn furðufugl, einhverjir segja hann hafa verið einfeldning og kjána, hann var talinn öfugur (sem Klara veit ekki hvað þýðir) og það var gert gys að honum og honum strítt. Síðan eru aftur aðrir sem hafa álitið hann góð- menni og snjallan náunga. Ingimar var frumkvöðull í lífrænni ræktun, hann stundaði forvitnilegar rann- sóknir og var á undan samtíð sinni í ýmsu en eins og amma Klöru nefnir þá var hann af mörgum álitinn einhvers konar Hafnfirðingabrandari. Saga Ingimars speglar sögu Klöru og jafnvel líka sögur eineltisfórn- arlambsins Maríu Kristu Poulsen og annarrar skólasystur sem er í söfnuði Votta Jehóva og stelpurnar spyrja sí- fellt út í sömu hlutina aftur og aftur og furða sig endalaust á að hægt sé að velja sér að lifa ekki lífinu eins og flestir í kringum mann gera. Sögur frændsystkinanna, sem eru af ólíkum kynslóðum og kynnast aldrei, sýna að lífið er mynstur sem hefur tilhneig- ingu til að endurtaka sig. Hafnfirskir furðufuglar eru til á öllum tímum en þegar upp er staðið þá vita þeir alveg sínu viti. Ég er dálítið spennt að vita hvað unglingum á eftir að finnast um þessa löngu og lagskiptu Hafnarfjarðarsögu. Góðar og áhrifaríkar barna- og ung- lingabækur má gjarna lesa á mörgum plönum og ekki síst þess vegna er Hafnfirðingabrandarinn bók fyrir fólk með misjafnan bókmenntasmekk og ólík áhugamál. Unglingar ættu auð- vitað að lesa Hafnfirðingabrandarann en ég mæli samt ekki síður með bók- inni fyrir miðaldra og aldraða, hvort sem viðkomandi kunna eða kunna ekki að leigja myndir og panta pítsur. P.s. Ég ólst upp við að kalla brandara þar sem Hafnfirðingar koma við sögu, Hafnarfjarðarbrandara. Mun fleiri dæmi finnast um orðið Hafnar- fjarðarbrandari á timarit.is (64 dæmi) en Hafnfirðingabrandari (2 dæmi). Lausleg amatörkönnun mín gefur vísbendingu um að einhver kyn- slóðaskipting sé í notkun orðanna og að yngra fólk tali frekar um Hafn- firðingabrandara, en amma Klöru er fyrsta manneskjan í bókinni sem notar orðið Hafnfirðingabrandari og hún er sennilega fædd um 1920 og ætti því kannski frekar að segja Hafnarfjarðar- brandari. Þið megið gjarna ræða þessa mismunandi orðanotkun í jólaboðum en látum þetta duga í bili. Höfundur er: Þórdís Gísladóttir. Greinin birtist áður á síðunni Druslubækur og doðrantar http: //bokvit. blogspot.com/2014/11/ hafnarfjararbrandarar-olikra-tima. html Handhafar bókmenntaverðlauna skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2015. Birgitta Hassel og Bryndís Björgvinsdóttir. Bryndís fékk verðlaunin Hafnfirðingurinn Bryndís Björg- vinsdóttir tók í vikunni við barna- bókaverðlaunum skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkur, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða. Verðlaunin fær hún fyrir bókina Hafnfirðingabrandarann sem Vaka Helgafell gaf út. Í umsögn valnefndar um verð- launabókina Hafnfirðingabrandar- ann segir m.a.: „Hafnfirðingabrandarinn er marglaga skáldsaga þar sem fjallað er um sígild stef í lífi unglinga eins og fyrstu ástina og ástarsorgina, félagslíf og samskiptamynstur sem aldrei er eins flókið og á unglings- árum, ofsakvíða, ofsakæti og allt þar á milli. Sagan er umfram allt skrifuð af leiftrandi stílgáfu, umvefj- andi hlýju og heilnæmum húmor sem fær lesendur á öllum aldri til að njóta lestrarins og hreinlega tæta bókina í sig.“ Bryndís hefur einnig hlotið ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hafnfirðingabrandarann og fleiri viðurkenningar. Þórdís Gísladóttir rithöfundur, þýð- andi og ljóðskáld og hefur þýtt fjölda bóka fyrir börn og fullorðna og sent frá sér námsbækur, skáldverk, ljóðasöfn og barnabækur. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.