Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 19
Smáforritið TheFind Tekið er dæmi af 25 ára gömlum markaðsfræðingi sem fór í eitt útibú raftækjarisans Best Buy til að kaupa afmælisgjöf handa kær ust unni. Hann fann hina fullkomnu gjöf og fyrir ári hefði hann sett tækið í innkaupakörfuna án frekari umhugsunar. En nú notaði hann Android snjallsímann sinn og sló inn tegundarnúmer tækisins í smá forritið TheFind sem samstundis gerir verðsamanburð milli seljenda. Forritið fann sömu vöru á Amazon.com á 10.000 kr. lægra verði. Bylting í neytendakaupum Snjallsímar boða byltingu þegar kemur að neytendakaupum og vilja sumir meina að um sé að ræða „nýtt tímabil verðgegnsæis“. Með tilkomu snjallsímanna er viðskiptamódeli stærstu verslana í Banda ríkjunum ógnað. Fram að þessu hafa þær getað platað neytendur til sín með tælandi tilboðum og í leiðinni ýtt að þeim öðrum vörum sem skila verslununum meiri hagnaði. Nú geta neytendur notað snjallsímana inni í verslunum til að stað reyna hvort tilboðin séu í raun eins aðlaðandi og látið er í veðri vaka og kanna hvort verðið á restinni af varningnum í versluninni sé í takt við verðlag annar staðar. Stjórnendur Best Buy segja að líklega muni þeir missa markaðshlutdeild vegna verðsamanburðarforrita í snjall símum en það er helst á raftækjamarkaði sem neytendur finna hvata til að bera saman verð á milli seljenda.Það er óljóst hversu stór hópur neytenda er tilbúinn til að eyða tíma í snjallsímanum og sumir nota tæknina aðeins þegar um dýran eða sjald gæfan varning er að ræða. Verslunarkeðjur hafa þó áhyggjur af því valdi sem þessi ótryggi hópur viðskiptavina hefur og þeim fjölgar stöðugt sem nota smáforrit eins og TheFind. Símar sem lesa strikamerki Tugir nytsamra smáforrita eru fáanlegir í gegnum Apple iTune og enn fleiri eru í þróun sem gætu breytt snjallsímum í öflugt inn kaupa vopn. Myndavélar í snjallsímum geta lesið strikamerki og til eru forrit sem skilja mælt mál. Jafnvel þótt stjórnendur verslana fagni opinberlega nýjum tíma verðgegnsæis, gera sérfræðingar ekki ráð fyrir því að allar versl unar keðjur standist því vopni snúning sem neytendur hafa nú í hönd unum. Í Washington Street Journal segir frá tveggja barna móður í Virginíu sem notaði iPhone til að lesa strikamerki á vörum sem voru á óskalista barna hennar um jólin. Hún skoðar þó ennþá tilboðsbæklingana og fer í stóru keðjurnar í nágrenni sínu til að grandskoða tilboðin. En síminn gefur henni enn meira vald sem neytanda. Hún viðurkennir að vera aðeins of upptekin af því að finna alltaf besta verðið en þessa stundina er fátt svalara en strikamerkjalesarinn. Gagntilboð berast Sérfræðingar í netviðskiptum segja að þótt seljendur í Bandaríkj­ unum séu seinir á sér muni einhverjir nýta sér tæknina og snúa vörn í sókn. Seljendur muni til dæmis geta lagað markaðssetningu sína að neytendum sem eru staddir í verslunum samkeppnisaðilans. Í samstarfi við TheFind beinir nú Best Buy sérsniðnum auglýsingum að neytendum þegar forritið greinir að þeir eru staddir í verslun eins og Wal­Mart. Best Buy getur þá sent tilboð til neytenda sem eru að skoða sjónvörp og nota TheFind til að bera saman verð. Tilboðið gildir kannski ekki um nákvæmlega sömu vörutegund og verðið er ekki endilega betra en þetta er þó tilraun hjá Best Buy til að taka þátt í slagnum. Tilboðin birtast aðeins ef forritið hefur aðgang að staðsetningar búnaði símans sem miðar út hvar neytandinn er staddur. En sölumennskan hættir ekki þar. Neytandi sem staddur er í Best Buy hefur fundið betra verð á Blue­ray spilara annars staðar í gegnum TheFind og ætlar slá til. Þá gæti borist tilboð frá Best Buy þar sem sambærilegur Blue­ray spilari fæst með ókeypis DVD­mynd. Sem sagt, í stað þess að láta neytanda ganga út, er hann látinn vita „sjáðu við vitum að þú ert hérna, við gerum þér tilboð!“ segir framkvæmdastjóri TheFind. „Þetta er ekki eingöngu leikur neytanda heldur geta seljendur líka tekið þátt og náð árangri.“ Fara eigin leiðir Wal­Mart lítur ekki á samanburðarforritin sem ógn við afsláttar­ stefnu sína og neitar að taka þátt í að njósna um ferðir neytenda í inn kaupaferðum. En til að spyrna á móti snjöllum neytendum hefur sumum vörutegundum verið breytt lítillega sérstaklega fyrir Wal­Mart. Móðirin frá Virginíu skannaði Nintendo DSI leikja­ tölvuna í útibúi Wal­Marts og snjallsíminn skilaði þeirri niðurstöðu að hún fyndist ekki annars staðar. Starfsmaður útskýrði fyrir henni að þetta væri samsettur pakki með heyrnartólum og snúru fyrir 2.360 kr.. Hún sneri samt á þá með því skrá lýsinguna inn í TheFind og fékk þær upplýsingar að vefverslunin Walmart.com byði betri pakka með bílatengi til viðbótar fyrir 590 kr. lægra verð. En þegar öllu er á botninn hvolft verður erfiðara fyrir verslanir að lofa neytendum því að lægsta verðið sé ávallt hjá þeim, nú þegar snjallsíminn sýnir að slíkar staðhæfingar standast ekki alltaf. Í síðasta Neytendablaði birtist gæðakönnun á farsímum og var þar meðal annars fjallað um svokallaða netsíma eða snjallsíma (e. smartphone). Snjallsímar eru vinsæll valkostur á símamarkaði og mörg smáforrit (e. app) eru fáanleg fyrir þá á netinu. Smáforrit þessi gegna svo sannarlega veigamiklu hlutverki til að hægt sé að kalla þessa síma snjalla. Washington Street Journal birti nýlega grein þar sem fjallað er um það hvernig snjallsímar geta breytt innkaupavenjum fólks til mikilla rauna fyrir seljendur. 19 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.