Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 5
Lítt þekktur valkostur Steinar segir að því miður sé sjálfseignakerfið svo til eina húsnæðis­ kerfið sem völ er á hér á landi. Húsnæðissamvinnufélög eru lítt þekkt en þó eru hér starfandi tvö allstór slík félög; Búseti og Búmenn, og tvö minni, sem samtals reka um 1500 íbúðir með góðum árangri. Steinari þykir umræðan um þessi félög oft einkennast af fordómum og þekkingarleysi. „Hér á landi er samvinnuhreyfing í besta falli talin gamal dags og „lummó“. Svo er þó ekki. Þetta húsnæðisform er góður kostur fyrir allt venjulegt fólk og fjölskyldur.“ Félög sem stóðust hrunið Sem dæmi um styrk húsnæðissamvinnufélaga nefnir Steinar að krepp an á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum hafi ekki náð til þess­ ara félaga. Lítið hafi þó heyrst um það: „Það þykja ekki frétt ir að hin geysifjölmennu og öflugu húsnæðissamvinnufélög vestan hafs stóðu af sér húsnæðishrunið þar. Góðar fréttir eru engar fréttir. Um þær þarf ekkert að ræða.“ Stjórnvöld ekki staðið sig Steinar segir að húsnæðismál hafi alltaf verið fólki erfið hér á landi og því sé merkilegt hversu húsnæðissamvinnuforminu hafi verið gefinn lítill gaumur. „Stjórnvöld verða að vanda sig og taka sig á í þessum efnum og bjóða þegnum sínum fleiri og betri kosti í hús næðismálum,“ segir Steinar. „Stjórnvöld verða líka að skilja að húsnæðismál og almenn efnahagsmál verða að ganga sam stiga í öllum þáttum efnahagslífs þjóðarinnar. Óstöðugleiki á húsnæðis­ markaði skapar óstöðugleika í þjóðarbúskapnum. Það bitnar á fólkinu í landinu og sérstaklega íbúðarkaupendum á hinum al menna markaði sem liggja einkar vel við höggi. Þeir eru sundraðir skuld arar og þess vegna er lítið hlustað á þá. Engin fjölskylda ætti að skuld setja sig um ókomin ár í óvissu og áhyggjum vegna kaupa á íbúð,“ segir Steinar að lokum. Lög um húsnæðissamvinnufélög 2003:66 Húsnæðissamvinnufélag er samvinnufélag sem á og hefur yfirum sjón með rekstri íbúða sem það hefur byggt eða keypt til þess að veita félagsmönnum sínum búseturétt gegn greiðslu búsetu réttar gjalds. Búsetuhús í Berlín Hvað er húsnæðissamvinnufélag? Húsnæðissamvinnufélag er félag fólks um íbúðarhúsnæði rekið án hag naðar sjónarmiða. Félagið á, rekur og sér um viðhald íbúðar húsnæð is sem það síðan lánar út til félagsmanna samkvæmt regl um hvers félags. Ekki er hægt að segja fólki upp húsnæðinu eins og í almennri leigu. Fólk leggur fram ákveðna upphæð í upp hafi og greið ir síðan mánaðarlega leigugildi (kostnað). Þegar flutt er út fæst inn g reiðslan endurgreidd. Í sumum tilfellum er bú setu réttur eignar réttur, þó eru mismunandi reglur og útfærslur á form inu eftir fél ögum, bæði hérlendis og erlendis. Þá selur bú setinn sjálfur búsetu rétt sinn skv. nánari regl um. Þetta hús næðis kerfi er starfandi um víða veröld og félög in geta haft mis mun andi tilgang; verið t.d. fyrir stúdenta, eldri borgara eða lista fólk, en þau byggja öll á sama búsetu réttar­ kerfinu. Sumstaðar eru veitt 100% lán til bygg inga búsetu íbúða í þessu kerfi. Víða um lönd koma til hús næðisbætur ef húsnæðis­ kostnaður er meiri en 32% af brúttó tekj um fjöl skyldu. Þá fá íbúar vaxtabætur eins og eigendur eða húsa leigu bætur, allt eftir því hvernig lán eru á íbúð unum. 5 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.