Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22
Það eru tveir áratugir síðan hollustumerkið skráargatið var sett á fót í Svíþjóð. Skráargatið hefur reynst svo vel þar að Danmörk og Noregur ákváðu að taka það upp og í dag er merkið orðið nokkurs konar samnorrænt merki. Ísland tók því miður ekki þátt í þessu samstarfi. Hvað merkir skráargatið? Merkið er trygging neytenda fyrir því að ákveðin matvara er sú hollasta í hverjum flokki og til að fá merkið verður varan að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi magn sykurs, salts, fitu og trefja. Matvæli sem innihalda hátt hlutfall fitu, sykurs eða salts, eins og kex og sælgæti, geta því ekki fengið merkið. Áhugaleysi stjórnvalda Neytendasamtökin undrast mjög aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda í þessu máli enda hljóta þau að vilja leggja sitt að mörkum til að auð velda fólki að velja hollan mat. Þetta aðgerðaleysi er ekki síður áhugavert í ljósi þess að árið 2005 skipaði þáverandi forsætis ráðherra faghóp sem var falið að vinna tillögur að að gerð um til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og auk inni hreyfingu. Eitt af því sem hópurinn mælti með var einmitt inn leiðing hollustu merkisins skráargatsins. Ekkert var þó gert með þessar tillögur. Framleiðendur neikvæðir Samtök íslenskra framleiðenda og smásöluaðila hafa verið nei kvæð ir gagnvart merkinu sem er athyglisvert því þeir sem fram­ leiða hollar matvörur ættu að hafa hag af því að auglýsa það. Fram leið endur á hinum Norðurlöndunum sjá mikil sóknarfæri og í Danmörku fást nú um 500 matvæli með skráargatsmerkinu. Þekk ing Dana á merkinu hefur aukist jafnt og þétt og samkvæmt nýj ustu könnun dönsku matvælastofnunarinnar þekkja 83% Dana merk ið þótt ekki sé nema rúmt ár síðan það var innleitt þar í landi. Ráðherra hvattur til dáða Neytendasamtökin sendu þáverandi sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráðherra, Einari K. Guðfinnsyni, erindi í marsmánuði 2008 og hvöttu til þess að Ísland yrði þátttakandi í þessu samnorræna samstarfi. Ekki varð þó af því. Í mars á þessu ári sendu Neytendasamtökin svo erindi til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra og ítrek uðu kröfu sína um að skráargatið yrði tekið upp hér á landi. Það er von Neytendasamtakanna að skráargatið verði tekið upp hið fyrsta á Íslandi. Skráargatið slær í gegn – Ísland ekki með Ný olía best Því nýrri sem ólífuolía er því betri er hún og almennt er ekki talið að ólífuolía hafi lengri endingartíma en tvö ár. Framleiðendur þurfa ekki að upplýsa um framleiðslu­ eða öllu heldur átöppunardag en þeim ber að merkja olíur með „best fyrir dagsetningu“. Flestar olíur geymast vel í eitt og hálft til tvö ár ef þær eru geymdar á köldum og dimmum stað en verstu óvinir ólífuolíunnar eru birta, hiti og snerting við loft. Þar sem fæstir framleiðendur gefa upp hve nær olíunni er tappað á verða neytendur að treysta á „best fyrir“ merkinguna. Það er þó mismunandi hvað framleiðendur telja að olían haldi sér lengi. Sérfræðingar Tænk tala um 18 mánuði en dæmi var um að framleiðandi reiknaði með þriggja ára endingar­ tíma frá átöppun. Hvaðan kemur ólífuolían? Ólífuræktun er stór búgrein í Evrópusambandinu, sérstaklega í sunn an verðri Evrópu. Ítalía er þekkt fyrir mikla ólífuræktun en Spán verjar eru þó mun afkastameiri. Þeir framleiða næstum tvöfalt meira af ólífuolíu en Ítalir og eru mestu framleiðendur ólífuolíu í heimi. Ítalir hafa þó verið hvað slyngastir við að markaðssetja fram leiðslu sína og það vill stundum gleymast að það eru einnig fram leiddar gæðaolíur á Spáni og í Grikklandi og Frakklandi. Þá láta önnur lönd og svæði að sér kveða á ólífuolíumarkaðinum, svo sem Ástralía, Suður­Afríka, Nýja Sjáland og Kaliforníuríki í Banda­ ríkjunum. Í Marokkó, Túnis og Sýrlandi er einnig mikil ólífu ræktun en mest af ræktuninni er flutt út til Evrópulanda. Ítalskir fram leið­ endur hafa hagnast á því að flytja inn ódýrar ólífur, pressa þær og setja á flöskur með ítölskum merkingum. Í fyrra var samþykkt lög gjöf í Evrópusambandinu sem hefur það markmið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi. Samkvæmt þessum lögum verður skylt að upp lýsa um upprunaland. Hins vegar er gagnrýnt að það sé nóg að segja að upprunaland sé innan Evrópusambandsins án þess að til greina landið nánar. Í könnun Tænk komu við sögu nokkrar tegundir ólífuolíu sem litu út fyrir að vera ítalskar við fyrstu sýn, enda tappað á á Ítalíu, en þeg ar betur var að gáð kom í ljós að uppruni ólífanna var ótilgreint land innan Evrópusambandsins. Heimild: Tænk maí 2010 Ólífuolía undir smásjánni -því nýrri því betri Danska neytendablaðið Tænk kannaði nýlega bragðgæðin á jómfrúarolíu, eða „extra virgin“ olíu, og fékk sérfræðinga til að meta þau. Reyndust fjórar af 15 olíum ekki nógu bragðgóðar til að standa undir nafni. Sýni voru einnig send á rannsóknarstofu til að kanna hvort olíurnar hefðu verið drýgðar með ódýrari jurtaolíu en svo reyndist ekki vera. Áratuga löng reynsla Svía af skrá- ar gatinu bendir ein dreg ið til þess neyt endur kunni að meta þau ein földu skila boð sem það sendir. 22 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.