Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 17
dýrar. Þróunin er hinsvegar mjög ör og nú eru komnar fram díóður til heimilisnotkunar sem búa yfir ágætis gæðum. Flestir innan fags­ ins eru á því að díóður séu ljósgjafi framtíðarinnar.“ Glóperur munu hverfa af markaði hvort sem okkur líka bet ur eða verr. Er það neikvætt skref fyrir neytendur? „Ég tel almennt að löggjafinn ætti að leitast við að ná fram sem mest um árangri með sem minnstu óhagræði fyrir neytendur. Þessi lög gjöf gengur gegn þessari hugsun að mínu mati. Löggjöfin er sett til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og sparperur eyða minna af rafmagni en glóperur. Evrópusambandsríkin 27 fram leiða að meðaltali 53% af sínu rafmagni með brennslu á kolum, olíu og gasi. Af hverju ekki að ganga hreint til verks og setja betri hreins­ unar búnað á þessi rafmagnsorkuver? Þannig næst hámarksárangur og óhag ræði fyrir neytendur er lítið. Glóperan er vinsælasti ljósgjafi í heimi með um 79% af allri ljósgjafasölu í heiminum árið 2005. Þessi vara er inni á nánast hverju einasta heimili auk fjölda fyrir­ tækja. Löggjöfin hefur því mjög víðtæk áhrif á neytendur og krefst þess að þeir breyti hegðun sinni sem verður að teljast óhagræði og því neikvætt.“ Hverjar voru helstu niðurstöðurnar í mastersverkefni þínu? „Verkefnið fjallaði um löggjöf Evrópusambandsins um bann við glóperum og áhrif þessarar löggjafar á Ísland. Ég komst að því að lönd sem afla rafmagns án útblásturs gróðurhúsalofttegunda valda meiri umhverfisskaða með því að taka upp sparperur miðað við nú ver andi vöruframboð sparpera. Ef við horfum utan Íslands má nefna lönd eins og Noreg, Svíþjóð og Frakkland sem framleiða megn ið af rafmagni sínu án útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Ég stillti upp ákveðnu dæmi sem tók tillit til þátta í umhverfi og tækni­ búnaði og reiknaði út áhrifin af þessu á Íslandi fyrir heimili, orku­ sala og söluaðila ljósapera. Í útreikningum mínum skoða ég 20 ára tímabil og kemst að eftirfarandi niðurstöðu, að öllu óbreyttu: Heimili landsins munu spara um 232 milljónir á ári eða 1.800 krón ur á heimili. Þetta er mun minni sparnaður en haldið er fram í þeim sparperuauglýsingum sem ég hef séð. Þetta losar hinsvegar um talsverð verðmæti í rafmagni eða um 59.494 megawattstundir á ári. Orku salar verða því af talsverðum upphæðum í sölu á rafmagni eða 564 milljónum króna á ári. Ef eitthvað er að marka fréttir verður að teljast líklegt að þetta rafmagn sem sparast verði hægt að selja til atvinnu skapandi starfsemi sem gagnast þjóðfélaginu öllu. Það er hinsvegar spurning hvaða verð fæst fyrir það. Það vekur hins vegar athygli að söluaðilar ljósapera græða meira en neytendur spara vegna sölu á dýrari vöru eða 253 milljónir króna á ári. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar taka ekki tillit til ljósgæða eða kostn aðar við förgun eða endurvinnslu.“ Rannsóknir hafa sýnt að það er örlítil geislun af sparperum vegna útfjólublárra geisla. Er einhver raunveruleg hætta á ferð? „Það er talsvert til af frásögnum um óæskileg heilsuáhrif sem fólk hefur talið sig verða fyrir af sparperum. Þetta hefur hinsvegar ekki verið staðfest vísindalega. Evrópu sambandið lét gera úttekt á þessu í undirbúningi þess arar löggjafar. Það var staðfest að útfjólublá geislun á sér stað en hún var talin lítil. Mælt var með kaupum á spar perum sem eru með kúlulaga plasti yfir gleri til að minnka hættuna af þessu enn frekar.“ Vanmetum við mikilvægi réttrar lýsingar? „Lýsing er mikilvægur þáttur í lífi okkar flestra. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að maðurinn verði ekki skilinn frá náttúrunni. Sólarljós er okkar náttúrulegi ljósgjafi og líkamsklukka manna er aðlöguð sólar ljósinu. Dagsljós kemur í ýmsum litum og ljósstyrkleika eins og við vitum. Eftir að sól er vel risin er dagsljósið fremur blátt og verður rauðleitara með minni ljósstyrk eftir því sem líður að kvöldi. Rann sóknir hafa sýnt að blátt ljós gerir okkur meira vakandi, auk þess sem vísbendingar eru um að fleiri litir hafi áhrif. Þá þykir okkur einnig eðlilegt að minnka ljósstyrk og njóta rauðleitari birtu þegar við viljum slaka á. Þetta gerum við með því að dimma ljós eða kveikja á kertum. Fæst okkar eru þó vel að sér um einstaka ljós­ gjafa og hvernig best er að setja upp lýsingu sem hentar okkur. Oft skynjum við það þegar lýsing er ekki rétt. Hver kannast ekki við að hafa látið það fara í taugarnar á sér hvernig birtan er t.d. í lyft um eða mátunarklefum? Á hinn bóginn getur lýsing einnig ýtt undir vellíðan þegar hún er í samræmi við væntingar og aðstæður. Ljós­ gjafar búa yfir mismunandi ljósgæðum. Það er algengt í umferðar­ lýsingu að nota ljósgjafa sem eru hagkvæmir í rekstri. Þessir ljósgjafar búa yfir miklu ljósmagni en hafa lítil ljósgæði. Heimili gera hinsvegar miklar kröfur til ljósgæða og eru tilbúin til að greiða fyrir það.“ Hefur birta eða lýsing áhrif á andlega líðan okkar? „Ljósmagn skiptir töluverðu máli fyrir líðan okkar. Skammdegis­ þunglyndi vísar beint til skorts á sólarljósi og þeirra neikvæðu áhrifa sem það hefur á okkur. Margir finna til neikvæðra andlegra áhrifa af stuttum vetrardögum með tilheyrandi myrkri. Þó er rétt að taka fram að Ísland nýtur fleiri dagsbirtustunda en t.d. Danmörk. Það eru hinsvegar mun meiri sveiflur í magni dagsljóss hér á landi. Það er þekkt að veita ljósameðferð við t.d. síþreytu, þunglyndi á meðgöngutíma, vanlíðan vegna vaktavinnu, flugþreytu, svefntrufl­ un um, litlum svefngæðum og skammdegisþunglyndi, svo ég nefni eitthvað. Auk þess hefur kraftur verið settur í rannsóknir á líkams­ klukku manna eftir að „þriðji ljósneminn“ svokallaði upp götvað ist árið 2002. Þar er m.a. skoðað hvernig má hafa áhrif á líkams­ klukkuna með rafljósi, t.d. hjá geimförum og fólki sem vinnur á nóttunni. Flest stórslys gerast að nóttu til, t.d. Exxon Valdes, Three Mile Island auk stóra efnaslyssins hjá Union Carbide á Indlandi. Þann ig eru menn m.a. að rannsaka hvernig hægt er að gera fólk meira vakandi að nóttu til með raflýsingu og koma þannig í veg fyrir slys.“ Glópera er einföld og ódýr, vegur ca 20 grömm og er til tölu lega skaðlaus umhverfinu þegar hún hefur gegnt hlut verki sínu. Sparpera er mun flóknari og dýrari, vegur ca 75 grömm og hana þarf að endurvinna að notkun lokinni, sökum innihalds. Þriðji ljósneminn Flest okkar hafa heyrt minnst á tvær tegundir ljósnema í aug anu, þ.e. keilur og stafi, sem gera okkur kleift að sjá. Tilvist þriðja ljósnemans í auganu er tiltölulega ný upp götvun. Þessi „þriðji“ ljósnemi gegnir engu hlutverki í sjón heldur stýrir þeim hluta af líkamsstarfsemi okkar sem við köll um gjarnan líkamsklukkuna. 17 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.