Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 9
Markaðssetning á peningamarkaðssjóðum Mikil umræða hefur verið um peningamarkaðssjóði og þá ágengu markaðssetningu á þeim sem fram fór enda töpuðu margir á því að treysta ráðleggingum bankastarfsmanna. Í skýrslunni segir: „Í gögnum sem Fjármálaeftirlitið afhenti rannsóknarnefnd Alþingis kemur fram að starfsmönnum allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem „áhættulaus með öllu“ og líkja þeim við innlánsbækur en benda þeim á að þau beri aftur á móti betri vexti. Hvetja eigi fólk til að færa sparifé sitt af innlánsreikningum yfir í peningabréf og í sumum tilfellum er haft samband við viðskiptavini að fyrra bragði til að stinga upp á að þeir færi fjármuni sína inn í peningamarkaðssjóði.“4 „Sjóðir bankanna voru reknir af sjálfstæðum rekstrarfélögum sem tryggja átti að þeir væru óháðir starfsemi bankanna að öðru leyti. Þrátt fyrir þetta voru stjórnarmenn að meirihluta starfsmenn eða lykilstjórnendur móðurfélagsins. Á árinu 2008 voru meira að segja báðir bankastjórar Landsbankans komnir í stjórn Landsvaka, dótturfélags Landsbankans sem stýrði sjóðunum. Óhætt er því að fullyrða að stjórn Landsbankans hafi í reynd stjórnað fjárfestingum sjóðsins rétt eins og þeir væru hluti af bönkunum.“4 Ábyrg lánveiting Eitt af baráttumálum Neytendasamtakanna er raunhæft greiðslumat sem myndi án efa leiða til ábyrgari lánveitinga. Í skýrslunni segir orð rétt: „Ein helsta áhætta banka liggur í útlánum þeirra og því hefur grandvör bankastarfsemi byggst á mati á greiðslugetu lántak­ enda og þeim veðum sem þeir geta lagt fram. Af þessum sökum er lögð mikil áhersla á að bankar hviki ekki frá þeirri reglu að krefjast traustra veða fyrir lánveitingum sínum og að allir viðskiptavinir njóti jafnræðis. Í jafnræði felast mikilvæg siðferðisleg viðmið sem jafnf ramt tryggja heilbrigða starfsemi á markaði.“5 „Vitaskuld er það á ábyrgð einstaklingsins að taka ekki of mikla áhættu í lántöku en bankarnir bera ekki síður ábyrgð. Þar innan­ borðs á að vera sérfræðiþekking til að meta skynsamlega áhættu og við skipta vinurinn verður að geta treyst því að fá ráðleggingu sem tekur áhættu með í reikninginn.“6 Lærum af mistökunum Mikilvægt er að læra af reynslu síðustu ára. Fyrir það fyrsta ligg ur beint við að settar verði reglur sem geri „ráðgjöfum“ skylt að upp ­ l ýsa um það hvort þeir hafi persónulega hagsmuni af því að selja ákveðna þjónustu. Í raun má halda því fram að slíkt sé nauðsynlegt til að aft ur skapist traust á milli banka og neytenda. Sjónarmið Neyt enda samtakanna er þó að fjármálaráðgjöf eigi að vera hlutlaus og ekki í höndum bankanna sjálfra. Í öðru lagi er mjög mikilvægt að bönkum verði skylt að ganga út frá raun hæfu greiðslumati þegar lánveiting á sér stað. Ljóst er að í mörgum tilfellum voru fólki veitt allt of há lán. Það má eflaust halda því fram að það sé einfaldlega vandamál lántakenda ef þeir taka lán sem þeir ráða ekki við. Ábyrgðin ætti þó einnig að vera á herð um lánveitandans því vitlausar og óábyrgar lánveitingar verða vanda mál alls þjóðfélagsins ef illa fer, eins og við höfum nú reynt á eigin skinni. 4 Bls. 63 | 5 Bls. 15 | 3 Bls. 65 9 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.