Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 19
19 F I S K V I N N S L A Á síðustu vikum hafa fregnir borist af uppsögnum í fisk- vinnslu og margra mánaða lokunum fiskvinnsluhúsa. Þannig hefur starsfólki HB- Granda á Akranesi verið sagt upp störfum og boðað að breyting verði á vinnslunni þar, sem þýði að færra fólk þurfi en áður í vinnsluna. Og Vísir hf. hefur boðað nokkurra mánaða uppihald í vinnslu fyr- irtækisins á annars vegar Þingeyri og hins vegar Húsa- vík. Það hafa því víða hrannast upp óveðursský, sem ekki- kemur á óvart. Vitað var að mörg fiskvinnslufyrirtæki myndu bregðast við 30% sam- drætti í þorskafla með því að segja fólki upp og lengja sumarlokanir í báða enda. Forsvarsmenn Vísis hafa bent á að í raun taki aðeins um sjö mánuði að veiða þorskkvóta fyrirtækisins og því sé ekki grundvöllur til þess að reka vinnslur fyrirtækisins sem byggja á þorski í lengri tíma á ári hverju. Blikur á lofti Ægir hefur rætt við ýmsa sem þekkja vel til fiskvinnslu víða um land og almennt er það mat þeirra að áhrifa þorsk- niðurskurðarins sé ekki farið að gæta verulega enn sem komið er hvað atvinnustig varðar. Hins vegar sé deg- inum ljósara að þegar nær dragi vori muni ýmislegt fara að geraast. Boðaðar lokanir hjá bæði HB Granda og Vísi hf. séu aðeins byrjunin. Þó er bent á að aðstæður fyrirtækj- anna séu jafn misjafnar og þau eru mörg, sem kemur til af því að kvótasamsetning fyrirtækjanna sé svo misjöfn. Heimildamaður orðaði það svo að núna á vertíðinni myndi ekkert stórt gerast í þessum efnum, en þegar henni lyki mætti ætla að fyr- irtækin þyrftu að grípa til að- gerða, enda yrði þá verkefna- skortur hjá mörgum fyrirtækj- um. Hætt væri við að töluvert yrði um uppsagnir í fisk- vinnslu á vordögum. Línubátar hafa verið að fá ágætan ýsuafla að undanförnu og þeir hafa með öllum ráð- um reynt að forðast þorskinn. Sum fyrirtæki hafa reynt að breyta áherslum í vinnslunni með því að auka við ýsu- vinnsluna í stað þorskvinnslu. Þetta á til dæmis við um Hraðfrystihús Hellissands, sem hyggst færa sig í auknum mæli yfir í ýsuna. Hrunadansinn á fjármálamörkuðum hjálpar ekki „Það er mín tilfinning að margir minni aðilar í útgerð muni hreinlega ekki lifa þetta af og gefast upp. Sá hruna- dans sem verið hefur á fjár- málamarkaðnum á síðustu vikum og lækkun á fasteigna- markaðnum í Reykjavík hefur gert það að verkum að þessir minni aðilar í útgerð, sem að stórum hluta hafa byggt á þorski, eiga erfitt með að fá fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Það er einfaldlega minna af peningum í umferð í slíku ástandi,” voru orð eins við- mælenda Ægis. Það eru allir sammála um að í þessum mikla samdrætti í þorski þurfi allir sem komi að útgerð á einn eða annan hátt að ganga hægt um gleði- nnar dyr. Minni tekjur fyr- irtækjanna muni leiða til sam- dráttar í þjónustu við sjávarút- veginn. Ásgeir Ragnarsson, framkvæmdastjóri flutninga- fyrirtækisins Ragnars og Ás- geirs í Grundarfirði, sem sér um gríðarlega mikla fiskflutn- inga af Snæfellsnesi á mark- aði á höfuðborgarsvæðinu og í flug til Keflavíkur, tekur undir að ástæða sé til þess að ætla að þegar komi fram á vor muni draga verulega úr umsetningunni í sjávarútvegi á Snæfellsnesi og víðar. „Við erum algjörlega meðvituð um að til samdráttar muni koma þegar líður á veturinn. Við höfum verið að flytja allt að 150 tonn af fiski á dag héðan af Snæfellsnesi, en þessir flutningar koma til með að dragast verulega saman í vor og sumar þegar kvótinn verð- ur einfaldlega á þrotum. Það er ljóst að við munum þurfa að færa okkur að einhverju leyti yfir í önnur verkefni,” segir Ásgeir. Fyrirtæki hafa sagt upp fisk- vinnslufólki og tilkynnt um nokkurra mánaða stopp: Bara byrjunin - er mat margra viðmælenda Ægis – því er spáð að víða verði uppihald í fiskvinnslu að vertíð lokinni Ágætis afli hefur verið að undanförnu hjá bátum á Snæfellsnesi og hafa bátarnir verið að fá ýsu á línu í töluverðum mæli og jafnframt forðast þorskinn eins og kostur er. Hraðfrystihús Hellissands, sem hér sést fjær, mun færa sig í auknum mæli í vinnslu á ýsu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.