Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 24
24 B A K K A F J Ö R U H Ö F N Bakkafjöruhöfn í útboð í mars - stærsta einstaka framkvæmd Siglingastofnunar frá upphafi Í burðarliðnum er risaverkefni á íslenskan mælikvarða í hafnamálum – nefnilega gerð Bakkafjöruhafnar. Þetta verk- efni mun vera stærsta verkefni Siglingastofnunar frá upphafi og stærsta hafnarverkefni síðan ráðist var í gerð aðal hafnargarða Reykjavíkurhafn- ar árið 1917. Þessi framkvæmd hefur lengi verið í undirbúningi og einnig hefur verið tekist veru- lega á um málið á vettvangi stjórnmálanna. En nú liggur fyrir að farið verður í þetta verk og strax í næsta mánuði, mars 2008, verður fyrsti áfangi hafnargerðarinnar, gerð grjót- garða, borðinn út. Hluti af þessum hluta fram- kvæmdanna er gerð varn- argarða meðfram Markarfljóti austan við sjálft hafnarsvæðið. Þá liggur fyrir að gera sjó- varnargarða út frá ströndinni og umtalsverð dýpkun við núverandi höfn. Samhliða út- boðinu í mars á grjótvarna- garðinum verður boðin út vegagerð á hendi Vegagerð- arinnar að hafnarsvæðinu – samtals 13 kílómetra vegur. Gerð þessa vegar er forsenda þess að hægt verði að keya grjóti úr námu við Kattahryggi austan Markarfljóts til að gera varnar- og hafnargarða við höfnina sjálfa. Um veginn þarf að flytja um 500.000 rúmmetra af grjóti vegna hafnargerðarinnar. Líklegt er að gerð verði sérstök bráða- birgðabrú yfir Markarfljót til þessara þungaflutninga. Ferjuhöfnin í Bakkafjöru verður afmörkuð af tveimur bogadregnum brimvarnar- görðum. Hvor þeirra er um 600 m á lengd. Þeir ná út á um 7 m dýpi við hafnarmynni og eru þar um 70-75 m breið- ir við botn. Næst landi, við fjöruborð, verða garðarnir um 45 m breiðir við botn. Einnig útboð á Bakkafjöruferju Fram kemur á vef Vegagerð- arinnar að undangengnu for- vali hafi fjórum aðilum verið gefinn kostur á að bjóða í Bakkafjöruferju – þ.e. Eim- skip, Samskip, Nýsi og Vinnslustöðinni/Vestmanna- eyjabæ. Í útboðsgögnum vegna ferjunnar kemur fram að ferjan komi til með að annast fólks-, bíla- og vöru- flutninga milli Eyja og Bakka- fjöru. Heildarflutningsmagn með ferjunni til og frá Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn hefur verið um 120 þúsund farþegar á ári og yfir 30 þús- und bílar á ári sem og 2.500 flutningabílar. Gert er ráð fyrir að sigl- ingatími milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja verði sem næst 30 mínútur, miðað við 15 sjómílna siglinghraða ferju. Jákvæð áhrif Í skýrslu Rannsóknastofnunar Háskólans á Bifröst um mat á áhrifum Bakkafjöruhafnar á þróun byggðar í Vestmanna- eyjum og þróun byggðar í landi kemur margt áhugavert fram. Meðal annars að mestu áhrifin verði í ferðaþjónust- unni – bæði í Eyjum og á Suðurlandi. Áhrif á verslun og þjónustu verði jákvæð, fast- eignaverð í Eyjum muni hækka og svokölluð tvöföld búseta aukist, bætt aðgengi fyrirtækja að mörkuðum muni hafa jákvæð áhrif á þróun at- vinnutekna í Eyjum, samstarf við nágrannasveitarfélögin á fastalandinu muni aukast og atvinnusvæði, t.d. hjá iðn- aðarmönnum, muni stækka. Horft til Vestmannaeyja. Myndin er tekin úr Fljótshlíðinni og horft í suður yfir sandana. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Gert er ráð fyrir að siglingatími milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja verði sem næst 30 mínútur, miðað við 15 sjómílna sigling- hraða ferju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.