Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 34
34 „Mér fannst þetta afar áhuga- vert starf og ákvað því að slá til þegar mér bauðst það. Salt- kaup er sterkt og gott fyrirtæki sem hefur að mínu mati mikla möguleika til vaxtar í framtíð- inni,“ segir Björn Ingi Knúts- son, sem tók við framkvæmda- stjórn Saltkaupa 1. febrúar sl. Björn Ingi er Suðurnesja- maður, fæddur árið 1961. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1984, prófi í skipamiðlun frá Lond- on School of Foreign Trade árið 1985 og prófi í skipa- og hafnarekstrarfræði frá Univer- sity of Wales í Cardiff árið 1987. Hann starfaði hjá Skipa- deild Sambandsins og síðar Samskipum í ýmsum stjórn- unarstöðum til ársins 1996 og var eftir það framkvæmda- stjóri hjá Sofrana Unilines í Ástralíu og Nýja Sjálandi til 1998. Björn Ingi var skipaður flugvallarstjóri á Keflavík- urflugvelli 1. janúar árið 1999 og hefur gegnt því starfi síðan þá. Hann var fastafulltrúi Ís- lands hjá Alþjóðaflugmála- stofninni (ICAO) í Montreal árið 2005. Með sjávarseltuna í æðum „Nei, sjávarútvegurinn er ekki alveg nýr fyrir mér. Ég er fæddur í Keflavík og var á fiskiskipum sem ungur maður – á loðnu, netum og trolli. Meðal annars var ég á Guð- mundi RE á loðnu og einnig fórum við prufutúr á spær- ling,“ sagði Björn Ingi þegar hann var inntur eftir tengslum hans við sjávarútveginn. „Þetta nýja starf er vissu- lega mjög frábrugðið því sem ég hef verið að fást við und- anfarin ár, en ég hlakka mjög að takast á við það. Saltkaup er sterkt fyrirtæki með gott orðspor á markaðnum og verkefnið er að viðhalda þess- ari stöðu og að sjálfsögðu að sækja enn frekar fram – bæði í sölu á salti og ekki síður í annarri þjónustu við sjávarút- veginn. Þetta fyrirtæki á alla möguleika á því að vaxa og dafna.“ - Hvaða áhrif hefur nið- urskurður þorskveiðiheimilda á síðasta ári á fyrirtæki eins og Saltkaup? „Það segir sig sjálft að 30% niðurskurður í þorskafla er ekkert bjartsýnisefni fyrir þjónustufyrirtæki í sjávarút- veginum. Þetta kemur við Saltkaup eins og öll önnur fyrirtæki sem eru að þjónusta sjávarúveginn, það er óhjá- kvæmilegt. En í svona árferði skoða menn ýmsar nýjar leiðir og það erum við að gera eins og aðrir. Við ætlum ekki að draga saman seglin, heldur þvert á móti ætlum við að út- víkka okkar starfsemi og fara inn á nýjar brautir,“ segir Björn Ingi. Rótgróið fyrirtæki Saltkaup voru stofnuð árið 1990 og eru umsvifamesta fyr- irtæki landsins í viðskiptum með salt til framleiðslu sjáv- arafurða og íseyðingar á göt- um. Stærsti hluti saltsins er fluttur inn frá Túnis, Bahama- eyjum og Spáni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hafnarfirði og starfsstöðvar á vegum þess eru í Grundarfirði, á Flateyri, Dalvík, Húsavík, Höfn, Djúpa- vogi, í Vestmannaeyjum og Grindavík. Þá er fyrirtækið með dótturfélag í Færeyjum, Smápartafélagið Saltkeyp. Bróðurpartur vara Saltkaupa er seldur til íslenskra fram- leiðslufyrirtækja, en einnig er flutt út til Grænlands, Kanada og fleiri landa. Auk þess þjón- ustar Saltkaup erlend fersk- fisk- og frystiskip sem koma til Íslands. Saltkaup flytja inn á bilinu 80-120 þúsund tonn af salti ári, annars vegar til matvæla- vinnslu og hins vegar svokall- að götusalt. Einnig er fyrirtæk- ið með á boðstólum íbætiefni fyrir rækju, síld o.fl. og þá eru Saltkaup stór aðili hér á landi í sölu á umbúðum, bæði ómerktum og sérmerktum, fyrir sína viðskiptamenn, bæði tunnur og pappaöskjur. Þ J Ó N U S T A Sterkt fyrirtæki með gott orðspor - segir Björn Ingi Knútsson, sem tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Saltkaupa „Saltkaup er sterkt og gott fyrirtæki sem hefur að mínu mati mikla möguleika til vaxtar í framtíðinni,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem nýverið tók við framkvæmda- stjórn Saltkaupa. Mynd. Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.