Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 31
31 Þ O R S K E L D I gefa heimild til að geyma lif- andi þorsk í allt að 12 vikur í kvíum án fóðrunar, heimila kvótaívilnanir til þess að auka föngun á þorski til áframeldis og veita fjárfestingastyrki. Jafnframt á að gera breytingar á kvótakerfinu með það að markmiði að jafna framboð af villtum þorski yfir árið. Einnig eykur öflugur stuðningur norskra stjórnvalda við upp- byggingu aleldis á þorski stöðugleika í framboði á fersku hráefni, sem e.t.v. mun vega þyngst. Þorskeldi getur styrkt fiskvinnslu Með þorskeldi er betur hægt að tryggja stöðugt framboð af ferskum fiski til fiskvinnslu- stöðvanna. Samlegðaráhrif veiða og vinnslu við þors k- eldi geta því verið umtalsverð (mynd 3). Veiðar á þorski eru háðar veðurfari og veið- anleika fisksins og því geta verið miklar sveiflur í magni af fiski sem berst að landi. Með eldi, hvort sem er um að ræða þorsk úr áframeldi eða aleldi, er hægara að stjórna framboði, tryggja vinnslu og jafnframt þjóna ferskfiskmörk- uðum með jöfnu framboði allt árið. Önnur leið er að geyma lifandi þorsk í sjókví- um og slátra þegar þörf er á hráefni. Með því að geyma lifandi þorsk í stuttan tíma í sjókvíum er mögulegt að stór- bæta hráefnisgæði. Þessi að- ferð er þó aðeins á tilraun- arstigi fyrir þorsk í Noregi en er aftur á móti t.d. algeng við að geyma ufsa eftir föngun í lengri tíma fyrir slátrun. Stöðugra framboð af hrá- efni til fiskvinnslu í Noregi mun eflaust auka samkeppn- ishæfni þeirra. Forskot ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem að hluta til hefur byggst á stöðugra aðgengi að hráefni mun því eflaust minnka á næstu árum sérstaklega ef ekki tekst að byggja upp þorskeldi á Íslandi. Aukið framboð af heilum ferskum eldisþorski frá Noregi Fram að þessu hefur stór hluti af framleiðslu eldisþorsks í Noregi farið á innanlands- markað. Enn er útflutningur á ferskum flökum tiltölulega lít- ill eða 330 tonn árið 2006. Út- flutningur á ferskum heilum eldisþorski sem yfirleitt er hausaður er mun meiri og nam 3.300 tonnum árið 2006. Það sem er athyglisvert er að eldisþorskur er fluttur út í mestum mæli í þeim mán- uðum sem minnsta framboð er af villtum þorski (mynd 2). Aukin framleiðsla í þorskeldi mun því stuðla að jafnara framboði á ferskum þorski yfir árið. Íslenskir útflytjendur hafa einkum orðið varir við Norðmenn á ferskfiskmörk- uðum á þeim árstíma sem veiðin er mest. Á þessu kann að verða breyting á næstu ár- um. Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is 0 2 4 6 8 10 12 2000 2002 2004 2006 ú s u n d t o n n Aleldi Áframeldi 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 jan feb mar apr maí jun jul aug sep okt nov des T o n n Villtur orskur Eldis orskur orskvei ar Geymdur lifandi Sei aeldi Áframeldi Aleldi Mynd 1. Framleiðsla eldisþorsks úr aleldi og áframeldi í Noregi, árin 2000-2006. Fyrir árin 2000-2001 er áframeldisþorskur ekki aðgreindur frá aleldisþorski. Mynd 3. Mismunandi leiðir til að tryggja jafnt framboð af þorski til fiskvinnslu- stöðva. Mynd 2. Útflutningur á ferskum heilum villtum þorski og eldisþorski frá Noregi eftir mánuðum árið 2006 (heimild: Norska útflutningsráðið fyrir fisk).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.