Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 20
10 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tröll. Síðan er greint frá hverum og laugum. Lætur Sigurður mikið yfir heilbrigðislegri þýðingu lauganna, og virðast þær hafa verið notaðar til baða enn á hans dögum. Hann getur þess, að í Reykjahlíð við Mývatn hafi til forna verið byggð hús til leirbaða. í sambandi við laugarnar lýsir hann ölkeldum og öðrum furðulindum, einnig vatnaskrýmslum, hafmeyjum og marbendlum. Þá lýsir hann og norðurljósum og áþreifanlegu myrkri. Næsti hluti ritsins (bls. 65— 101) er sögulegs efnis, um uppruna Islendinga og elztu sögu þeirra. Af því er Sigurður segir þar um Vínlandsferðirnar má sjá, að á hans dögum var ýmsum íslendingum ljóst, að Vínland hið góða myndi vera að finna í því landi. er þá var nýlega fundið og kallað Amerika. Það er því ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að það sé Þormóður Torfason, sem fyrstur hafi sett fram þá skoðun. Hún var meir en aldargömul með Islendingum, þegar Þormóður reit sína frægu hók, Vinlandia- antiqua. Þriðji hluti íslandslýsingarinnar (bls. 101—218) lýsir íbúum landsins, lifnaðarháttum þeirra og að- stæðum ýmsum. Er þar m. a. gagnmerk lýsing á gerð íslenzkra sveitabæja og lýsing á skyrgerð, sem sýnir, að skyr var í þá daga gert eins og nú, þ. e. mjólkin var soðin, og er þetta sú elzta heimild, er vér höfum fyrir þeirri matargerð. í þessum hluta ritsins eru og uppreiknaðir íslenzkir fuglar, fiskar og hvalir. Síðasti hluti íslands- lýsingarinnar fjallar um íslenzka tungu og íslenzkan skáldskap. í því sem þar er skrifað um framburð á hn í íslenzkum orðum kemur höf- undurinn upp um sig, að hann er Sunnlendingur. Ritið endar mitt í setningu, þar sem verið er að lýsa blessunarríkum áhrifum kirkj- unnar á skáldskap. íslandslýsing Sigurðar Stefánssonar er eflaust að nokkru leyti skrifuð í þeirn tilgangi að hrekja þær fáránlegu bábiljur og þær illkvittnislegu og ærumeiðandi skröksögur, sem í þann tíð moraði af í útlendum landfræðiritum og öðrum ritum, er fjölluðu um ís- land. Hámarki sínu franr að þessu hafði þessi rógburður náð með þeirri lágþýzku íslandslýsingu í ljóðum, eftir Gories Peerse, sem kom út í Hamborg 1561. Það var Arngrímur lærði, sem fyrir áeggj- an Guðbrandar biskups varð fyrstur til að reyna að kveða niður þenna ófögnuð og verja sóma síns lands, með ritinu Brevis Comm- entarius, og hélt hann þessu starfi áfram með Crymogœa og fleiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.