Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 57
ÁFANGAR 47 Hins vegar verða engin fyrirheit um það gefin, að um samkeppnis- færan atvinnuveg geti verið að ræða, þótt þeim umbótum verði á komið, sem hér verður bent á. Úr því verður reynslan að skera. Hins vegar telur sá, sem þetta ritar, tvísýnt um, að slíkt megi verða til frambúðar, svo að treysta megi, fyrr en um fullkomna áætlunar- framleiðslu verður að ræða, ekki einungis í þessari atvinnugrein, heldur og í öllum öðrum atvinnugreinum þjóðarinnar. í eftirfarandi köflum verður reynt að drepa á nokkur atriði, sem höfundur telur, að myndu verða bændum til almennra hagsbóta, ef framkvæmd yrðu. Mun þar verða komið inn á öll þau atriði, sem háttvirt dómnefnd óskar tillagna um. Þó verður ekki fylgt þeirri röð, sem hún tilfærir, heldur verður efnið rætt, eins og það liggur eðlilegast fyrir frá sjónarmiði höfundar. RÆKTUNIN Það er haft fyrir satt, að þeir, sem hafa nægjanlegt ræktað land og fullkomin tæki til að nytja það með, geti framleitt 5 sinnum og allt upp í 8 sinnum ódýrara fóður handa búpeningi sínum en hinir, sem versta hafa aðstöðu um þessa hluti. Reyndar er því einnig haldið fram, að þeir, sem reka stór bú, með fullkominni tækni, þurfi að fá jafnmikið fyrir framleiðslu sína og hinir, sem reka lítil bú á litlu ræktarlandi og með úreltum aðferðum. Þetta er rökstutt með því, að stóru búin séu svo dýr í rekstri. Ef þetta reyndist að hafa við rök að styðjast, ætti auðvitað að slá frá sér í eitt skipti fyrir öll öllum hugleiðingum um ræktun og umbætur. Ræktunarkostnaðurinn yxi í jöfnu hlutfalli við ræktunina. Yrði þá allt unnið fyrir gýg og verr af stað farið en heima setið. En hvað sem líður öllum fullyrðingum, sem hníga í þessa átt eða svipaða, mun þó svo guði fyrir þakkandi, að allmargir bændur á landi hér hafa komið ræktun sinni og búrekstri í það horf, að þeir geta framleitt búvörur mörgum sinnum ódýrara en hinir, sem verst eru staddir í þessum efnum. Og ef við settum okkur það mark að koma öllum byggilegum býlum landsins á það stig, sem þegar er bezt orðið, mætti telja það geysiframför frá því ástandi, sem nú ríkir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.