Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 63
ÁFANGAR 53 anlandsneyzlan myndi nema ár hvert af liverri tegund búvörufram- leiðslunnar. Bændur gera á sama hátt áætlun um það í gegnum sín samvinnu- félög, hve þeir óski og geti selt mikið af þessum vörum. Komi í ljós mikið ósamræmi á milli framboðs og eftirspurnar hinna einstöku vörutegunda, verður það jafnað af þar til gerðri nefnd, t. d. aukin mjólkursöluleyfi, en dregið úr kjötsöluleyfum, unz jafnvægi væri náð milli framboðs og eflirspurnar, sem vitanlega tæki nokkur ár. Hið sama er að segja um þá framleiðslu, sem færi á erlendan markað. Það verður að beina henni inn á þær brautir, sem líkleg- astar eru á hverjum tíma að borga sig bezt. Vitanlega kæmi ekki til mála að úthluta hverjum bónda leyfum fyrir flestum eða öllum greinum framleiðslunnar. Landinu myndi verða skipt í framleiðsluhéruð með tilliti til þess, hvaða framleiðsla væri heppilegust á hverjum stað og leyfunum úthlutað samkvæmt því. Þó myndi verða að gera ýmsar undantekningar með tilliti til sér- stöðu einstakra býla, er ekki gætu átt samleið með öðrum í sama byggðarlagi. Nú mun spurt verða: Eigum við einungis að framleiða fyrir inn- lendan markað? Því verður ekki svarað á þessu stigi málsins. Ur því verður reynsl- an að skera. Sem stendur erum við ekki samkeppnisfærir með neina búvöru á erlendum markaði. En við verðum hiklaust að keppa að því, að svo megi verða, og það ætti að takast. Við getum lækkað fóðurkostnað fjárins stórkostlega með aukinni ræktun. Vísindamenn okkar verða að sigrast á sauðfjársjúkdómun- um, þar má ekkert til spara, og fjárræktarfræðingar okkar verða að vinna að kynbótum fjárstofnsins, svo að afurðirnar geti orðið fyrsta flokks vörur. Þegar við höfum náð viðhlítanlegum árangri í þessum efnum, get- um við aukið okkar sauðfjárrækt á ný og tekið að flytja út afurðir af því tagi í stærra stíl en áður. Þá verður nautgriparæktin aðallega stunduð í byggðahverfum, þar sem kúnum verður eingöngu beitt á ræktað land, en sauðfjár- ræktin verður, sem áður fyrr, aðalatvinnuvegur strjálbýlisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.