Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 112
102 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingi hérlendis trú um, að þekkingu Dr. Ilaglunds á fíflum og þekkingu lektor Omangs á undafíflum sé ábótavant. En fyrst hann vill halda þessu fram um þessa heimsírægu sérfræðinga, sem Láðir eru viðurkenndir færustu og reynd- ustu sérfræðingar Norðurlanda á sínu sviði, skil ég vel, að honum finnst litið til minnar kunnáttu koma. Já, miklir menn erum við, Guðni minn! Allir sér- fræðingar í grasafræði á Norðurlöndum vita vel, að Omang þekkir undafífla Norðurlanda og íslands betur en nokkur annar, enda hefur hann eytt langri ævi til að kynnast þeim sem bezt. Og Dr. Haglund hefur átt við rannsóknir á fíflum á Norðurlöndum og víðar í rúm tuttugu ár, fyrst undir leiðsögn Dr. Dahlstedts og síðan einn að honum látnum, og nýtur heimsviðurkenningar. Guðni Guðjónsson skilur eflaust betur en nokkur annar Islendingur, að ekki er hægt að fá betri viðurkenningu fyrir kunnáttu á þessu sviði en þá, er er- lendir sérfræðingar senda eintök sín til Dr. Haglunds til að fá vissu fyrir því, hvort rétt er ákvarðað eða ekki, sem og í því, að prófessor Hultén fól honum hiklattsl að vinna úr fíflunum fyrir Alaskaflóruna sína. Aftur á móti eru at- hugascmdirnar við fíflaþekkingu Christiansens í formála „fslenzkra jurta“ vel rökstuddar, eða hvað segir fíflafræðingtirinn Guðni Guðjónsson um það, að í fíflasafni Christiansens, sem við fengttm allt yfir til Svíþjóðar frá Grasasafninu í Kaupmannahöfn, var hin gamla og vel þekkta tegund Taraxacum spectabile Dahlst. áreiðanlega undir tveim öðrum nöfnum og sennilega líka undir því þriðja? Og svipað var ttm fjölda annarra „tegunda". Ef til vill ætlar Guðni að nota lykla og skýringar Christiansens óbreyttar, ef hann verður við óskum Steindórs Steindórssonar um að skrifa um fíflana í hina væntanlegu útgáfu hans á „Flóru íslands", og þá þarf hann að reyna að tryggja sig í augum íslendinga gegn nafni Dr. Ilaglunds með því að svívirða hann áður, þótt heldur beri það vott um slæmt hugarfar. Annars er ég Guðna fyllilega sammála í gagnrýni hans á smátegundum fífla og undafífla, eins og flestir grasafræðingar af nýja skólanum, þar með talinn að minnsta kosti Haglund. En við getum ekki gert ne'tt við þessu með neikvæðri gagnrýni einrd saman, og enn síður ef gagnrýninni er beint í ranga átt. Ileiminn vantar einhvern mikinn grasafræðing, sem finnur góð rök fyrir einhverri nýrri aðferð til að skipa öllum smátegundunum í fáar samtegundir, sem falla betur inn í tegundahugtakið, eins og það er notað hjá öðrum ætt- kvíslum. Kannski er einmitt Guðni Guðjónsson rétti maðurinn til slíkra verka? Guðni veit ntjög vel, að enginn getur með vissu sagt, hve margar tegundir jurta eru „íslenzkar" og hve margar aðfluttar með mönnum síðan byggð hófst hér á landi, en þegar munur er gerður á innlendum tegundum og slæðingum, eru greinilega í'.endir slæðingar oftast hiklaust teknir upp í grasaríki landsins, alveg eins og erlendir menn geta orðið innlendir ríkisborgarar eftir ákveðinn dvalartíma. En þær reglur, sem farið er eftir, eru þó ætíð á reiki, eins og bezt verður séð á „Flóru tslands", þar sem þó er reynt að gera þetta sem bezt. Hann tekur nokkur „dæmi“ til að deila um á grundvelli athugasemdanna um slæðingana, og eitt þeirra er Scirpus setaceus. Sú tegund er áreiðanlega fund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.