Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 55
,ÉG ER KONAN ÞÍN, GÍSLI' 45 anna eru hetjudáðir útlaganna, sem gefa óspart byr undir vængi hug- myndaflugsins, svo að stundum verður ekki staðar numið fyrr en í við- ureignum við tröll og afturgöngur og aðrar þvílíkar forynjur. Slíku er engu lil að dreifa í Gísla sögu, og það kemur í ljós nokkum sinnum, að ritara hennar eða afritara finnst til um þessa vöntun, því að frá eigin brjósti er hann að koma því að við litt möguleg og ómöguleg tækifæri. að Gísli hafi verið frábær hetja. Grunntónn sögunnar er allur annar en hið sérstæða í örlögum skóg- armannsins. Sigurður Guðmundsson segir í Ágripi af forníslenzkri bókmenntasögu, að sagan sýni hin andlegu áhrif útlegðarinnar. Mér finnst það ekki vera þungamiðja málsins. Grunntónn sögunnar er að vísu sálarlegs eðlis, en hin sálarlegu fyrirbæri eru ekki valin til skýr- ingar á afleiðingum útlegðarinnar, heldur væri hitt sönnu nær, að skógarmaðurinn væri valinn vegna hinna sálrænu viðfangsefna. II En hver eru þá hin sálrænu viðfangsefni sögunnar? Þeim má skipta í tvær meginkvíslir, sem falla þó að einum ósi. Onn- ur er trúarlegs eðlis. Tekið er á samskonar viðfangsefni og í sögunni af Snæhirni galta, svo sem ég hef hent á í sérstakri ritgerð. Það eru átökin milli heiðni og kristni í lífi einslaklingsins. Þess háttar viðfangs- efni eru ekki tíð í gerð Islendingasagnanna og ekki svo tíð sem ætla mætti, þar sem sögurnar fjalla um atliurði á mótum heiðni og kristni á landi hér og sjálfsagt ritaðar af kirkjunnar mönnum að verulegu leyti. En skýring þess liggur einfaldlega í þeiri staðreynd, að kristni- tökutímabilið hér á landi færir ekki að höndum nein trúarleg vanda- mál, það ákveður siðaskipti, en því fylgir tiltölulega lítil trúarleg bar- átta og andleg bylting. Hin trúarlega harátta einstaklingsins virðist liafa verið miklu meiri fyrir kristnitökuna, meðan kristni sú, sem til er hér á landi, er einstaklingsmál, laus við öll lagaboð og fyrirskipaðar trúarsiðareglur og í andstöðu við rikjandi heiðni. lil orðin fyrir per- sónuleg kynni af þeirri kristni, sein náð hafði miklu hærri þróun en kristni Ólafs Tryggvasonar, sem vitrustu menn þjóðarinnar töldu hyggilegt að leiða í lög hér á landi. Á þeim tímum valda átök heiðinna og kristinna trúarhugmynda truflunum í innra lífi einstaklinganna. Á því virðist sagnagerðin hafa haft nokkurn skilning, og því koma trú-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.