Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 39
UM SÖFNUN OG VARÐVEIZLU ÍSLENZKRA SÖGUHEIMILDA óðum er að hverfa, eru ónýtt af þeirri kynslóð, sem hefur þó ekki sízt þörf á að kunna skil á uppruna sínum. Ég hef stundum orðið var við það, að fólki gengur ekki ræktarleysi og hirðuleysið eitt til, er það ónýtir bréfaheimildir. Það er hrætt við, að í landi kunningsskaparins og fámenn- isins geti ótíndir menn komizt í bréf- in og farið að hnýsast í persónuleg mál fjölskyldu og ættar. En þetta er ástæðulaus ótti. í öllum löndum þar sem skjalasöfn taka við bréfum til varðveizlu, geta gefendur bréfanna húið svo um hnútana, að ekki megi nota bréfin til sögulegra rannsókna fyrr en svo langur tími er liðinn, að ekki geti sært tilfinningar nánustu ættingja. En það skiptir mestu máli í þessu efni, að bréfaheimildum sé ekki fargað, að þær séu varðveittar sem sögulegur vitnisburður tímans handa óbornum kynslóðum. Samtíðarmönn- um bréfanna kann að virðast þau harla ómerkileg og ekki á safn setj- andi. En bréfaheimildir eru eins og gott og göfugt vín: þær batna við ald- ur og geymslu. Við áttum okkur sjaldnast á mikilvægi líðandi stund- ar. Það er ekki fyrr en eftir á, að við skiljum hana, þegar hún er orðin að sögu. Og þá fyrst lærum við að meta hverja bréfsnuddu, sem varpar Ijósi á hið liðna, svo acf við sjáum það sem upphleypta mynd. Við getum fljótlega gert okkur grein fyrir sögulegu mikilvægi bréfa- heimilda með því að kippa burt allri þeirri fræðslu, er bréf íslendinga veita okkur um sögu þeirra á 19. öld. Hvar væri þekking okkar á þeirri öld, ef við hefðum ekki bréf Jóns Sigurðs- sonar og samtíðarmanna hans? Mundi myndin af sjálfstæðisbaráttu okkar ekki vera æði beinaber ef við hefðum ekki við neitt annað að styðj- ast en hinar opinberu heimildir þeirra tíma? Ég minntist hér áðan á annan flokk söguheimilda, þær er vita að efna- hagslegri tilveru íslendinga, verzlun- arsöguheimildunum. Það var mál manna á 19. öld, að næst guði væri það verzlunin og veðráttan, sem réði högum íslendinga. Eldgos og einok- un voru um aldir þeir veðurguðir, er réðu sköpum íslands. Á skjalasöfn- um Kaupmannahafnar eru margar merkustu heimildirnar um verzlunar- ánauðina á íslandi. Þess verður ekki langt að bíða, að meginþorri þessara heimilda á dönskum skjalasöfnum verða komnar heim til íslands á mjó- filmu og verða þær þá tiltækar ís- lenzkum fræðimönnum, að því er 18. og öndverða 19. öld snertir. En verzl- unarsöguheimildir 19. aldar eru enn að mestu hulinn leyndardómur. Það eitt vita menn með vissu, að mikið af verzlunarbókum 19. aldar eru ýmist týndar eða geymdar á slíkum stöðum, að enginn kostur er að rannsaka þær. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.