Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tugs.1 Þegar ég sá alvarlegan og ein- lægan svip þeirra, þóttist ég skilja, að með því að sýna mótþróa myndi ég ef til vill særa hinar frumstæðu hug- myndir þeirra um gestrisni, og fól mig þeim algerlega á vald. Þegar þær höfðu dregið af mér vosklæðin, nudd- uðu þær mig allan með vaðmáli, gróf- um ullardúk, sem konurnar vefa sjálf- ar. Að því búnu gat ég farið að klæða mig. Þegar ég hafði jafnað mig dálítið, fór ég að úthluta smágjöfum, en sleppti silkiböndunum, sem vöktu svo litla hrifningu á Torfastöðum. Það torveldaði úthlutunina, að hver og einn fann sig knúðan til að þakka fyrir með kossi, og viki ég einhverju að barni, var ekki nóg með að það kyssti mig, heldur kepptist móðirin við að votta mér þakklæti sitt á sama hátt. En maður venst öllu. Þarna sat ég nú í öndvegi með diskinn á kassa fyrir framan mig. Meðan ég mataðist, stakk ég öðru hverju sælgæti upp í krakkana og fullorðna fólkið, sem er ekki annað en stór börn. Á eftir matnum var mér fært kaffi í tréskál og sykur með. Ég átti nóg kaffi og sykur í farangri mínum, en komi maður á sveitabæ, skal varast að snerta nesti sitt. Kaffi og sykur er einn þáttur gestrisninnar, sem veldur þiggjandanum stundum meiri óþægindum en gestgj afanum. Með kaffinu var borinn sykur á und- irskál, moli á stærð við hnetu, svart- ur af elli, geymdur árum saman inni í skáp eða niðri á kistubotni og að- eins tekinn fram við hátíðleg tæki- færi. Hann hafði verið höggvinn í smábita og hverri minnstu ögn sópað upp í undirskálina. Já, blessað fólk- ið! Það er blóðlítið, og blóðið í því er þunnt, en bæðir þú íslending að opna sér æð þér til skemmtunar, mundi hann fórna þér lífi sínu með glöðu geði. Ég átti nægan sykur, en neyddist til að fórna þessari sykurlús á altari gestrisninnar. Um nóttina laumaði ég mér til hugarléttis stórum sykurtopp niður í kistu, sem stóð þarna með lyklinum í. Ég vona, að þessar einföldu og góðu sálir mis- virði það ekki við mig, er þau rekast á hann. Að kaffidrykkju lokinni lék ég við bömin, öndvegið, sem ég trónaði í eins og jarl, var alþakið. Lítil, bláeyg heimasæta hallaði sér upp að hinum ferlega Þór, en rjóður snáði hékk um hálsinn á Óðni. Þau minnstu sátu í kjöltu minni, en mæðurnar krupu fyrir framan okkur fullar aðdáunar. Þegar ég seinna sat með blýantinn og minnisblöð mín, datt mér í hug að draga upp mynd af einni stúlkunni, er mér þótti sérkennilegust. Á Ijósu hári hennar, sem liðaðist um herð- arnar, sat svört húfa með silkiskúf í 1) Þau Guðmundur og Margrét eiga þrjár dætur, Gróu 18 ára, og Valdísi 16 ára og Þor- björgu 9 ára. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.