Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 114
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að mestu ókeypis og af fræðaáhuga einum saman. Hann batt inn handrit safnsins og bœkur, skrifaði upp texta og dyttaði að handritasafninu á allan hátt, svo aS Lands- bókasafnið býr enn að handaverkum hans að verulegu leyti. Auk þess safnaði hann ógrynnum af kvæðum og öðrum bókmennta- fróðleik og lét eftir sig á Landsbókasafninu tugi binda í handritum. En samhliða skyldustörfum sínum og áhugamálum var hann geysilega iðinn og mikilvirkur bréfritari, skrifaðist reglulega á við fjölda manna, og hélt saman þeim bréfum sem hann fékk. Ur þessum bréfa- söfnum er bókin sem nefnd var í upphafi saman sett. Elzta bréfið í bókinni segir frá fæðingu Páls, en hið síðasta skrifaði Páll skáld Ólafsson nafna sínum daginn eftir að Páll stúdent dó 1877. Bréfin ná því yfir 70 ára bil og veita ótrúlega fjölbreytta mynd af íslenzku fólki í ýmsum stéttum og hér- uðum, lífsháttum þeirra, vandamálum og áhugamálum. Páll var á líku reki og margir framámenn í íslenzku þjóðlífi á fyrra hluta 19. aldar og ýmsir þeirra voru vinir hans frá æskuárum, svo sem Baldvin Einarsson, Tómas Sæmundsson og sr. Þorsteinn Helga- son í Reykholti. Oðrum kynntist hann síð- ar, eins og Jóni Sigurðssyni o. fl. Það sem helzt má að þessari bók finna, en er þó ómaklegt, er það að hún skuli ekki vera miklu lengri. Hún er þó röskar 300 bls., en hún er ekki nema lítið sýnishorn af þeim grúa bréfa sem varðveitt eru í söfnum Páls, og er þó glataður meginhluti þeirra bréfa sem hann skrifaði sjálfur. En þetta er enn eitt dæmi þess, hvílíkur feikna sjór fróðleiks er geymdur í íslenzkum bréfasöfn- um, og er enn að mestu ónotaður og lítt að- gengilegur öllum almenningi. í kunningja- bréfum fyrri alda koma menn til dyranna eins og þeir eru klæddir, þar er oft sagt frá því sem engar aðrar heimildir greina, og þar birtast myndir af skapgerð manna og hæfi- leikum sem oft er erfitt að gera sér Ijósar með öðrum hætti. En í bókinni um skrifarann á Stapa verð- ur þó skýrust og ógleymanlegust myndin af skrifaranum sjálfum, þessum gæðamanni, sem allir leita til um margvíslegustu fyrir- greiðslur, bæði ættingjar og vinir. Ollum veitir hann úrlausn eftir beztu getu, og aldrei verður þess vart að hann gefi sér ekki tíma til að sinna öllu kvabbi, hvort sem um er að ræða álit á pólitískum áformum Bald- vins Einarssonar, heilræði og efnalega að- stoð til systkina sinna, bókaútvegur fyrir Jón Sigurðsson, eða hákarl handa Finni syni Bjarna amtmanns þegar hann sat úti í Kaupmannahöfn. Matthías Jochumsson kvað í grafskrift yfir Páli: Sjálfur hann sitt vottorð skrifa vann. Verkin lofa bezt hvem snilldarmann. Bókin um Skrifarann á Stapa sýnir að þessi orð voru ekki sögð út í bláinn. J.B. 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.