Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 37
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA öllu. Þetta er eins og að koma í nýjan heim. Fyrir augum fólks er eins og mik- ið kraftaverk hafi gerzt. Fetta er skýringin á lífsgleði kínversku þjóðarinnar, bjartsýni hennar, sjálfstrausti og stórhug, eldmóði hennar og siðferðisstyrk, óbilandi trausti hennar á stjórn sinni og forustuflokki, Kommúnistaflokknum, og því þjóðskipulagi, sem á örskammri stund hefur valdið slíkum umskiptum, sósíalismanum. En fleira kernur til. Fyrir byltinguna var allur þorri Kínverja ólæs og óskrif- andi. Að fá að ganga í skóla var vegsemd, sem fáa dreymdi um. I stefnuyfir- lýsingu Kommúnistaflokksins eru næstu markmiðin í menningarmálum talin vera: að útrýma vankunnáttu i lestri og skrift og koma á almennri skólaskyldu í barnaskólum, að korna upp kerfi miðskóla og framhaldsskóla í borgunum og æðri mennlastofnunum, háskólum og vísindastofnunum víðs vegar um landið. Kína er skipt í 2000 ömt eða stjórnarumdæmi. í 1200 þeirra hefur þegar verið komið upp almennri skólaskyldu og í 400 þeirra hefur lestrarvankunnáttu ver- ið alveg útrýmt. Mikill fjöldi framhaldsskóla og æðri menntastofnana hefur risið upp um allt Kínaveldi. Það er eins og öll þjóðin gangi í skóla. Kína hefur löngum verið frægt fyrir það misrétti, sem konur hafa orðið að búa við þar í landi. Það er varla ofsagt að konan hafi verið verzlunarvara og staða hennar oft og tiðum lítið betri en ambáttarinnar. Omurlegt merki þess má sjá enn í dag, þar sem eru hinir afmynduðu fætur margra eldri kvenna. Nú nýtur konan algers jafnréttis við karlmenn. Áður fyrr var litið á kínverskan almúga sem lægri verur. Táknræn er áletr- unin, sem stóð yfir hinum fræga skemmtigarði í útlendingahverfinu í Sjang- hæ: „Aðgangur bannaður fyrir Kínverja og hunda.“ Nú á þessi alþýða land silt og stjórnar þvi með þeim ágætum, sem vekur aðdáun og virðingu alls heimsins. Þelta er eins og endurfæðing. Kínverjar kalla byltinguna aldrei bylt- ingu, heldur frelsun. Magnús heitinn Jónsson prófessor, sem var í sendinefnd- inni með mér 1956, veitti þessu sérstaka athygli, og ég man að hann sagði eitt- hvað á þessa leið: ,:Er ekki von að þeir kalli þetta frelsun, því að það er frels- un.“ Þeir tala alltaf um tímann fyrir frelsunina og eftir frelsunina. Þetta er eins og að komast á nýtt tilverustig. Hvernig hefur tekizt að vinna þessi þrekvirki? Tvöföldun kornframleiðsl- unnar og bómullarframleiðslunnar á einu ári og aukning iðnaðarins um 50% á sama tíma á sér ekkert fordæmi í sögunni. Lítum fyrst á landbúnaðinn. Fjarri fer því að tekin hafi verið upp nýtízku tækni eða stórvirkar vélar í landbúnaðinum. Notkun nýtízku véla í landbún- aðinum er mjög á byrjunarstigi og undantekning, sem enn skiptir litlu máli 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.