Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir heildarafköst lians. Þvert á raóti er tæknin í kínverskura landbúnaði enn ótrúlega frumstæð. Hjólbörur mega heita tækninýjung, svo að ekki sé talað um jeppa, flutningabíla og einfaldar landbúnaðarvélar. Landbúnaðurinn hef- ur ekki fengið fjármagn að neinu ráði annars staðar að. Hin geysilega fjár- festing og nýsköpun, sem farið hefur fram í kínverskum landbúnaði, er að mestu af eigin rammleik þessara mjög svo tæknilega frumstæðu framleiðslu- bátta. Þetta gerir einsdæmið að undri í augum gestsins. Og enn meiri furðu vekur það þegar þess er gætt, að sumarið var óhagstætt frá náttúrunnar hendi, miklir og langvinnir ]>urrkar, svo að mánuðúm saman kom ekki skúr úr lofti á stórum landsvæðum, og annars staðar olli haglél miklu tjóni. Og þó er skýr- ingin einföld. Hún sannar okkur aðeins mátt mannsins til félagslegra afreka, þegar bann hefur losnað úr viðjum hinna blindu þjóðfélagsafla og tekur sjálf- ur að stjórna þjóðfélagslegum örlögum sínum. ÁstæSurnar fyrir hinni miklu uppskeru síSastliðið ár eru fyrst og fremst þessar: 1. ÞaS hefur tekizt aS mestu leyti að beizla stórfljótin og koma þannig í veg fyrir flóð, en geysistór landflæmi hafa fengið nægilegt vatn með áveitu- gerð. Þannig eru Kínverjar í fyrsta skipti í sögu sinni vel á veg komnir með að verða óháðir veðrinu og tryggja uppskeruna hvernig sem árar. 2. I kínverskum landbúnaði hefur nú í fyrsta skipti verið notaður tilbúinn áburður í stórum stíl. Mest af þessum áburði framleiða bændurnir sjálfir. Eru það jarðefni, sem þeir vinna úr áhurð meS ýmsum hætti og síðar verður vikið að. 3. Djúpplæging, svo að nú er oft plægt þrefalt dýpra en áður. 4. Betra úrval og útsæSi, þar sem hagnýtt hefur verið reynsla og vísinda- leg þekking, og þétt sáning, þannig að nú er oft sáS margfalt meira í hverja flatarmálseiningu lands en áður var. 5. Betri hústjórn, verkaskipting og skipulag, svo að vinnuaflið nýtist miklu betur. MeS kommúnuskipulaginu hafa konur að mestu leyti verið losaðar við heimilisstörfin. 6. IðnaSarframleiðsla bændanna sjálfra. En þeir hafa komið sér upp mikl- um og margvíslegum iðnaði síðan „stóra stökkið“ hófst, þar á meðal miklum járniðnaði og framleiSslu tilbúins áburðar. Ur járninu, sem þeir vinna, gera þeir sín landbúnaðarverkfæri. Þessi iðnaður, sem sveitirnar hafa komið sér upp af eigin rammleik og án fjárfestingar annars staðar að, á sinn mikla þátt í hinni hröðu þróun iðnað- 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.