Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 12
Tímarit Máls og menningar til Láru var byltingarsinnuð bók bæði að því er varðaði efnisval og skoðanir höfund- arins. En bókin bar einnig kyndil bylting- arinnar inn fyrir vébönd íslenzkunnar. Bréf til Láru markar tímamót í sögu óbundins ritmáls á okkar öld. Hvergi örlar þar á fymsku í orðavali eða orðaskipan, og hafði þó hvort tveggja verið lenzka til skamms tíma í íslenzku ritmáli. Höfundurinn réð yfir ótæmandi orðaforða, aldrei varð þess vart, að hugsanir hans hefðu ekki nóg til að ganga í. Þó fékkst Þórbergur við fjöldamörg viðfangsefni, sem enn voru ó- rudd lönd í ríki hins íslenzka máls. Fáum mönnum virtist íslenzkan vera eftirlátari en Þórbergi Þórðarsyni og varð hún þó oft að sækja á brattann. Mál hans var geril- sneytt að tilgerð og tilhaldssemi. Var Bréf til Láru skrifað á bókmáli eða talmáli? ís- lenzkan á Bréfi til Láru var bókmál og tal- mál, sem runnið hafði í nýja, lífræna heild. Þórbergur Þórðarson stældi ekki stíl nokkurs manns. En það var einnig fáum kleift að stæla stíl hans. Tilgerðarleysið gerði eftirhermunum erfitt um vik. En hann leysti tunguhaft íslenzkra samtíðarrithöf- unda, þeir lærðu af honum stafróf nýtízku- legs málfars. íslenzkan á Bréfi til Láru virtist fara allar torfærur áreynslulaust, en oft reyndi höfundurinn á þolrifin í henni. Islenzkir rithöfundar lærðu það meðal annars af Bréfi til Láru að ætla íslenzkunni mikinn hlut, að teygja hana á sprettinum óttalaust, í trausti þess að Lipurtá mundi ekki hnjóta við, þótt ekki væri um slétta grund að fara. Efniviðurinn í Bréfi til Láru var einskon- ar þverskurður af öllum þeim tegundum bókmennta, sem Þórbergur Þórðarson hefur síðan fengizt við allt til þessa dags: póli- tískar og menningarlegar ádeilugreinar, á- róðurs- og fræðslugreinar, þjóðsögur, dular- full fyrirbrigði og síðast en ekki sízt brot úr lífssögu hans sjálfs. Við þetta má bæta hinni miklu ævisögu, er hann skráði um séra Árna Þórarinsson og ævi Einars ríka, sem er í smíðum. „Orlítið brot úr ævisögu manns, húss, bæjar, þorps, sveitar, getur verið ódauð- legt hstaverk, ef sá segir, sem kann með sögur að fara.“ Svo segir Þórbergur í 29. kafla Bréfs til Láru. Síðan þessi orð voru rituð hefur ævi Þórbergs Þórðarsonar verið að mestu leyti helguð þessum verkefnum, sem víða var aðeins tæpt á í bréfi til Láru. Ur því brotasilfri hefur hann gert marga dýra dvergasmíð. Þegar ég blaðaði í spjald- skrá Landsbókasafnsins fyrir nokkru tald- ist mér svo til, að eftir hann væru á prenti 38 bækur, og er þó ekki hirt um þýðingar hans eða skráðar þjóðsögur. Þetta er geysi- mikið lífsverk, þótt maðurinn sé gamall orðinn, ber vitni eirðarlausri elju. í þess- ari bóklegu iðju ber sögumanninn Þórberg Þórðarson hæst. Hann hefur sannað svo ekki verður um villzt, að hann er maður, „sem kann með sögur að fara“, svo að vitn- að sé í hans eigin orð. Ödauðleiki er stórt orð, ekki sízt í bókmenntum, en það er trúa mín, að meðal hinna prentuðu rita Þórbergs verði þau ekki fá, er bera fanga- mark eilífs lífs. Þegar menn eru orðnir áttræðir telja víst flestir, að nóg sé nú unnið og mál komið til að hvíla sig að verkalokum. En á átt- ugasta aldursári skrifaði Þórbergur Þórð- arson annað bindi ævisögu Einars ríka: Fagur jiskur í sjó. Og enn sem fyrr var það ljóst, að Þórbergur kimni öll meistaratök íslenzkrar sögulistar: hið fágaða hand- bragð, einfaldleika frásagnarinnar, þokka í máli og stíl. Og við bíðum fullir eftirvænt- ingar eftir framhaldinu, og óskum hinum síunga öldungi langra og bjartra lifdaga. Þjóðhöfðingi einn sagði forðum, að kon- ungar ættu að deyja standandi. Þórbergur Þórðarson mun deyja með höndina kreppta um pennann. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.