Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Page 102
Tímarit Máls og menningar fyrri reyndar líka, að hann nam í æsku ekki aðeins heimspeki, heldur einnig raun- vísindi. Þess vegna á hann svo hægt um vik að átta sig á hinum stórstígu framförum nútímans á því sviði og sjá gildi þeirra fyrir heimspekina. Nú er eðlilegt að spyrja, hver sé afstaða lirynjólfs gagnvart díalektískri efnishyggju eftir þessa bók. Þess er áður getið, að þegar í annarri bók hans, Gátunni miklu, komu fram skoð- anir um heimspekilegt undirstöðuatriði, þ. e. samband vitundar og efnis, sem ekki samrýmast kennisetningum díalektískrar efnishyggju. í síðasta verkinu er þessi af- staða hans orðin miklu traustlegar grund- völluð og gagnsýrir alla hugsun hans, Engu að síður er sannfæring hans varðandi sjálfstæða tilvist hlutveruleikans óhögguð, og í þessu meginatriði á hann eftir sem áður fullkomna samleið með efnishyggj- unni. Ennfremur er hinn díalektíski skoð- unarháttur runninn honum í merg og blóð eins og nokkru sinni fyrr. Einmitt með því að beita rannsóknaraðferðum díalektískrar efnishyggju hefur hann komizt að niður- stöðum, sem hingað til hafa verið fram- andi allri efnishyggju. Það má því með miklum rétti segja, að skoðanir hans hafi þróazt í eðlilegu framhaldi af díalektískri efnishyggju. Þó er skoðanamunurinn svo djúpstæður, stökkið svo stórt, að réttast er að tala um nýja heimsskoðun. Því að hvers konar hughyggja stendur honum jafnfjarri og fyrr. Honum verður í raun- inni hvorki skipað í flokk með efnis- hyggjumönnum né hughyggjumönnum. Efnishyggja 18. aldar, kölluð mekanísk eða vélræn, varð til í baráttu borgarastétt- ar Frakldands fyrir jafnrétti. Idún skapaði nýja heimsskoðun sniðna við þessa baráttu og reista á vísindum þess tíma. Efnis- hyggjumenn beir.du geiri sínum mjög að kaþólsku kirkjunni, sem um langar aldir hafði lagt aila leitandi hugsun í fjötra. f baráttu sinni við trúarheimspeki og trú- arkreddur haslaði efnishyggjan sér völl innan þáverandi þekkingarsviðs og hafn- aði öllum heilabrotum um óræða hluti og yfirskilvitlega, allt sem kallað er háspeki. Díalektísk efnishyggja, afsprengi 19. aldar, tók þessa afstöðu í arf frá hinni mekanísku efnishyggju. Hún mótaðist einnig sem tæki lágstétta í baráttu þeirra fyrir félagslegu réttlæti. Hún var þannig sömu takmörkunum háð, enda þótt hún væri stórum nútímalegri og næði enn lengra í því að gera þá, sem hana aðhyllt- ust, frjálsa af úreltum hugmyndum og kreddum liðins tíma. Díalektísk efnis- hyggja á það sammerkt með mekanískri efnishyggju, að hún er fram komin við mjög sérstakar sögulegar aðstæður og ber þess merki. Ilún var á sínum tíma stórt framfaraspor, en niðurstöður hennar frá miðri 19. öld eru þó eins og hvað annað undir þá sök seldar að úreldast. Þetta gerðu Marx og Engels, höfundar díalektískrar efnishyggju, sér líka ljóst. Þeir lögðu áherzlu á, að kenningar þeirra væru ekkert lokað heimspekikerfi, engar kennisetningar, sem ætlað væri að standa um aldur og ævi, heldur lægi hið varan- lega gildi þeirra í því, að með þeim væru skapaðar fullkomnari aðferðir fyrir vís- indalega hugsun í leit hennar að nýjum sannleika. Það hefur samt sem áður orðið hlut- skipti díalektískrar efnishyggju af sérstök- um sögulegum ástæðum að staðna í meira en öld. Túlkendur hennar og talsmenn hafa ekki hróflað við neinu í hugmyndum lærifeðranna. Þeir hafa aldrei skoðað kenningu þeirra í sögulegu samhengi, held- ur litið á hana eins og hinztu sannindi, er standi í gildi um allar aldir. Slíka afstöðu mundu höfundar díalekt- ískrar efnishyggju reyndar sjálfir hafa 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.